miðvikudagur, október 22, 2003

útúr skápnum.
það hlaut að koma að því. að ég, lafði tótfríður harðdal af tótutröð, gerði hreint útúr dyrunum mínum í þeim fötum sem ég var klædd í. það þýðir ekki lengur ða stinga hausnum undir rósarunnann, ég verð að vera sanngjörn og heiðarleg gangvart sjálfri mér, umhverfi mínu og samfélagi. ég veit svossem að fjölskylda mín á eftir að fá töluvert sjokk, þótt að þau hafi nottla vitað þetta manna lengst og jafnvel tekið eftir ákveðnum einkennum, en þau elska mig eins og ég er og ég veit þau munu styðja mig til fulls. svo hér er það folks...

ég þarf að sofa 10 tíma á nóttu.


áður fyrr þurfti ég bara sjö eða átta. nú þarf ég tíu. mér finnst þetta leiðinlegt og veit að þetta mun hafa varanlega áhrif á líf mitt í framtíðinni, en ég get ekki lengur haldið áfram þessum hildarleik og gert öðru fólki upp grillivonir um að ég geti vaknað upp fyrir allar aldir.
pís

Engin ummæli: