fimmtudagur, maí 08, 2003

ég skrifaði einu sinni mjög skemmtilega framhaldssögu með honum Atla Tý og þið gamla fólkið muni kannski eftir henni, en hún hét Ævintýri Lertaríós I (eitt) og II (tvö).
síðasta sumar fór ég svo af stað með aðra svona framhaldssögu, sem fjallaði um frekar mikinn töffara að nafni Lúðvík Lárusson. ótrúlegt en satt þá fannst fólki hún bara ágæt, en eftir 7. kaflann fékk ég hægðatregðu og hef verið með síðan. mig langar nú samt til að freistast til að klára Lúlla greyið og það gerist ekki nema fólk lesi hina 7 og finnist gaman, hvetji mig mjög mikið og segi að ég sé sæt.
þannig að hér til hægri, neðst á linka-dálknum er skoðanakönnum um það hvort Lúðvík sé hæfur fyrir almenning.
Kjósiði eða ég breyti bakgrunninum í bleikt og letrinu yfir í svart!
KjóSIÐ! (plís)

Engin ummæli: