þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, október 22, 2003
fimm mínútur í fjögur.
ef ég væri viðskipta-ofur-brain myndi ég búa til heimsendingarþjónustu sem héti "fimm mínútur í fjögur". hún myndi virka þannig að fólk sem væri orðið þreytt og pirrað í vinnunni gæti hringt eða sent sms eða email í þjónustuna (símanúmerið myndi þá líklegast vera 999-15:55 eða ekkvað svoleiðis) og þá myndi einhver koma (að vörmu spori auðvitað) og keyra mann heim. ásamt manninum sem myndi keyra mann heim, myndi koma með kall/kona sem væri snilllngur í að dulbúa sig og tæki við vinnunni manns í þennan hræðilega klukkutíma sem á sér stað milli fjögur og fimm.
oh hvað ég hefði átt að fara út í bissness í staðinn fyrir þessa butt leiðinlegu tónlist... oh well.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli