fimmtudagur, febrúar 19, 2004


AsnaLegt Skap, skárra en ekkert skap?
úff hvað ég er í aSnalegu skapi. soldið þreytt, samt ekki. leið, samt soldið glöð. löt, en samt í vinnunni... hrædd við framtíðina og ákvarðanir í sambandi við hana, en veit ég samt að hún kemur hvort eð er og það er ekkert sem ég get gert í því. En eins og venjulega þegar ég veit ekki alfeg hvar ég hef sjálfa mig og skapið í mér, þá vil ég fara uppí rúm og undir sæng. kannski einn útvarps-haus disk í græjurnar. samt ekki. þögnin er samt alltaf best. það er að segja ef maður Trúir því að til sé þögn. mig minnir að það hafi verið Stokkhásen (sorry Rikki Tónlistarsögukennari, ég man ekki hvernig maður skrifar þetta, eða hvort það var hann eða einhver annar) sem lét loka sig inni í þvílíkt hljóðeinangruðu herbergi að ekki annað var til í heiminum, en hann heyrði samt 3 hljóð.
andardráttinn sinn
hjartsláttinn
og þytinni í hans eigin taugaboðum.

spes gaur.

Engin ummæli: