hverjum hefði dottið í hug að ég myndi fá mér TVEGGJA TÍMA göngutúr, og það inní Reykjavík?
jah ekki mér, en sú var nú samt raunin í gær. var á skjaló til 6 og ætlaði svo á kaffihús að hanga til 8, en þá var Halldóra að fara að spila yfir stigsprófið sitt í tónskóla Sigursveins. svo labba ég af stað, ætlaði að fara á conditori hjá hótel Esju, en viti menn! það var lokað. sem er nottla ekkert nema hneyksli, svo ég vitni í bréf sem ég skrifaði í gær, þannig að ég sá mig nauðbeygða til að labba aðeins lengra. og í stað þess að snúa við og taka stefnuna á miðbæinn þar sem kaffihús eru á hverju strái, þá labbaði ég niðrí laugardal. skoðaði grasagarðinn, sem er næstum því nálægt því að nálgast græna litinn og sá ýmislegt skemmtilegt. t.d. fólk sem var að stunda MJÖG áhugaverða íþrótt, sem felst í því að hreyfa sig eins hægt og maður getur, með jafn fáum líkamspörtum og mögulegt er að nota án þess að detta.
ég held að þetta sé tilvalin íþrótt fyrir mig....
svo sá ég líka skokkara, sem voru ýmist froðufellandi eða með brjálæðisglampa í augum, nokkrar kellingar með börn og svo krakkabjána á hjóli. oj. en á milli þess sem ég gekk þarna í næstum því grænni náttúrunni, skrifaði ég bréf, sem var mjög skemmtilegt og áhugavert.
en vó, ég held ég drífi mig í kaffi áður en skúringarmaðurinn skúrar mig til dauða :o
Engin ummæli:
Skrifa ummæli