þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Burger King opnar í Smáralind
Þá er komið að því! Fyrsti Burger King veitingastaðurinn hér á landi var opnaður í Smáralind gengt Vetrargarðinum kl.12 þann 18. febrúar s.l.
Veitingastaðurinn, sem verður rekinn í tæplega 200 fermetra rými, rýmir um fimmtíu manns í sæti og lögð verður áhersla á hraða og góða afgreiðslu þar sem fimm afgreiðslukassar verða til taks.
Að sögn Ævars Olsen, rekstrarstjóra staðarins, er það mál manna að Buerger King bjóði uppá bestu eldgrilluðu hamborgarana, sem framleiddir eru á alþjóðamarkaði. Til að koma til móts við heilsuæðið, sem gripið hefur um sig í heiminum, hefur veitingakeðjan farið út í það í auknum mæli að þróa heilsurétti, grænmetisborgara og svokallaða heilsuborgara þott þeir verði þo ekki fyrirferðarmiklir á matseðlinum hjá okkur fyrstu vikurnar (þá er hamborgarinn borinn fram án brauðsins, en á disknum verður eingöngu kjötið ásamt káli, tómat, lauk og öðru grænmeti og léttum sósum). “Þetta er það sem viðskiptavinirnir eru farnir að biðja um og þá verðum við auðvitað að fara eftir óskum þeirra” segir Ævar.
arg, hvar var ég í gær? afhverju var ég ekki að fá mér Burger King? jah, það er allavega komið á hreint hvað ég fæ mér í þynnkumat á laugardaginn :D einhver til í að koma memm-mér? (fyrir hina grandalausu, þá er kannski vert að taka það fram að Árshátið Tónlistarskólanna verður haldin á föstudagskvöldið)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli