fimmtudagur, desember 11, 2003

núna á eftir er ég að fara að spila á tónleikum niðrí tónlistarskóla hafnarfjarðar. allir að mæta, aldrei að vita nema það verði fjör og gaman. er að spila Bach dobbúlkonsert fyrir 2 fiðlur, 3 kafla með Eydísi og Huld, Fríðu og Valgerði (og kannski Sóleyju?), síðan Bach dúett með henni Sigrúnu sem var svo ljúf að leyfa mér að heyra Brasílískan djass núna í morgun. ekkert smá kúl! EN svo heyrði ég útundan mér að Gunni og Helgi væru með leynigest uppi í erminni (oj), sem myndi að öllum líkindum taka nokkur vel valin lög, fólki til skemmtunar og fróðleiks.
það skyldi þó ekki vera illi Tvíburabróðir Helga, mr. Hasselhoff?
éger nú reyndar að ljúga því, ég fann bara þessa mynd á netinu og fannst ég verða að tengja hana við mitt daglega líf, svona affþvíbara. im sick.
hvað er annars málið með peysuna?




Engin ummæli: