fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Hvað er hnattvæðing?
>
>
> besta dæmið sem við höfum er Díana prinsessa. Þarna höfum við breska
> prinsessu með egypskum kærasta sem á sænskan gemsa. þau lenda í
> árekstri í frönskum göngum þar sem þau eru í þýskum bíl með
> hollenskum mótor, keyrðum af belgískum bílstjóra sem er fullur af
> skosku viskíi. Þau voru elt af ítölskum paparazzi á japönsku
> mótorhjóli sem tók myndir af þeim með myndavél frá Taiwan fyrir
> tímarit frá Spáni. Sá sem tók á móti henni eftir slysið var
> rússneskur læknir og filippínskur aðstoðarmaður sem notuðust við
> meðul frá Brasilíu.
>
>
> Þessi pistill var þýddur úr ensku yfir á spænsku af manni frá
> Kólumbíu, sendur til vinar frá Venezuela sem sendi hann til nokkurra
> Mexíkana. Þaðan barst hann áfram og var þýddur yfir á íslensku af
> stúlku sem lærði spænsku í Puerto Rico. Og nú er annar Íslendingur
> sem hefur greinilega ekkert betra að gera í vinnunni að lesa
> þetta....
>
>
> Ef þetta er ekki hnattvæðing þá veit ég ekki hvað.....!!

Engin ummæli: