föstudagur, október 31, 2003

mér líður svo illa í hjartanu. það er eins og það sé vöðvi (ok ég VEIT það er vöðvi, ég var ekki að meina það hjarta) sem ég hafi ofkeyrt hræðilega þannig að ég sé með viðbjóðslega miklar harðsperrur svo ég meiði mig hryllilega mikið í hverju einasta skrefi sem ég tek.
af hverju er svona erfitt að lifa?
af hverju er allt sem ég geri svona ömurlegt og asnalegt og hvers vegna get ég ekki orðað tilfinningar mínar nógu vel til að koma þeim einhvert lengst í burtu? afhverju þurfa þær að trampa oná mér eins og ég sé einhver helvítis vínberjauppskera?
ég hélt mér myndi líða betur ef ég fengi mér kaffi og súkkulaði, en mér líður bara ver. langar helst til fara bara heim og faðma köttinn minn...
mu.

?ním nitsá ,utrub í tgnal anovs utre ujrevh fa

Engin ummæli: