þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, október 17, 2003
klemmd hendi/brostið hjarta
Ásbjörn bróðir minn skellti hurð á hendina á sér í skólanum í gær svo ég varð að fara og ná í hann. þó ég væri búin að segja fólkinu á skrifstofunni í tónó að ég væri veik. ég var reyndar ekkert rosalega veik, þurfti bara að sofa soldið. en allavega. ég uppí skóla að ná í krakkann og finn stofuna sem hann er í eftir ekki mikla leit (mamma var búin að segja mér hvar hún væri) og þá er opin hurðin, 2 gellur að reyna að róa niður einhverja 20 brjálaða strákfábjána (hvað er eiginlega málið með 11 ára stráka?!) og bróðir minn í rólegheitunum að skoða einhverja bók með stelpunum.
síðan sér hann mig nú blessaður og kemur fram og önnur gellan á eftir (það er víst kennarinn hans). fer að tuldra um hvað hann þurfi nú að koma með á morgun í skólann og hvað hann eigi að læra heima og blabla. EKKERT verið að heilsa! ég varð soldið fúl, ég sagði nefnilega "sæl" við hana. en það er greinilegt hvað kennarar eru niðurbeygðir og forhert starfstétt, hún hleypir ekki einum einasta manni nálægt sér, hugsar bara um heimalærdóm og næsta kennsludag. en mér er alfeg sama, fólk á að segja góðan dag við fólk sem segir "sæl". svo var hin kellingin (aðstoðarkennari) bara með störu á mig, eins og ég væri ekkvað frík. ég veit alfeg að ég er kannski ekkert eitthvað mega-norm, er nottla með gleraugu og dökkhærð og svona.... en fyrr má nú vera. þannig að ég er mjög miður mín eftir þessar gífurlegu niðurbrjótandi reynslu og hef lagt hart að mér við að reyna að upphefja fyrri gleði og ró í hjarta.
ég fæ bjór á eftir :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli