þriðjudagur, október 21, 2003



Pósturinn með skrítna hárið.
ég fékk bréf frá honum Eyfa mínum í gær!
oh hvað það var gaman :D skrifað á jah... E-BE-LEIKAN pappír með ofsalega fínum rauðum penna. það lá við að það væru lítil hjörtu í hornunum og allt angandi í ilmvatnslykt. svo sagði hann að ég væri hæfileikarík og falleg *snökt-snökt*. það er þá allavega EINN þarna úti sem er búinn að átta sig á hinum heilaga sannleika :) annars var ég svona að spá í að skrá mig í munkaklaustur í s-frakklandi við fyrsta tækifæri. þá get ég bara verið í rólegheitum, fengið hitaeiningasnauðan mat (orðið mjó), appelsínugul föt (fer mér ekkert SMÁ vel að vera í orange), hugsað rosalega mikið og hvílt augun (sofið) og jafnvel æft mig myrkrana á milli, sungið og dansað og fundið hið fullkomna jafnvægi. (hvaðan kom þetta?)
svo get ég samið þunglyndar sögur um fólk sem er klætt eins og fávitar og fær bara grjón að borða. gæti orðið hitter, svona eins og Tómas Jónasson metsölubók. oj hvað það er leiðinleg bók, ég gat ekki einu sinni klárað hana, hún var svo leiðinleg. samt var það metsölubók. markaðssetning, ekkert annað. eða það.
reyndar fékk ég nú líka annað bréf, og það frá henni Sunnu Sveins í Danmörkunni! þá brá mér nú aldeilis í brúnu augabrúninni (hin er græn sko), eða svona þannig. datt bara ekki í hug að hún myndi senda MÉR bréf... en gaman var það og ég get varla beðið eftir að kmoast heim að skrifa bréf. ég elska að skrifa bréf, finnst það eiginlega skemmtilegra en margt annað. og þessi hræðilega tjáningarstífla sem annars heftir mig GífurLega mikið alla aðra daga, er aldeilis ekki mikið sjáanleg þegar ég er með blað og penna ;)
en svona svo að þessi póstur sé í stíl við fyrirsögnina verð ég aðeins að tala um póstburðarmenn á íslandi, og þá aðallega póstmanninn sem ber út í hverfinu mínu (ætla ekki að gefa það upp, svo hann verði nú ekki fyrir aðkasti). en hann er með ofsalega skrítið hár. einhvernvegin eldrautt en samt grátt og Hvítt.
weirdo.
og hvað er annars málið með póstinn hérna á íslandi? í RAUÐUM FLÍSPEYSUM!!!! hvað er málið með það? jújú þeir fá nú derhúfur svona fyrir lúkkið, en KOMMON! sjáiði beibin í englandi. í stífuðum buxum, næstumþví lögguskyrtum og með KÚL húfur, í burstuðum lakkskóm og með Bindi. Yeah baby! þetta er karlmenn sem maður vill endilega að komi við umslögin manns, ef þið vitið hvað ég meina ;)

Engin ummæli: