fimmtudagur, maí 08, 2003

það eiga ekki allir jafn auðvelt með að sofa yfir sig, en mér tókst með hreint einstaklega snilldarlegum hætti að sofa TVISVAR yfir mig í morgun. ég ætlaði nefnilega í sund kl. 7, en vaknaði 7:10 (sem var reyndar bara fínt, vegna þess að allt ÚBER hægfara gamla fólkið var þá farið yfir í suðupottana og ég gat synt í rólegheitum ein á brautinni og svo var sólin komin það mikið upp að hún skein á mig allan tímann -FREKNUR!). svo þegar ég kom heim var strætó nýfarinn. "ég ætla undir sæng í 10 mín. mér er svo kalt" sagði ég stundarhátt við sjálfa mig, stillti símann á 7 mínútur og svaf í 20.
svo ég missti aftur af strætó. gott hjá mér!
en af því að ég er svo sniðug hugsaði ég mér gott til glóðarinnar... "ah.. ég fer bara niðrí miðbæ, kaupi mér hádegis mat í 10-11 og þá þarf ég ekki að fara út í búð í hádeginu" ég arka niðrí bæ og mér til mikillar undrunar er TÍU-ELLEFU lokað klukkan KORTER Í NÍU.
smart.
en góðu góðu góðu konurnar í bakaríu brostu til mín og seldu mér kaffi 2-GO og kringlu, sem ég smyglaði í strætó af mikilli kænsku (það má sko ekki vera með kaffi í strætó) og var mætt í vinnuna um hálf tíu leytið. mætti svo honum Benedikt í útidyrunum og hann var alfeg miður sín yfir að hafa sofið yfir sig.
"HAH!!!" sagði ég þá... "þú ættir bara að vita hvað kom fyrir mig!"

Engin ummæli: