miðvikudagur, apríl 30, 2003

ég er að fara til tannlæknis núna eftir korter. úff hvað ég/mig/mér kvíður/kvíði fyrir. ég er svo skelfing hrædd við tannlækna. ekki að þeir séu eitthvað hryllilegir, hvað þá að hún Ásta sé ógurleg, þar sem hún situr sönglandi og gerir við geiflurnar í manni. en úff! öll þessi tæki og tól, tala nú ekki um þessi sem eru tengd við rafmagn og gefa frá sér svona bzzzzzzz hljóð? hvernig getur þetta verið gott fyrir mann?
rafmagn og munnur? á þetta að vera eitthvað grín?
ég vildi allavega ná að kveðja hinn himneska Bloggheim, ef ég skyldi deyja úr stressi áður en til tannviðgerða kæmi.
reyndar er ég alfeg ofsalega þreytt. kannski ég sofni bara og þegar ég vakna er þetta ALLT saman búið :D mikið væri það nú indælt...

Engin ummæli: