þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, apríl 23, 2003
jæja. síðasti vetrardagurinn komin til kastanna. og allt ætlar um koll að keyra. nema ég verð ekki á bíl, stefni á glimrandi glansandi hommadjamm með Arnari sæta og Haffa Oooooofur sniðuga, skemmtilega, stælta, fallega og myndarlega (ætla að sleikja hann soldið vel upp svo hann bjóðist til að klippa mig fallega fyrir lítinn pening (hí hí)).
en það sem verra er, að fyrst þarf ég að spila á tónleikum með tónó í rvk, tónsmíðadeild. ælupoka takk!
kannski verður þetta ekkert svo slæmt, ha... þórunn vala dúllurassgatið mitt verður að syngja með og svo er ella vala, stulli og svafa ekki langt undan (hið himneska horntríó). sitja reyndar bara rétt hjá mér í einu verkinu. og Finnbogi "krúttiðsemeralltafmeðlokuðaugunámyndum" verður að spila með og ef ég þekki hann rétt, þá má maður nú aldeilis eiga von á góðu flippi á þeim bænum. þannig að ég verð umkringd skemmtilegu og fallegu fólki, hvað er ég að kvarta þótt tónlistin sé verri en andskotinn sjálfur og hljómar eins og midi útgáfa af ísskáp að hrynja niður stigapall?
mér er spurn? en VÓ! verð að drífa mig í ríkið áður en örtröðin byrjar. maður vill nú ekki lenda aftarlega á merinni. helvítis merin maður....
en Gleðilegt sumar krúttin mín sem eruð svo sæt að lesa bloggið mitt :* án ykkar væri ég ábiggilega ekki svona ógeðslega hress alltaf hreint (jesssss.....)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli