mánudagur, desember 22, 2003

ræ ræ ræ ræææ!
ég var að senda henni Fjólu og Ingólfi jólakort áðan. gott hjá mér að vera tímanleg með kortin í ár. jemnn. en þau búa í danmörku sko. ég held nú að ég nái að grýta hinum íslensku kortum í fólk á förnum vegi, jafnvel bara í dag eða á morgun. allavega í síðasta lagi á miðvikudaginn, hehe. jájájá. annars var bara gífurleg stemming hjá mér í gær við að mála ósköpin. byrjaði nottla ekki fyrr en klukkan var langt gengin í eitt og kláraði þ.a.l. ekki fyrr en um fjögurleytið. öskrandi stemming.
talandi um stemmingu (og öskur, hehe) þá fór ég á tónleika í gær með kór flensborgarskólans. *andvarp* þvílíkar minningar sem streymdu útum öll op. þetta var algjört æði, þau eru nú soldið stíf greyin, en það er svossem ekki við öðru að búast af blá-edrú liði í skær-bláum kjólum.
djók.
nei þetta var í alvörunni geggjað fjör og ég er ekkert smá stolt af því að vera systir, fallegasta og mest hæfileikaríkasta altsins, sem er tvímælalaust hún Dagbjört. kysskyss. svo voru gamlir kórfélagar dregnir "nauðugir" uppá svið til að syngja heimsumból. það var gasalega huggulegt og svei mér þá ef að hún tóta og strákarnir séu ekki bara athyglissjúkasta fólk í heimi ;)

Engin ummæli: