Tveir einstaklingar óku bílum sínum, um var að ræða konu og mann. Slysin
gera ekki boð á undan sér eins og í þessu tilfelli en bílar þeirra skullu
skyndilega saman. Lánið lék við þau en þau sluppu ómeidd eftir þennan
annars harða árekstur. Konan rankar við sér felmtri slegin, skríður úr bíl
sínum og segir: "Svo, þú ert þá karlmaður, en spennandi. Og ég er kona. Vá, sjáðu
bílana okkar! Þeir eru gjörsamlega í klessu, en sem betur fer slösuðumst
við nú ekkert. Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði um að okkur sé ætlað að
hittast aftur, vera vinir og búa saman í friði til æviloka."
Upp með sér stamar maðurinn loks út út sér: "Ó,já, ég er þér alveg
hjartanlega sammála!" "Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði!" hélt konan
áfram, ég meina sjáðu, þetta er annað kraftaverk. Bíllinn minn er
algjörlega í klessu en þessi vínflaska brotnaði ekki. Guð vill örugglega að við
drekkum þetta vín og höldum þannig upp á heppni okkar og yndislega sameiginlega
framtíð sem við eigum í vændum."
Síðan réttir hún manninum flöskuna. Hann kinkar kolli til samþykkis,
opnar flöskuna og drekkur hana hálfa og réttir síðan konunni. Konan tekur
flöskuna, setur tappann í og réttir manninum hana aftur. Maðurinn spyr:
"Ætlar þú ekki að fá þér?" Konan svarar: "Nei. Ég held ég bíði bara
eftir lögreglunni..."
BOÐSKAPUR SÖGUNNAR: Konur eru MJÖG skarpar. Ekki abbast upp á þær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli