gamlar myndir
ég kláraði Guð Hins Smáa í dag meðan ég var í strætó. hvað á ég að lesa næst? einhverjar tillögur?
(nei þórunn guðmundsdóttir, ég ætla ekki að lesa "ítalskur framburður fyrir byrjendur")
en ég mæli eindregið með þessari bók, hún er flott, sniðug, sorgleg og soldið öðruvísi en allt sem (allaveganna ég) hef lesið. segir frá tvemur litlum tvíburum, þeas, einni stelpu og einum strák sem eru tvíburar (hvernig í fokk á maður að segja þetta?!) og atburðarrás sem verður til þess að þeim er tvístrað í sundur. mjög átakanlegt allt saman. gerist á indlandi og allar staðarlýsingar og lýsingar á umhverfi þar af leiðandi mjög svo framandi fyrir hinn lopapeysuklædda íslending.
3 kransakökur af 5, hiklaust.
svo var ég að fá filmur úr framköllun, sem er nottla ekki það mikið mál, nema hvað þær eru alla leiðina frá Englandi! híhíhí :) þarna má sjá danmörk 2002, þýskaland 2002 og sveimér þá ef ekki bara sviss 2002 líka! snild og ekkert nema.
svo eru þarna hressar myndir frá því ég fór til Rómar 2001 og jólin 2002 í góðum gír, þar með talið allar myndirnar tvær sem ég tók þegar ég heimsótti eyfa í london fyrir rúmu ári. jeremías.
nú fer maður að taka sig á í þessu framköllunar rugli. það þýðir ekkert að vera að draga þetta svona á langinn. úff mar. svo var eitt soldið fyndið (eða svona þannig) að það voru allavega 2 filmur þarna sem ég var BÚIN að framkalla áður! hvað er eiginlega málið?
ég hef greinilega verið þeim mun meira drukkin þegar ég sendi litla tenór skinnið til útlanda með filmur fyrir tótu sína. en oh well... þetta verða bara góðar og gildar jólagjafir í staðinn. hver vill ekki fá 2 ára gamla mynd af sér undir jólatréið? hohoho!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli