þriðjudagur, desember 16, 2003

Fréttatilkynning um Hljómeykis tónleikana á fimmtudaginn!
þar sem ég er nú hvort sem er búin að senda öllum þessa fréttatilkynningu ætla ég að setja þessa hér og leiðrétta hana og snúa útúr af því að ég er svo mikið kvikyndi. hmoooooaaaah hohoho!

Hinir árlegu (sem er nú reyndar ekki satt, vegna þess að það voru ekki svona í fyrra) jólatónleikar Hljómeykis verða fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00 í Fríkikjunni í Reykjavík. Á efnisskráeru m.a. verkið Come, My Light eftir Imant Raminsh, (sem flensborgarkórinn söng með sjöhundrað og milljón öðrum krökkum á kóramóti í kanada sælla minninga sumarið 2000) jólalög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. en þær eru einmitt allar nema Bára í hljómeyki. uh.... Þá verða flutt jólalög í útsetningu Róberts A. Ottósonar og Jóns Nordal auk þess sem flutt verða hefðbundin jólalög. mjög hefðbundin.

Sérstakir gestir á jólatónleikunum verða Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth en Hljómeyki syngur í tveimur lögum á nýjum diski þeirra "Ljósin heima" og verða þau flutt á tónleikunum. verkin. páll og monika munu að öllum líkindum sjá um að flytja sig sjálf.

Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson.

Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn/námsmenn, elli- og örorkulífeyrisþega.

Engin ummæli: