Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona
stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.
"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.
Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá
bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu
aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu. Hristandi
hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna.
Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk
sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að
næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr
trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á
bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: "Hæ, ég heiti
Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli