5 ástæður ofvirkni
ég er ofvirk akkúrat núna, langar helst til að hoppa upp á kaffistofu og gera skandal, eða þá hlaupa hringinn í kringum húsið eða þá fá mér ofsalega mikið nammi en maður er vandur að virðingu sinni svo ég held í mér. en þetta athyglisverða aktífitet í mér þessa stundina þýðir annað hvort þrennt eða fernt....
1) rúsínubollan sem ég keypti mér í bakaríinu F i r ð i hafnarfirði kl. 12:40 er að kikka inn. rúsínurnar þar eru nottla geggjaðar.
2) það var svo gaman í víólutíma að heilanum í mér finnst ennþá gaman þó að ég sé löngu farin út.
3) hormónar.
4) ég er spennt fyrir tónleikana í kvöld
5) ég á eftir að verða mjög þreytt eftir smá stund.
þetta voru nú reyndar fimm atriði, en þar sem það fimmta er asnalegt og eiginlega afleiðing frekar en orsök tel ég hana ekki með. jamenn ineste
Engin ummæli:
Skrifa ummæli