mánudagur, maí 05, 2003

fimmtugsafmæli DAUÐANS á föstudaginn hér á skjaló. þvílíkt rokk og ról fram eftir öllu. eða svona þannig, byrjuðum reyndar svo snemma að við vorum dauð uppúr miðnætti. úff. djöfulsins stemmari. :) sem betur fer munum við öll ekki allt, svo allir eru jafn vandræðalegir. samt nett. nettast af öllu var þó það að ég hélt ég væri búin að týna símanum mínum, en fann hann svo undir rúmi. þvílíkt hugboð. og fann í leiðinni bláu náttfötin mín sem ég er búin að vera að leyta að í marga mánuði. svo tókst Arnari næstum því að plata mig á djammið laugardagskvöldið líka, en ég hélt mig við vídjó gláp og nammi át með honum Vigni mínum (hverjum öðrum ;)), Eydísi og Fríðu. við þurftum reyndar að beita Fríðuna frekar miklu harðræði til að koma henni útúr húsi, en tókst að lokum.
svo var bara hljómeykisæfing í gær, ótrúlegt en satt. æfðum meira að segja heilan helling. sem minnir mig á það að ég verð að grafa upp þessi lög á netinu svo ég geti nú lært þetta á augabragði og hætt að vera eins og algjör api á æfingum. ekki það að það sé slæmt að vera api, það er til fullt af apalegu fólki sem hefur það bara ágætt.
jess....

Engin ummæli: