þriðjudagur, apríl 22, 2003

Gullfuglinn

Nú er hann floginn frá mér á ný
fuglinn minn gyllti
um tíma sér tyllti
við hlið mér og söng
og mitt hjarta af hamingju fyllti

Nú er ég einmana orðin á ný
ekkert mér ánægju gefur
sólin í hafinu sefur
á botninum rótt
svo myrkrið mig alla umvefur

Nú þrái ég heitast að sjá hann á ný
og heyra sönginn hans hljóma
böðuð sumarsins ljóma
og brosa mót sól
í faðmi blómstrandi blóma.

Engin ummæli: