föstudagur, desember 19, 2003

úff hvað ég var að éta mikið núna bara rétt í þessu, ég hreinlega stenda á blístri og get mig hvergi hreyft. kannski líka allt í læ, ÞARF ekki að gera neitt fyrr en á mánudaginn. en ég ÆTLA hinsvegar að djamma eins og mongólíti bæði í kvöld og á morgun. bara svona til þess að geta haldið uppá það að vera ekki búin í prófum, af því að ég fór hvort sem er ekki í nein.
jeij.
svo verður maður víst að skrifa ekkvað um hljómeykistónleikana í gær, en ég bara hreinlega nenni því ekki. :p svona getur maður verið hrottalega latur og leiðinlegur. svo var ég (mér til mikillar gleði og ánægju) að fatta það að ég er komin yfir á kortinu mínu. jeij. ég sem á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir. úff. en þetta hlýtur að reddast (plís).

þreytt. leið. hrædd. lítil.

Engin ummæli: