þriðjudagur, apríl 29, 2003



haldiði ekki barasta að hún Sunna Sveins hafi kíkt í heimsókn og verið svona líka hress. með fjólublátt naglalakk og ég veit ekki hvað og hvað. hún var s.s. á Hlemmi (ekki að hanga, þurfti að taka strætó) og bara gat ekki annað en kíkt við hérna á Skjaló. ég gaf henni meira að segja kaffi í Gestabolla og mjólk úti það líka, reyndar G-mjólk, en alfeg sama... mjólk fyrir því. þetta ættu ALLIR að taka sér til fyrirmyndar (þ.e. koma í heimsókn, ekki nota G-mjólk) og apa eftir henni Sunnu alfeg óhikað. það er svo gaman að fá gesti! manni hættir að vera óglatt í smástund yfir helv. manntalinu.
annars er það helst að frétta að ég er alfeg að fara að beila á þessu öllu saman og drífa mig heim, og svo er Eydís farin að nota Z í annað hvert orð... hvað er eiginlega málið með það?

Engin ummæli: