þriðjudagur, desember 09, 2003

Há.
í söngtímanum mínum í morgun, komst Dr. tóta að mjög skemmtilegum hlut, (dr. tóta er semsagt söngkennarinn minn, ég er ekki doktor, þó mörgum gæti dottið það í hug vegna þess hve ég er vel að mér í flestum hlutum) en það er að ég kann ekki að segja "hér". eða jú, ég kann það, nema það að ég segi "hér" öðruvísi en aðrir og þ.a.l. ekki rétt. mitt "hér" er myndað aftan í hálsi, en annarra manna "hér" er búið til fremst í gómnum hjá tönnunum eða þar.
mjög átakanlegt allt saman, nema hvað að ég var hér í rólegheitunum í vinnunni að pæla rækilega í "hér-um" fólks. svo ég spyr Jón, sessunaut minn til margra ára:

t: jón hvar myndar þú "hér"?
j: ha?
t: orðið "hér", hvar gerir þú það?
j: ertu rugluð?
t: nei, skiluru ekki? ég geri sko "hér" aftan í koki, hvar gerir þú það?
j: (ranghvolfir í sér augunum) "hér" (bendir á hálsinn á sér)
t: oooh nei! með tungunni! hvar ertu með hana þegar þú segir "hér"?
j: ég nota ekki tunguna þegar ég segi "hér"

þannig að það er greinilega bara ekki ég sem á í erfiðleikum með títtumtalað "hér".
ja hérna hér

Engin ummæli: