þriðjudagur, nóvember 25, 2003

hvar er húfan mín?
ég er komin í aðeins betra skap núna, enda búin að troða oní mig næstum heilum kexpakka af hólmblest uppá kaffistofu. mér finnst hólmblest hinsvegar ekkert sérlega gott, svo kannski að fýlan rifji sig upp áður en langt um líður.
en það sem er aðallega að angra mig núna, er það að ég er (að öllum líkindum) búin að týna húfunni minni. og nú er ég ekki að vitna í frægan glæpamannaslagara, heldur er hér helber sannleikur á ferð. húfan er grá og blá og var eitt sinni í eigu minnar elskulegrar systur, hún er líka með gráum lafandi eyrum og fléttuðum snúrum hangandi neðan úr þeim. húfan þeas, ekki systir mín (hoho). þetta er einkar kvimleitt núna þegar ég þarf að fara út í mikið frost og sé einnig fram á að þurfa að labba þónokkurn spöl, æj mig auma. stundum vildi maður bara óska þess að geta tekið undirhökuna sína og troðið henni uppí eyrun á sér....
*andvarp*

Engin ummæli: