föstudagur er fyrir...
...fólk sem er duglegt að fara í leikfimi. eða svona. heh. Benidikt sem vinnur með mér er ða fara að halda upp á 50. afmælið sitt í kvöld og okkur er öllum boðið. svo er mér líka boðið í eitthvað mega homma party hjá vin hans Vignis. geggjað stuð. þannig að ég er vitanlega strax komin í stutt, þröngt og flegið og get varla beðið eftir að kvöldið byrji. reyndar er önnur linsan ekkvað skökk í auganu á mér svo kannski ætti ég að minnka tilhlökkunarstigið aðeins. annars er vikan búin að vera stórskemmtileg, fór í tveggja manna afmælisveislu og skrópaði í 2 undirspilstíma vegna þess að mér finnst svo gott að sofa. svo er ég líka búin að ákveða að kaupa mér nýjan síma. einhverjar tillögur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli