jæja þá eru 10 manns búnir að taka þátt í skoðunarkönnuninni um það hvort Lúlli Lárusson birtist á blogginu eður ei og mun hann því birtast hér seinna í dag.
reyndar ætlaði ég nú aldrei að láta þessa skoðanakönnun, var löngu búin að ákveða að birta Lúlla hvort sem fólki líkar betur eða ver. þetta er jú mitt blogg.
jess!
voða er maður hress.
ég svaf nefnilega yfir mig og fór EKKI í sund :( sem er nottla hneyksli. manni er alltaf sagt að fyrsta vikan sé erfið þegar maður er í svona "hættaaðveraspikfeit" kúr, en neinei... það er ekki fyrr en í lok annarar vikunnar sem tótan er að niðurlotum komin. úff.
en mér til málsbótar má nefna ÞVÍLÍKA andlega spennu í gærkvöldi yfir Bachelorette helv. þáttnum og svo fór ég í alltof langan göngutúr. ætlaði bara að vera í hálftíma, en var í einn og hálftíma, þannig að ég fór ekki að sofa fyrr en hálf eitt.
jess.
en ég ætla í sund eftir vinnu. allir velkomnir! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli