mánudagur, nóvember 10, 2003

óliver kentish kominn í plast

og ég er komin í vinnuna, galvösk (HVAÐ er málið með það orð? tek það í sundur seinna...) en er svo að segja meðvitundarlaus af þreytu.
ef einhverjum dettur í hug á næstunni að skreppa í skálholt og taka upp jah..... svona eins og "nokkur" kórverk, endilega ekki taka mig með. eða jújú, þetta var bara gaman, en ómægod hvað maður verður óhugnanlega þreyttur, pirraður og "vonerabúl" seint á sunnudagskvöldum eftir svona langa helgi. tók mig til og grenjaði oní koddann minn allar þær 30 sekúntur sem tók mig að sofna. mjög hressandi, svo ekki sé meira sagt. það skrýtna er samt að núna rúmum 8 tímum síðar, man ég hreinlega ekki hvað það var sem grætti mig svona hryllilega.
smart.
reyndar fór ég nú á matrix -revelutions eða hvað það nú heitir með eiginmönnunum mínum Hirti og Vigni. ótrúleg skemmtun, svo ekki sé meira sagt. sum atriðin kannski soldið mikið, fólk að horfast í augu og segja einhverja voðalega alvarlega hluti (ég ætlaði að koma með dæmi, en man ekkert), nokkrir drepast og sumir fá tár í augun af gleði. þetta er allt saman ágætt, jájájá. ég er reyndar ekki aaaaaaaalfeg með á nótunum hvernig þetta virkar alt saman, matrix og "the one" og véfréttin og hvað þetta nú allt saman heitir. svo fer það líka soldið í taugarnar á mér ennþá aðalgellan trinití þurfi alltaf að vera í löðrandi blautu leðurdressi. geta þau ekki verið í venjulegum fötum, svona þó þau "viti sannleikann". enívei. keanu sýnir ótrúlega leikhæfileika og hreinlega sleppir því algjörlega að þykjast reyna að brosa, eins gott. svo kemur til sögunnar einn nýr karakter sem er geðveikt lessuleg og ekkert smá nett gella, er svo að segja næstum því alfeg búin að bjarga alheiminum (þær kunna þetta lessurnar) en þá er hún drepin. ömurlegt.
ég var búin að sjá fyrir mér ljósbláa auka matrix mynd , þar sem neo og trinití kynna sér undraveröld þriggja manna kynlífs...
hmmm... ég ætti kannski að fara að fá mér kaffi. þetta er orðin algjör steypa :p

Engin ummæli: