fimmtudagur, janúar 22, 2009

skítapakk drullið ykkur til svíþjóðar

frá því bankarnir hrundu og mótmælin á Austurvelli (og víðar) byrjuðu hef ég verið á báðum áttum. var aldrei sérstaklega sammála því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér, segja af sér hvert? þetta er bara ákveðinn hópur fólks, skiptir það máli hvar hver situr? eru ekki allir hvort sem er búnir að skíta uppá bak? hver á að setjast inná alþingi? sturla vörubílstjóri og Hörður Torfason? ég hata Davíð Oddsson ekki útaf lífinu, hef aldrei gert og finnst ekkert sérstaklega réttlátt að hann þurfi að segja af sér sem seðlabanki þegar þeir eru þrír (veit einhver hvað hinir tveir heita til dæmis?)
en ég var aldrei neitt sérstaklega á Móti mótmælunum heldur. var jafnvel á tímabili svolítið öfundsjúk að hafa ekki svona sterkar skoðanir. flott hjá fólki að fylgja samfæringu sinni og mótmæla og vera með ræður og lemja potta. jafnvel að henda eggjum og skyri. á mörkunum að rífa niður osló-tréið, slapp þó afþví jólin voru búin.

En eftir að hafa hlustað á hádegisfréttirnar er ég ALGJÖRLEGA Á MÓTI mótmælunum og mótmælendum. þetta er greinilega algjört hyski og ég vil ekki koma NÁLÆGT þessu liði. aldrei. mig langar til að flytja burt af landinu til að börnin mín þurfi ekki að horfa uppá svona viðbjóðslega hegðun og alast upp í svona sjúku samfélagi.
fór fólk í alvörunni með piss og kúk í poka niður í bæ í nótt til að hella á lögguna?!
hvað heldur eiginlega fólk að löggan sé?
hversu mikið þolinmæði er lögreglan búin að sýna þessar 12 vikur sem mótmælin eru búin að vera? er ekki aðalforgangur lögreglunnar búinn að vera að VERNDA mótmælendur? og hvenær byrjaði lögreglan að sprauta piparúða? það var ekki í viku eitt. það var ekki í viku tvö heldur. ef mig misminnir ekki var það þegar skríllinn var að reyna að brjótast inn í Lögreglustöðina á hverfisgötu, rifu hátalara og brutu og eyðilögðu útidyrahurð.
átti að hleypa öllum inn kannski? hefði kannski líka átt að láta sem ekkert væri þegar fólk réðst að Geir H. Haarde? bara vona hann hefði ekki verið barinn til dauða?
ég tek undir með yfirlögreglustjóra og spyr: hverju er fólk að mótmæla þegar það hendir gangstéttarhellum í lögregluþjóna svo amk 4 fóru á bráðamóttökuna? vill það að lögreglan segi af sér? það væri þessari þjóð mátulegt að lögreglan pakkaði bara saman og færi til kanarí í frí. Litháenskar glæpaklíkur myndu ná ráðum hérna á nótæm, nota alþingishúsið sem bruggverksmiðju og ef einhver myndi mótmæla... eitt skot. piparúði hvað?

svo sér maður í fréttunum flissandi ungt fólk í hettupeysum. FLISSANDI! er fólk í alvörunni að mótmæla vegna þess að það á svo bágt útaf ástandinu eða er það bara geðveikt ánægt að geta loksins gert eitthvað sem það heldur ða skipti máli?

ég eiginlega er orðlaus, en líka æf af reiði. ég vissi að íslendingar væru staðfastir og létu ekki vaða yfir sig endalaust, en að við værum ofbeldishneigð og andstyggileg vissi ég ekki. ég vil ekki tilheyra þessari þjóð eins og hún kemur fram.


Nafnbirtingar lögreglumanna
Sex komu á slysadeild eftir átökin

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

viltu VINSAMLEGAST ekki drulla yfir 98% mótmælenda með þessum hætti ef þér væri sama, vinan!!!!

Nafnlaus sagði...

semsagt okkur sem viljum fara með friði. Þetta lið sem er að henda þarna grjóti og kúk er að langmestu leyti dópistar og vandræðafólk sem notar sér reiði okkar hinna. Svona fólk kemur alls staðar í heiminum upp þar sem eru mótmæli.

Og finnst þér ástandið hérna semsagt bara fínt? Alveg sjálfsagt að Geiri og kó fái bara að sitja í sætunum sínum með fína kaupið sitt eins og þeir þráast við. Hafa ekki einu sinni manndóm í sér til að hreinsa út úr þeim eftirlitsstofnunum sem klikkuðu svona fullkomlega. Gerðu þeir það væru þessi mótmæli ekki í gangi, bílíf mí.

Ég hafði virkilega meiri trú á þér en þetta.

tóta sagði...

Geir og kó? ég held að við séum ÖLL sek í þessu máli, líka þessir "friðsamlegu 98% mótmælenda". Geir og kó eru þó allavega búnir að sitja sveittir frá því hrunið skall á og REYNA að bjarga einhverju. hvernig getur nýtt fólk í ríkisstjórn gengið beint til verks? og hvaða nýja fólk? það er ekki til neitt nýtt fólk. það eru allir í súpunni! ég held ekki það hefði gengið hraðar eða betur fyrir sig. og já mér finnst alltí lagi Geir og kó séu með fínt kaup. þeir bera ábyrgð á þessu landi. ogégveit ekki betur en að við séum ennþá öll með hita og rafmagn, börnin okkar fara í skóla og ef við brjótum á okkur fótinn er gert við hann. og síðast þegar ég fór útí búð var hægt að kaupa bæði mjólk, egg og innflutta skinku. já það er atvinnuleysi en það er líka atvinnuleysi alls staðar annarsstaðar í heiminum. nema þar fær fólk ekki 130þús í atvinnuleysisbætur eða frystingu lána. hver segir að eftirlitsstofnanir hafi klikkað? veit fólk hvað gerðist hérna á síðustu 2 árum? uh, nei. hvernig áttu þá eftirlitsstofnanir að gera það? og myndu eftirlitsstofnanir ganga betur ef öllum þar inni væri mokað út? eigum við kannski að fá Jón Ásgeir, sem ENGINN minnist á, ENGINN hendir eggjum í, sem ENGINN spyr hvar og hvernig hann hafi eitt hundruðum milljóna almannafé, til að vera eftirlitsaðili? auðvitað er soldið grimmt af mér að kenna öllum mótmælendunum um það að henda kúk og pissi en þessi hópur notar heildina sér í hag, "1000 manns mótmæltu í dag" osfrv, á hann svo rétt á því að gera það ekki ef eitthvað kemur uppá... "980 manns mótmæltu í dag, 20 manns voru eiturlyfjaneytendur"?

mér þykir leitt Hildigunnur að þú hafir "misst trú" á mér, en ég missti trúna á íslensku þjóðinni.

ætlaru núna að hætta að heilsa mér í Krónunni? :)

Nafnlaus sagði...

hehe, nei ætli það nú? Getum sjálfsagt verið sammála um að vera ósammála um þetta, en plís, ekki segja að allir mótmælendur séu skríll sem hendir grjóti í löggukalla!

Ég er hundfúl út í Jón Ásgeir og versla ekki í Bónus eða Hagkaup eða 10-11, sko og það var jú hent í hann snjóboltum með steinum inní um daginn og reynt að kveikja í gallerí hundraðogeinum, þannig að það er ekki rétt að enginn tali eða hugsi um hann, né heldur Bjöggana og Ólaf Ólafsson og Bakkabræður og allt þetta pakk, hluti af reiðinni er einmitt sá að stjórnvöld virðast ekki geta gert neitt í að draga þessa gaura til ábyrgðar. Það er þeirra hlutverk. Almenningur getur ekkert gert í þeim nema hætta að versla við þá (sem er reyndar hægara sagt en gert). Þeir eru ekki kjörnir fulltrúar okkar.

Það var hlutverk Seðlabanka og FMA að hafa hemil á útrásarpakkinu, þeir brugðust en sitja enn. Er það eðlilegt? Ekki segja að það hafi ekki verið hægt að sjá þetta fyrir, því það var VÍST HÆGT, ég prívat og persónulega er búin að vera að röfla um hættuna á hruni í meira en tvö ár eða síðan bindiskylda bankanna var lækkuð. Það ætti nefnilega að vera öllum heilvita mönnum augljóst að verðmæti verða ekki til úr engu. Það er ekki hægt að búa til verðmæti með að kaupa og selja bréf sem sífellt minna er inni fyrir. Það er oft sagt að við höfum öll gleypt við þessu og við höfum öll trúað á þetta en það er bara svo langt frá því rétt. Ég þekki mjög marga sem trúðu ekki á útrás og sáu hjómið í því öllu. Bankamaður sem ég ber mikla virðingu fyrir sagði við mig, nokkrum vikum eftir hrunið, já, þetta var rétt hjá ykkur, þið vilduð lækka í músíkinni þegar partíið var að fara úr böndunum.

Ég harðneita að skrifa undir að Geir og þeir beri nokkra ábyrgð, á meðan þeir hreinsa ekki út úr Seðlabanka og FME. þeir eru EKKI að vinna vinnuna sína og eiga EKKI fyrir kaupinu sínu. Þyrfti líka að endurreisa Þjóðhagsstofnun sem Davíð lagði niður í fýlukasti þegar yfirmaður hennar dirfðist - já að krítisera einkavæðingu bankana, ef ég man rétt.

Eins og ég er fúl út í helvítis fíflin sem eru að nota sér mótmæli er ég stolt af þeim hópi mótmælenda sem bjuggu til skjaldborg fyrir framan lögregluþjónaröðina þegar var verið að grýta þá, líka stolt af því að jafnvel hörðustu aðgerðasinnar hvetja til þess að það verði ekki mótmæli á kvöldin um helgar vegna þess að fyllirí og mótmæli eru bara ávísun á vandræði. Það viljum við ekki.

ég er nefnilega stoltari núna af því að vera Íslingur en ég hef verið í fjölda ára. Hefðu mótmælin ekki komið til væri ekki búið að boða til kosninga núna. Glætan!

Nafnlaus sagði...

Tóta, ó hvað ég skil þig vel. Hegðun ýmissa landa vorra undanfarna daga hefur verið afar ámælisverð.
Það er líka rétt hjá þér að við erum flestöll sek. Það var vissulega til einstaka manneskja sem reyndi að vara við þessu, til dæmis Þorvaldur Gylfason. Það er eina fólkið sem ber minni ábyrgð á því hvernig fór. Jafnvel hann og aðrir a hans reiki hefðu kannski getað haft aðeins hærra. Á svoleiðis fólk var hins vegar ekki hlustað. Sama blinda sem háði Alþingi og ráðherrum lagðist yfir íslenska þjóð. Alþingi er þrátt fyrir allt fólk kjörið af okkur. Það er líka hluti af þjóðinni og situr núna í sömu súpu og við hin. Mótmælin hefðu þurft að koma ÁÐUR en allt fór fjandans til.

Og ekki misskilja mig, þeir sem kunna að lesa þetta og vera miklir mótmælendur þessa dagana, ég skil alveg af hverju menn eru að þessu, og auðvitað þarf ýmislegt að breytast. Betra seint en aldrei, og allt það.

En tölum nú aðeins um mig og minn þátt í þessu öllu saman. Ég var hvorki að fylgjast með, enda lítill áhugamaður um peninga, né að gera nokkuð í ástandinu. Mér finnst að ég megi eiga það að ég kaus aldrei Sjálfstæðisflokkinn (en ég tel að frjálshyggjan hafi orðið okkur að falli), og var alla tíð á móti því að lófafylli af ríkum köllum ætti alla peningana. Þetta ástand var samt, að einhverju pínulitlu leyti, mér að kenna. Ég gerði nefnilega ekki neitt til að koma í veg fyrir þetta. Ég skammast mín fyrir það núna.

En að öðru. Mér finnst ljótt að ráðast persónulega á fólk með meiðandi athugasemdum þegar það tjáir réttmætar skoðanir sínar og tilfinningar, sérstaklega á eigin bloggi. Ef maður er ósammála, þá ber manni að kynna sín mótrök og sjónarmið, en ekki koma með persónuárás eða særandi komment. Að ráðast á manneskju, en ekki skoðun hennar eða rök, heitir á tilgerðarlegu heimspekimáli að ræða hlutina "ad hominem". Það er vont, bæði í rökræðum og almennum samskiptum. Góð vísbending um það að maður hafi óvart farið þessa leið er ef maður notar orðið "þú" í hvaða falli sem er í neikvæðu samhengi. Mér finnst því miður að íslenskt þjóðfélag einkennist mjög af slíkum samskiptum þessa dagana. Ætli það sé besta leiðin til að byggja upp þetta margumrædda "Nýja Ísland"?
Væri ekkert hissa ef ég fengi sjálf nokkur vel valin "þú" beint framan í mig ef ég ýti á publish núna. Sjáum til.

tóta sagði...

mér finnst þú sæt :)

Nafnlaus sagði...

Eru Geir og kó búnir að sitja SVEITTIR við að REYNA!!!!! .... þýðir það að sitja sveittur að reyna þegar það er rúmlega mánaða jólafrí og fyrsta mál á dagsrká eftir það er hvort eigi að leyfa léttvínsölu í matvöruverslunum..?
mér finnst líka ömulegt að koma inn á síðu hjá systir minni þar sem hún er að kalla mig skríl og vil ekki koma nálægt mér.... ég nefnilega mótmæli og geri það stolt... en það er ekki þar með sagt að ég hendi kúk og piss í lögguna.... en ég er samt sem áður mótmælandi þannig að þú getur ekki stiplað þetta á ALLA mótmælendur!.... og því miður verðum við sem reynum að mótmæla friðsamlega að taka á okkur þá mótmælendur sem gera svona lagað... en allstaðar eru svartir sauðir og verður maður bara að taka því.. það er eitthvað sem aldrei breitist...

En ég vona samt sem áður að þú heilsir mér í krónunni framvegis :p
your sis
Dagga