þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, maí 07, 2003
Þvílík snilld sem ég er að hlusta á núna, hljómsveitin heitir Spaðar og er ég veit ekki hvaðan. drottinn minn. svona heima í stofu fílingur dauðans og textarnir eru geggjaðir.
þetta er diskurinn "skipt um peru" og þar eru ódauðleg lög eins og "kráardiskó" (
Á barnum vil ég ævi una
á eintali við vínflöskuna) og "þá fann ég þig"
(Ég leitaði um allt
um landið allt frá Gerpi að Gjögri
frá Gauk á Stöng til Ara í Ögri
uns fann ég þig.)
hversu nettur getur einn diskur verið? a must have! spaða á öll heimili!
en það var hún móðir mín sem útvegaði mér þennan disk með ólöglegum aðgerðum, sem ég ætla ekki að tíunda hér... en hverjum er ekki sama um eins og eina krimma-mömmu þegar maður getur hlustað á svona góðan geisladisk í vinnunni?
manntalið verður bara næstum því skemmtilegt nei
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli