fimmtudagur, nóvember 18, 2004

meira um óperuna

sem ég gleymdi var það að ég hitti Berglindi og Huga. það var geðveikt skemmtilegt, sérstaklega af því að þau voru að drekka rauðvín. mér finnst alltaf skemmtilegra að hitta fólk sem er með rauðvín heldur en annarskonar fólk, sem jafnvel heldur ekki á rauðvíni.
núna er klukkan alfeg að verða níu og þar sem skjölin sem ég þarf til að hefja vinnu mína eru læst og lokuð ofaní rammgerðum kjallara, neyðist ég til að gera eitthvað annað þangað til (æ æ) og eina fólkið sem er mætt online á þessum ókristilega tíma er einmitt það fólk sem framtíðar sinar vegna mætir í skólan eldsnemma. ég er semsagt í Hörkuvyðræðum vyð hana Berglindi um notkun Y og i ý almennum samræðum fólks.
svo var hún að bjóða mér í afmæli.
það fannst mér fallega gert. hefði jafnvel tárast nema augun á mér eru full af svona stýrum. stírum?
aaaaallavega.
svo er jónsæti í útlöndum. fór reyndar bara í gær og kemur á morgun. en sama. sakna afa :(
svo er hann alltaf að hringja og spurja mig hvað hann eigi að kaupa.
KAUPA!!
eins og maður geti ekki farið til útlanda án þess að sleppa sér í að eyða peningum!
nje. ætli það. svo er nú aldrei að vita nema hann kaupi eitthvða fallegt handa tótunni sinni... allt í læ að sleppa sér í því, guðminn góður þó það nú væri og betra ef fleiri tæku sér hann til fyrirmyndar. svo má líka alfeg bara leggja pening inn á reikninginn minn beint. kæmi sér afar vel.

AAAAAFAR VEL

Engin ummæli: