mánudagur, nóvember 10, 2003

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember
klukkan 20.00 í Kristskirkju, Landakoti
Aðgangseyrir er 1500 kr en 500
fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Á efnisskrá eru verk eftir Óliver Kentish. Óliver var staðartónskáld í
Skálholti síðastliðið sumar og Hljómeyki flutti þá þessi sömu verk.
Tónleikarnir fengu afskaplega góða dóma, til dæmis segir Jónas Sen í DV:

(um Beatus Vir)..."Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var
söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að
Bernharður hefur gefið sér góðan tíma til að móta túlkunina

(um Veni Sancto Spiritus) ... Það var svo magnað að maður gjörsamlega
gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði
tónleikanna...

Rúsínan í pylsuendanum var Jubilate Deo ... en þar er mikið klukknaspil auk
glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá."

Ríkharður Örn Pálsson segir m.a. í Morgunblaðinu:

"Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) "Veni sancte spiritus"
undir yfirbragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari
í sjöskiptri takttegund með innskotsítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og
A-köflum í rondói. Hér fór líklega sterkasta tónverk safnsins og víða
innblásið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á "O lux beatissima", og
skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður
upplifun manns í hæðir.

Var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn
Bernharðs Wilkinson."

Engin ummæli: