fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Unglistar Plögg

já það er rétt. Strengjakvartettinn TUMI ætlar að lúta í duftið fyrir hinum almenna borgara og spila á Unglist 2004. á klassísku tónleikunum þeas. þó við séum nú eiginlega með fokking brjálæðislega rokkað verk. en við munum spila hinn melódíska og geðþekka kvartett nr. 8 eftir meistara Shostokovitz. okkur eru reynar sett þau takmörk að spila helst ekki lengur en 15 mínútur svo aðeins kaflar eitt og tvö verða spilaðir.
tek sérstaklega fram að í kafla 2 er flottasta víólusóló geims.

tónleikarnir byrja kl. 20:00 næstkomandi sunnudag, 7. nóvember 2004 og eru í hinu magnþrungna Tjarnarbíói. algjör skyldumæting fyrir aðdáendur- og stendur tótunnar, þar sem hún er jafnvel að spá í að fara í sturtu og gera sig almennilega útlits fyrir óskupin.

Engin ummæli: