þriðjudagur, mars 30, 2004

Alien Scum
ég er orðin húkkt (asnalega íslenskað útlenskt orð sem þýðir "að verða háður") á tölvuleik í símanum mínum sem heitir Alien Scum. hversu mikið nörd getur maður verið? um helgina stóð ég mig meira að segja að því að koma heim til mín þegar ég vissi að enginn var heima, hita mér gott kaffi, setjast niður í sófann með toblerón úr fríhöfninni og símann minn og vera í fokkin Alien Scum í næstum því klukkutíma.
maður á ekki að segja frá svona...
dóh!

mánudagur, mars 29, 2004

jahérna hér!
ég geri mér grein fyrir að ég er tiltölulega aftarlega á merinni (það er svo skelfileg lykt þar, að maður getur ekki annað) en núna rétt í þessu var ég að hlusta í fyrsta skipti á Eurovisjón lag íslands. gott ef að ég horfði ekki bara á myndbandið líka. jónsi kallinn...
djöfulsins krapp! afhverju sendum við bara ekki upptrektan geltandi hund sem getur hoppað knollhnís aftur á bak? ég myndi kjósa það.
myndbandið var samt engu að síður stórkostlegt, það er alltaf aðdáunarvert þegar hægt er að auglýsa fleiri en fimmhundruð hluti á aðeins þremur mínútum.
fyrir þá áhugasömu, þá er hægt að sjá og heyra djonní bój júróvisjón myndbandið hérna...
Fjármálaráðuneytið sendir umsókn frá Krohn heiðursmerkjasmið um að mega selja heiðursmekri sem hann hafi smíðað handa íselnskum manni sem var andaður þegar til átti að taka. Hinn 9. júní 1869. Með fylgir uppkast.

vá. ég vil verða heiðursmerkjasmiður þegar ég er orðin stór.
hvað er að þögn?
nei, ég ætla ekki að halda GunnarsKvarans ræðu um þögnina, en ég get bara ekki orða bundist eftir mjög athyglisverða stund á kaffistofu þjóðskjalasafnsins hér í morgun.
ég kem inn með skyr og banana (hollur og góður morgunmatur er grunnur að gleðilegum degi...) og inni situr maðurinn með hvítu augun. köllum hann Á. af því að hann heitir árni. hann þegir. ég segi góðan daginn og hann muldrar eitthvað. svo sest ég niður í rólegheitunum niður og borða holla morgunmatinn minn. þá kemur Lilja inn, köllum hana L.
ég: góðan daginn lilja
L: góðan daginn
Á: (muldur)
svo fer hún að smyrja sér brauð og við þegjum. allt bara í rólegheitunum. svo lítur Á upp og segir "hva! það er aldeilis þið blaðrið út í eitt!" þetta átti að vera svona kaldhæðið grín, þar sem við vorum ekkert búin að segja. lilja hlær svona fyrir kurteisissakir en ég set upp hneykslisvipinn og segi "jah, ekki ert þú að segja neitt!". þá muldrar hann bara eitthvað og fer að skoða pappírinn sinn. svo koma nú inn fullt af fólki, Eiríkur vinsæli og Logi kleinukall, meira að segja Fljóti-Jón kemur hlaupandi og fær sér kaffi. fólk segir góðan dag og muldrar eitthvað samhengislaust. þá kemur inn hinn ótrúlega fyndni Baldur og snarstoppar í dyrunum með leikrænum tilburðum, galopnar augun (eins og hann sé geðveikt hissa) og segir "vó! hér eru FIMM manns og bara þögn!"
þá lyfti ég nú annari augabrúninni í vanþóknun og stóð upp, fór aftur niður á skrifstofuna mína þar sem Jón pottaplanta þegir alla daga og öllum er alfeg sama.
hvað er þetta með þögnina? finnst fólki hún eitthvað leiðinleg? óþægileg? asnaleg? Þarf maður endilega alltaf að vera að tala? er það einhver mælikvarði á samskipti fólks hvort það tali eða ekki? afhverju á maður að vera að tala ef maður hefur ekkert að segja? hverjum datt í hug að gera það að einhverjum kurteisis sið að blaðra út í eitt bara svona afþví bara?

föstudagur, mars 26, 2004

góð redding

A girl asked a guy if he thought she was pretty, he said..no.
She asked him if he would want to be with her forever.. and he said no.
She then asked him if she were to leave would he cry? and once again he
replied with a no.
She had heard enough. As she walked away, tears streaming down her face
the boy grabbed her arm and said... Your not pretty, your beautiful, i
dont want to be with you forever, i NEED to be with you forever, and i
wouldnt cry if you walked away... I'd die...
tralla la
hádegið búið. veit ekki alfeg hvort það sé gott eða vont. auðvitað er gaman að taka sér smá pásu, en það er líka alltaf soldið erfitt að sitja með hellingi af svo Gubb-kláru fólki að maður veit ekki helminginn af tímanum um hvða það er að tala. ég næ ekki einu sinni að staðsetja hvaða öld um ræðir. svona stundum. svo er líka stundum geðveikt gaman og maður flissar og hlær eins og smástelpa. töff.
talandi um smástelpur, þá verð ég bara að spyrja mig sjálfa hvað í almáttugsbænum er eiginlega í gangi með veðrið á þessu annars huggulega landi? nú er rétt svo búin að ganga yfir brjálaður élstormur með tilheyrandi hagli og vindkviðum. rétt fyrir hádegi skein sólin einsog hún væri á yfirvinnukaupi, en í morgun var aftur á móti rigningardemba sem virtist sérstaklega bæta í þær 4 til 5 sekúndur sem tekur mig að labba frá bílnum hans jóns og inn um dyrnar á Þjóðskjalasafni Íslands. ég skil nú samt aumingja ísland mjög vel, er sjálf í þvílíkum rússibana með tilfinningarnar að annað eins hefur varla upp komið í langan tíma. eftir að hafa verið grenjandi síðustu tvo daga, byrjaði ég morguninn á því að sparka í stólinn minn og blóta og urra yfir því hvað hann væri asnalegur og óþægilegur. eftir að hafa fengið hláturskast yfir vitleysunni í Unni samstarfskonu minni og hjónabandserfiðleikum Sigríðar (sem var einusinni að vinna hérna, en er núna búsett í noregi) var ég hins vegar búin að steingleyma stólnum og fór að horfa dreymin útum gluggann, hugsandi um sætastrákinn minn.
nú bíð ég bara spennt eftir að fá hræðslukast í strætó og missa mig í spenningi yfir hver verði næsta frú Bachelor. djöfulsins hressleiki er þetta! svo auglýsi ég hér með eftir fólki til að leika/syngja/stynja/öskra með í söngleik sem ég ætla að semja um Sameinaða gufuskipafélagið sem sendi ferðaáætlun póstskipsins íslensku stjórnardeildarinnar árið 1869 (já ég er orðin þreytt á að slá inn). og ungfrú doktor, þú Mátt stela hugmyndinni. ekki að þú myndir spyrja hvort sem er, hehe ;)
Men are like:

........ Parking Spots ........
All the good ones are taken, the rest are handicapped.

........ Blenders ......
You need One, but you're not quite sure why.

........ Chocolate Bars ....
Sweet, smooth, & they usually head right for your hips.

það voru nú fleiri líkingar, en þær voru bara svo hrottalega hallærislegar að ég tók þær. en allavega.... haha!


fimmtudagur, mars 25, 2004


varð bara að setja inn þessa flottustu mynd alnetsins! og nema hvað, er hún ekki af sætustu og bestu systur í heimi :) *knús*



ég kláraði meistarann og margarítu um daginn og hún var nú bara ágæt blessunin, jájá. þökkum Finnboga kærlega fyrir lánið. vei vei. hrottalega súr bók og stundum veit maður ekkert hvað er að gerast í henni. en samt ferlega fyndin á köflum, sérstaklega kötturinn sem mig minnier að heiti Behemot. en svo var ég líka að lesa bók sem heitir Paradísareplin og er eftir Martin A. Hansen. ég keypti hana á bókamarkaðinum í perlunni af því að mér fannst koverið svo flott. éger svo ógeðslega hégómagjörn. en svo kom í ljós að höfundurinn er bara algjör snilli. hann er allavega eitt af aðalnúmerum dönsku bókmenntanna og þetta var alfeg brilljant bók, mæli með því. eða henni þeas. sem minnir mig á Björn sem var bókasafnsvörður í Öldutúnsskóla (palli dú jú remember?) og hann setti einu sinni upp svona grind með fullt af bókum og skrifaði á skilti efst "Björn mælir með þessum bókum". mér fannst það klikkaðislega fyndið og var alltaf að spurja hvort hann ætti nokkuð millimetrabók til að lána mér, eða hvort að hektametersbækurnar væru allar í útláni. jájájá, mjög fyndið hjá hinni ungu fröken Löve.
annars er líðanin hrottaleg, finnst eins og ég sé stödd lengst upp í turni sem er byggður úr sykurmolum og það sé skyndilega byrjað að rigna. turninn sé að leysast upp smátt og smátt og það sé ekkert sem ég get gert.
ég tók mynd af hendinni á mér áðan. það var soldið fyndið.

sunnudagur, mars 21, 2004

Keep Him :-)
This guy's got marriage on the brain - and should propose soon…
That is, if you play your cards right. Keep doing what you're doing. Marriage material guy doesn't like drama - or hot today, cold tomorrow relationships. So keep it flowing peacefully, and you'll capture his heart.

Is He Marriage Material?
Take This Quiz :-)



allt er nu a tessu helv neti. :@
haldidi bara ekki ad tota litla se komin til london i holuna hans eyfa sins. jah nu skin solin :) :) :)

fimmtudagur, mars 18, 2004

leiðinlegur dagur dauðans
ég er eins og stendur stödd niður í tónlistarskóla og er í enn eitt skiptið dottin oní "erbarme dich" aríuna eftir Bach. hvað var maðurinn eiginlega að spá í að semja svona hrottalegt verk? í hvert skipti sem litli andstyggilegi sjálfsvorkunarpúkinn kemst upp á hægri öxlina þá er feita mezzosópransöngkonan í hvíta lakinu (tókanu?) umsvifalaust komin á þá hægri og byrjuð að gaula "erbarme dich". merkilegt alfeg hreint. ég veit ekki hvar hún geymir strengjasveitina... kannski er hún með walkmann undir öðrum handleggnum. það er nú samt ekki mjög virðulegt.
annars er dagurinn búinn að vera ömurlegur, vaknaði klukkan fimm þegar minn ástkæri ylhýri Jón Viðar varð að "læðast" um íbúðina á svo einstaklega hljóðlegum nótum að ég held að allur vesturbærinn hljóti að hafa vaknað. alfeg merkilegt hvað hægt er að rekast utaní marga frístandandi hluti þegar einhver er sofandi rétt hjá... en þrátt fyrir brambölt dauðans, fór hann síðan út á flugvöll með 4 öðrum skjalavarðamönnum á einhvert skítadraslsnámskeið og flaug frá mér til Kaupmannahafnar. :( og það sem gerði og gerir þessa ferð hræðilega er að við lentum í fáránlegu rifrildi kvöldið áður sem endaði auðvitað með því að ég grenjaði úr mér lungu og lifur. þar af leiðandi var ég eins og illa afturgenginn útburður í undirspilstímanum hjá SM um hádegisbilið. herra hamar fannst ég vera það illilega á mig komin að hann ákvað að hætta þegar tíminn var hálfnaður og spurði mig hvort ég hefði verið á fylleríi. hann er svo mikið krútt.
ég fór heim og fékk mér jólaköku og mjólk, hellti nottla fyrst niður heilu mjólkurglasi áður (yfir allan póstinn og blöðin) og lagðist upp í rúm. svo svaf tóta litla bara í rólegheitunum þangað til mæðgurnar lovísa og bryngerður ruddust inní íbúðina með þvílíkum tilburðum að táatiplið hans Jóns varð í að hjómi einu í samanburði. svo tók við heljarinnar fiskimatarboð og ég hitti "long lost" frænkur og frændur. sá meira að segja einn frænda minn í fyrsta skiptið augliti til auglits og náðum við ótrúlega vel saman, þrátt fyrir tuttugu og þriggja ára aldursmun.
svo rölti ég seint og um síður hingað þar sem ég er komin, en ég verð þó að viðurkenna að lítið hefur orðið úr verki.
en allavega, nú töltir hún tótfríður heim til sín og skrifar bréf til Tinnu sinnar :) svo er mezzo sópransöngkonan mín á vinsti öxlinni orðin töluvert þreytt.
*knús*

þriðjudagur, mars 16, 2004

nú er klukkan korter í fimm og víólan mín er ekki ennþá búin að hringja. úff. ég fer bráðum að gráta af angist!
áðan var samt skemmtilegt, því að Þórunn Guðmundsdóttir (ein af þremur) kom og gaf mér 2 pör af sokkum. hún er svo næs.
ó mig auma!!!
mín ástkæra ylhýra og umfram allt mjög huggulega víóla er þessa stundina stödd í ábyrgum og alúðlegum höndum Jóns Marínós fiðlusmiðs. ég treysti honum vitaskuld fullkomnlega fyrir minni kærustu eign, en ég verð að viðurkenna að ég er engu að síður mjög miður mín að hafa hana ekki hjá mér. svo sit ég bara og Stari á símann minn. ég get ekki beðið eftir að hringingunni sem leysir mig undan oki þjóðskjalasafnsins og leysir mig inn í hinn fagra heim með nýjum hárum á boganum mínum.
*andvarp*
en talandi um Jón Marínó... ég sló honum inn á Google.com til að sjá hvort hann væri með heimasíðu. úbb úbb úbb!
ef einhver segir við mig í dag "æj, þú geymir þetta bara bak við eyrað" þá verð ég brjáluð!
en það er vegna þess að ég er með svo hlussustóra og ljóta bólu bak við eyrað að það stendur beint út í loftið og ég er búin að vera að reka það utan í hluti í allan morgun.
helvítis bólur :@

illt í maganum :(ég fékk mér þykkmjólk með kornum og ferskjum í morgunmat og gamla flatköku með ógeðslegum osti. reyndar henti ég flatkökunni um leið og ég fann hvað það var vont bragð af ostinum. en hvað sem því líður þá er ég núna að drepast úr magapínu og er eiginlega soldið flökurt líka. brjáluð stemming, svo ég segi nú ekki meir.
æfði mig eiginlega ekkert í gær, fór bara út að skokka og svona, maður er svo brjálaður þessa daganna, en núna er með massa-samviskubit dauðans og sjálfsvorkunar-niðurrifspúkinn hangir yfir mér eins og rottan á hjarðarhaganum sem við Jón sáum um helgina.
hún hékk nú reyndar ekki, rottan sko... stóð bara út á götu og var í rólegheitum að éta grjót. merkilegar þessar rottur, þær eru ekkvað svo ógeðslegar, samt eru þetta bara nagdýr. oftast finnast manni nagdýr vera sæt og dúlluleg. samanber hamsturinn sem ég átti og hét Dúlli (já ég veit). en af hverju hún var að éta grjót veit ég hins vegar ekki. ég myndi nú halda að dýr yfirleitt borðuðu ekki grjót. kannski hefur hún fengið magapínu eftir á eins og ég er með núna... hvað veit maður?

mánudagur, mars 15, 2004



fyrir ykkur ólánsömu sem ekki hafa séð hann elsku Jón minn persónulega er hér góð og hugguleg mynd.
mússí mússí
ég held að það sé eitthvað að gerast hér í beinni útsendingu.
Í BEINNI ÚTSENDINGU KRAKKAR MÍNIR!
fyrir þá sem fýla harry potter þá er þetta soldið fyndið. mér fannst það allavega.
en jæjajæja, nú ætla ég að hringja í Jón Marínó. ÞÓ að ég sé símafælinn og ÞÓ að hann hafi verið á S.Á. tónleikunum í gær. aumingja maðurinn.

morgunfýla tótunnar
frá því ég man eftir mér (sem er nú reyndar ekki nema nokkrir mánuðir aftur í tímann, hitt eru allt sögur sem fólk segir mér) hef ég verið morgunfúl. mjööög morgunfúl. það er nú oftast út af mjög skiljanlegum hlutum. einhver segir "góðan daginn" mjög glaðlega og kannski brosir (hrollur) eða þá að vekjaraklukkan hringir svo leiðinlegum tóni, ég heyri lag í útvarpinu á leiðinni í vinnuna sem mér líkar ekki, eða bílstjórinn keyrir á einhvern hátt óásættanlega. tala nú ekki um ef að það er kalt úti, þá verð ég mjög fúl. og ef það er vond lykt af fólkinu í strætó, sem er nú yfirleitt. oft er ég morgunfúl langt fram undir hádegi og stundum stend ég sjálfa mig að því að Reyna til hins ýtrasta að viðhalda fýlunni eins lengi og ég get. þetta er mjög ósanngjarnt og yfirleitt fæ ég samviskubit svona um 3 leytið. einstaka sinnum tekst mér þó að updeita fýluna það vel í hádeginu (fólk heldur áfram að segja við mig góðan daginn og vera glaðlynt og skemmtilegt) að ég er fúl allan daginn. einstakt athæfi, jáhá.
núna er nokkuð að bræða af mér, en það er líka búið að gera nokkrar árangurslausar tilraunir til að kæta mig, ég fékk mér kaffi og sódavatn og stal banana. einn ónefndur söng meira að segja fyrir mig baðvísuna úr dýrunum í hálsaskógi ("að baða lítinn bangsmann, er lítið verk sem mamma kann"). þannig að það er aldrei að vita... það kannski rætist úr þessu eftir allt saman.
þetta er fréttasíða sem vert er að fylgjast með á næstunni. jeminn hvað ég var að fá góða hugmynd þarna... pæliði í að halda úti svona fréttavef sem segir bara frá fréttum sem allir vilja heyra? snild snild snild.
ég sé fyrirsagnirnar fyrir mér ljóslifandi

"allir ríkisstarfsmenn fá launalaust leyfi fyrir hádegi. Alltaf!"
"nýjasta tíska er að vera Feitur"
"öll tónlist gjaldfrjáls frá og með 15. mars. tónlistar menn fá þó allir þau laun sem þeir telja sig eiga skilin OG síðasta skóflustungan af tónlistarhúsinu verður tekin siðar í vikunni."
"rut reginalds í fjölmiðlabanni"
"upptekið fólk getur hér með sótt um 36 tíma sólarhring, án þess að borga aukagjald"
"allar flugferðir iceland-air verða ókeypis héðan í frá"
Maður labbaði framhjá 17 ljóskum sem stóðu fyrir utan Sjallann og
spurði..."hvað eruð þið eiginlega að gera hérna fyrir utan ??"

"Tja"...svaraði ein, "við verðum að vera 18 til að komast inn".

sunnudagur, mars 14, 2004

ég var áðan að spila á tónleikum og hún elsku svafa mín var barasta veik! hugsið ykkur. en það þýðir að ég er ekki að fara á æfingu kl. 9 í fyrramálið með áðurnefndri ofurskutlu. mér finnst það nú soldið leiðinlegt, svona til að segja það satt. annars gengu nú tónleikarnir furðulega vel meðað við ýmislegt. ég bíð samt í offvæni eftir að Jónas Sen rakki þá í spað. vegna þess að í sannleika sagt þá gengu þeir ekkert svo vel. hohoho. djöfull er ég mikil belja. o well... einhver verður að vera það.
Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationPresident
Yearly income$545,822
Hours per week you work33
EducationCollege graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, mars 12, 2004

ási bróðir minn er skemmtilegasti strákur í heimi. en hann er samt geggjað mikil gelgja.
kysskyss
þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í allan dag. og þó er ég búin að vera vakandi frá því kl. 8...


þetta er komment dagsins á BRILLJANTÍN síðunni hans Palla míns Einars:

"dress slutty and shut up, that´s my motto". (Rosario í will og grace)

þvílík snild. ég bara Varð að stela þessu. takk darlings.
sumir halda því fram að ég geri ekki neitt í vinnunni, hangi bara á netinu og blogga. þetta er alls ekki rétt. hér er mynd því til staðfestingar


þarna má sjá (í smásjá, hoho) mig við hillu þar sem íslenska stjórnardeildin er geymd í, ein af Þremur. reyndar er myndavélin mín mjög lítil svo hvorki sést í botn hillunnar né topp, svo þið getið alfeg eins haldið að hún sé risastór! sem hún er!
en í hverri svona hillu eru fullt af svona gulum ljótum öskum og í hverri öskju eru svona 30 til 40 arkir, og á hverjari örk er texti, mislangur þó, en þetta allt hef ég slegið inn. og næstum því án þess að kvarta!
ég keypti mér kex í nóatúni af því að það eru íslenskir dagar. og af því að mig langaði í það. svo át ég gegðt margar og er núna illt í maganum. svo eru geggjað hot verkamenn að setja upp ekkvað ljós fyrir utan klósettið frammi þannig ða ég þori ekki að fara fram og skíta. :( djöfull á ég ógeðslega bágt!
þetta er mjög dramatísk aría. vinsamlegast grátið núna, takk.

Voi lo sapete, o mamma,
Prima d'andar soldato,
Turiddu aveva a Lola
Eterna fè giurato.
Tornò, la seppe sposa;
E con un nuovo amore
Volle spegner la fiamma
Che gli bruciava il core:
M'amò, l'amai.
Quell'invidia d'ogni delizia mia,
Del suo sposo dimentica,
Arse di gelosia...
Me l'ha rapito...
Priva dell'onor mio rimango:
Lola e Turiddu s'amano,
Io piango, io piango!

ef þið viljið endilega vita söguþráðinn þá er hann hér. en svona "shorversionin" er eftirfarandi:
A verður skotinn í B, þá verður B skotin í C, svo að A verður skotin D.
þá verður B öfundsjúk og reyndir við A, en þá verður D brjáluð og segir C, svo að C drepur A. inn í þetta flækjast svo mömmur þeirra A og D. og svo einhver kirkja. en heart-break-erinn er að áður en A deyr þá biður hann mömmu sína að passa upp á D.
*snökt*
ég komst ekki inní orkester norden og er á bömmer dauðans. hvað í andskotanum er ég spá í þessu fjandans víólunámi? er ég treg?
hversu oft þarf ég að fá það í andlitið að ég sé ekki nógu góð, til að trúa því að ég sé ekki nógu góð og drullast til að gefast upp?
heimski heili.
Tveir einstaklingar óku bílum sínum, um var að ræða konu og mann. Slysin
gera ekki boð á undan sér eins og í þessu tilfelli en bílar þeirra skullu
skyndilega saman. Lánið lék við þau en þau sluppu ómeidd eftir þennan
annars harða árekstur. Konan rankar við sér felmtri slegin, skríður úr bíl
sínum og segir: "Svo, þú ert þá karlmaður, en spennandi. Og ég er kona. Vá, sjáðu
bílana okkar! Þeir eru gjörsamlega í klessu, en sem betur fer slösuðumst
við nú ekkert. Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði um að okkur sé ætlað að
hittast aftur, vera vinir og búa saman í friði til æviloka."

Upp með sér stamar maðurinn loks út út sér: "Ó,já, ég er þér alveg
hjartanlega sammála!" "Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði!" hélt konan
áfram, ég meina sjáðu, þetta er annað kraftaverk. Bíllinn minn er
algjörlega í klessu en þessi vínflaska brotnaði ekki. Guð vill örugglega að við
drekkum þetta vín og höldum þannig upp á heppni okkar og yndislega sameiginlega
framtíð sem við eigum í vændum."

Síðan réttir hún manninum flöskuna. Hann kinkar kolli til samþykkis,
opnar flöskuna og drekkur hana hálfa og réttir síðan konunni. Konan tekur
flöskuna, setur tappann í og réttir manninum hana aftur. Maðurinn spyr:
"Ætlar þú ekki að fá þér?" Konan svarar: "Nei. Ég held ég bíði bara
eftir lögreglunni..."

BOÐSKAPUR SÖGUNNAR: Konur eru MJÖG skarpar. Ekki abbast upp á þær.

mánudagur, mars 08, 2004

hohoho ég er það sama og hildigunnur. ætli þetta sé skilaboð að "handan" um að ég eigi að fara á ísafjörð?


I want my rubber ducky!
Volo anaticulum cumminosam meam!
"I want my rubber ducky!"
Okay, so you're a little childish. You know how to
have a good time.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla
já hún hafði rétt fyrir sér hún Hildigunnur. enda ekki furða, verandi Snjallasti kennarinn. en víólukóngurinn Ingvar Jónasson var ekki að hringja í mig til að segja mér að ég hefði komist inn í O. N. eða bjóða mér, vegna afburða víóluhæfni minnar, að komast gegnum klíku inn í bestu víóluskóla í evrópu, eða bara til að heyra í mér hljóðið. sem er nottla gott, enda afburða víóluleikari. heh. en hann hringdi og spurði mig hvort ég vildi spila með S.Á. á ísafirði fyrstu helgina í apríl. huggulegt þykir mér. en nú er ég ekki alfeg viss hvort ég eigi að fara eður ei.
svo ég er búin (eða er að fara að gera) með eða á móti lista.

-:- með -:-
gaman á ísafirði
heimsækja bryngeir frænda minn
fæ að fara í flugvél! vííííííí :D
hildigunnur fer með og mun kenna mér góð ráð til að vinna verðlaun í sjónvarps spurningakeppnum
ingvar jónasson er víólukóngur og honum ber að hlýða
ef ég mæti geðveikt snemma á fyrstu æfinguna get ég sest í leiðarasætið á undan þýsku gellunni með skrýnu varirnar (hún er samt næs)

-::- móti -::-
leiðinlegt á ísafirði
bryngeir verður örugglega í bænum
hildigunnur fer með og mun kenna mér góð ráð til að vinna verðlaun í sjónvarps spurningakeppnum (djók ;)
verkið er ekki spennandi, BARA STRENGIR (pjúk)
engir blásar með = lítið og slappt fyllerí
eyfi verður heima í bænum
ég nenni ekki að mæta snemma á fyrstu æfinguna, svo ég mun þ.a.l. ekki leiða

nú bið ég um liðsinni ykkar, kæra fólk, hvað á tóta að gera fyrstu helgina í apríl?
Boðorðin tíu.
íslenska stjórnardeildin, örk 7 í kassa 7
stundum er hún nú bara nokkuð skemmtileg, íslenska stjórnardeildin.

"Jón A. Hjaltalín skrifar um ritgjörð eftir A. de Naoilles greifafrú á Englandi sem heitir nokkur orð um hreinlæti og á að útbýta gefins meðal alþýðu á Íslandi. Hinn 18. september 1867. Með fylgir uppkast."

ætli gellan hafi skrifað ritgjörðina með íslendinga sérstaklega í huga? og hvar og hversvegna í óskupunum sá hún (eða fann lyktina af) íslending? það er nú ekki eins og iceland express hafi verið með vikulegar ferðir hér uppúr 1870.
en ég sé þetta alfeg fyrir mér, greifafrúin situr við lítið borð í sólstofunni og er að drekka te úr rosalega þunnum postulíns bolla, með uppsett hár og svona gleraugu á langri stöng. í burberry drakt, ekki spurning.
"oh dear me, those terribly smelly and dirty icelanders... wonder if they ever saw a soap?"
fær sér svo sopa með vísifingurinn upp í loftið,
"I think i shall make them a book about how to clean themself. what a splendid jolly good idea! James! get me a paper and a pen."

ætli alþýðan hafi orðið hreinlátari eftir að hafa lesið bókina?
Söguþráður Lord of the Rings ef þessir hobbitar væru ekki tómir fávitar:

Gandalf: That ring is bad news. Frodo, it must be destroyed.
Frodo: How so?
Gandalf: It must be placed in the fires of Mount Doom.
Frodo: Well, if that is what has to be done then that is what we will do.
Gandalf: Oh, well you know that will mean a lot of walking, camping and then running away from monsters, lots of death and almost losing all you hold dear, my young friend.
Frodo: Fuck that you old bollox. Why don't you just call them giant eagles of yours and get them to fly us directly to the Mount Doom. We'll drop it in the lava and be back in time for a pint in Town and Country.
Gandalf: But but but.......
Frodo: But nothing you fuckdog. Call the eagles or I'll kick the fuck outa ya and dump you back in the home.
Gandalf: OK, I'm sorry
Frodo: stupid ould bastard

THE END

föstudagur, mars 05, 2004

Ess-Á
ég ákvað að vera með í S.Á. þetta skiptið, aðallega af því að þeir eru að spila Beethoven 5 (read it and weep, Baldur Páll), einhvern hommalegan ballet forleik sem heitir Prometheus og svo píanókonsert nr. 3. éger búin að mæta á eina æfingu, skrópaði meira segja hjá herra hári til að komast og það var stórkostleg æfing. Tryggvi Baldvinsson er að stjórna og hann er bara mjög góður, jájá. en veðrið var aftur á móti svo afspyrnuslæmt að manni var á tímabili hætt að standa á sama þarna í seltjarnarneskirkju, það brakaði og brast í öllu. soldið töff samt, sérstaklega þegar maður er að spila fyrsta kaflanum af fimmunni (eins og við prófessjónal fólkið köllum beethoven nr. 5). en pojntið með þessu öllu var að segja frá því að núna er ég að hlusta á upptöku af verkinu með hinni ágætu "New Philharmonia Orchestra" og herra Otto Klemperer er að veifa priki. en þetta ágæta fólk spilar þetta svo hægt að maður missir liggur við áhugann á milli takta.
bara svona að taka það fram að S.Á. er ekkert endilega alltaf að spila undir tempói...
bætti inn snildarlegum linki yfir á mjög svo skemmtilega síðu sem hægt er að setja kaffi útí. já það er engin lygi. síðurensvo.
en sá ágæti eigandi síðunnar kallar sig Ljenzherrann af Kaffistekt og er það gott hjá honum. ef þið vitið ekki hver hann er þá verðiði bara að gjöra svo vel að vita það ekki áfram, því ekki veit ég það.
stemmari.
ég er í peninga-bömmer. djöfull er það glatað. :(
snilldin ein! við höskuldur stefnum á heimsyfirráð í fiskakerum Bloggara! komiði ef þið þorið! grrrr!


Höskuldur

Neon Tetra
Agility
5
|Strength
8
|Stamina
4

Battle Rating
17

Origins
Höskuldur was found swimming around in a toilet bowl


Can your fishy beat Höskuldur ?


bara prófa


prófa prófa prófa
heili?
í morgun fór ég uppí tónlistarskólann í Reykjavík klukkan níu og ætlaði á æfingu. ég var samt ekki viss hvort það væri æfing með miss Berglindi eða Miss Svöfu. sem er kúl. svona þannig. tala nú ekki þegar er svo hrottalega hált úti að ég fór á fimmfalt hægari hraða en venjulega, og er ég þó ekki hraðgeng kona. en þegar ég komst loksins klakklaust inn í húsið við holt það er kennt er við skip, þá var inni allt slökkt og engin heyrði ég hljóðin, hvorki flautur né horn. þeim mun síður strengi. ég ákvað eftir smá stund í myrkrinu að kveikja ljós og skoða dagbókina mína.
æfingarnar eru eftirfarandi:
Berglind, laugardagur kl: 11 og Svafa, mánudagur kl: 9.
dæmigerður morgun í lífi hinnar heilalausu tótfríðar.
eftir þessa mikla uppgvötun arkaði ég afstað uppá þjóðskjalasafn og var nærri því dáin úr hálku alla leiðina. Svo tók ekki skárra við, herra Skúróvits var að breyta stigaganginum marmaralagða í lítinn og huggulegan vatns-skemmtigerð.
svei mér þá ef mig langar bara ekki að fara heim til mín og leggja mig.
dúllukrúttið hún Sif var að senda mér þetta :


Nokkrar þýðingar á íslenskum málvenjum:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið.

Hahahahahaha = Hehehehehe

miðvikudagur, mars 03, 2004

þriðjudagur, mars 02, 2004

ég er að fara til London! :D #2
ákvað, eftir töluverðar vangnaveltanir, sem ég er nú samt orðin soldið góð í (farin að velta tvemur þremur á mínútu, og gera tvöfalda lykkju aftur á bak), ákvað ég að vera bara 3 daga, fara út á laugardeginum 20. mars og koma heim (í mjög góðum félgasskap ;) þriðjudaginn 23. mars. soldið stutt, en dagarnir verða bara þeim mun betur nýttir! enda er þetta engin verslunarferð, hér er grá-alvarleg alvara í gangi. jájá.
en nú eru bara 3 vikur til stefnu. ég skil bara ekkert í mér að sitja hérna og vera að slá inn eithvða helvítis stjórnardeildardrasl! ætli það taki nokkur eftir því þótt ég skreppi inní geymslu og sargi soldið?
:p
ég er að fara til London! :D ég er að fara til London! :D ég er að fara til London! :D
ég er ennþá ekki búin að ákveða hvort ég fari í 3 daga eða 4 daga. en býst við að ákveða það innan hálftíma. svo ákvað ég að bæta við einum link, það er yfir á hann Berg Gunnþórsson. ekki það að ég þekki hann neitt ferlega mikið, en bloggið hans er ferlega fyndið og svo er hann vinur hennar Ingridar og hún er frábær. svo er nú alltaf gaman og gott að bæta hafnfirðingum inn á linkana sína, við erum soddan minnihlutahópur hér í þessu lífi.

mánudagur, mars 01, 2004

ég á svo sniðugan kærasta, áðan þá downloadaði hann einhverju voðalegu forriti sem "rippar" diska. þannig að núna á ég Þónokkra diska innan í tölvunni minni hér í vinnunni og get farið með orginalana heim til mín og sett í fínu geisladiskahillurnar sem ég keypti hér um árið. jafnvel að ég skili doktornum disknum sínum. núna er ég að hlusta á Pearl Jam og diskinn þeirra Vitology. Æ hæ ði hi sle heg u hur diskur. og annað sem er fyndið, er að þetta er fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti. ég man mjög greinilega eftir sjálfri mér hjóla upp í músík og myndir á reykjavíkurveginum hafnarfirði með 2000 kall og kaupa þennan disk, sem kostaði þó bara rúmar 1600 krónur.
svo bauð hann mér líka út að borða í hádeginu, á Asíu og ég fékk mér vorrúllur með rækjum. þær voru svossem ekkert vondar, en þær voru heldur ekki lengi að brjóta sér aftur leið til sjávar.
stemming.
guði sé lof og dýrð fyrir mánaðarmót! nú get ég loksins keypt afmælisgjafir handa þessum systkina afstyrmum mínum og náð í leiðinni í mini-disk spilarann sem pabbi keypti handa mér úti í malasíu :D ég þorði sko ekki að fara upp á stuðlaberg af því ég skammaðist mín svo að hafa ekki keypt ekkvað fallegt handa litla dýrinu sem varð 7 ára síðasta mánudag. tala nú ekki um litla krílið sem varð 17 fyrir mánuði og er ekki enn búin að fá skammtinn sinn.
úff.
en svei mér ef ég sé ekki fyrir endann á þessu öllu saman :
veit ekki skil ekki kann ekki vil ekki
ég fór í messu í gær til að koma sálartetrinu á réttan stað og fá gamla manninn með gráa skeggið til að hjálpa mér að taka ákvarðanir um það sem ég vil ekki taka ákvarðanir um. arkaði ein míns liðs í sólskininu uppí Fríkirkjuna í Hafnarfirði (séra Gunnþór var að messa í Hafnarfjarðarkirkju, svo 20 brjálaðir hestar hefðu ekki getað dregið mig þangað þó lömuð væri), en hjá Gulldrengum Einari var barnaguðþjónusta með öskrandi smábörnum og fúllyndum foreldrum, svo maður gleymi nú ekki Ofur-gelgjunum úr fermingarfræðslunni sem sátu 2 og 2 saman og sendu sms. án efa sín á milli. þar var líka einstaklega leiðinleg sunnudagaskólastýra í dragt sem minnti mest á bankastarfsmannabúning og hljómsveit sem samanstóð af manni með gítar og stórar varir (öddi vinur hans eyfa) og manni sem spilaði á píanó og varekki með neitt hár (Skarphéðinn organisti). mér fannst stýran í dragtinni ekkert skemmtileg. skemmtileg fannst mér hins vegar þroskahefta konan sem ég sé stundum í strætó, sem sat á fremsta bekk og tók virkan þátt í dagskránni, svaraði hátt og skýrt öllum leiðinlegu spurningunum sem bankastarfsmannabúningskonan spurði og var ófeimin við að segja fólki að hún hefði nú hjálpað til við að velja lögin. sem var nú kannski ekkert mjög mikið verk, þar sem blessaði tónlistarhópurinn söng svo að segja öll lögin sem voru í bókinni. lagið "á bjargi byggði hyggin maður hús" var sungið aftur og aftur, sem mér hefur nú alltaf fundist vera hálf asnalegt lag. hvað með fólkið í afríku sem býr í eyðimörkinni í stráhúsum? eru þau þá heimsk að finna sér ekki fínt og gott Bjarg til að byggja húsin sín á? en allavega, þetta mjög svo fordómafulla lag var greinilega einhver miðjupunktur guðsþjónustunnar því að hápunktur messunnar var hið há-dramatíska og innihaldsríka leikrit um Sollu og Refinn var flutt með glæsilegum handbrúðum. glæsileg tilþrif voru hins vegar viðsfjarri og ef ungfrú banki hélt að raddbreytingin sem hún "gerði" væri að skila árangri þá var það mikill misskilningur. en vinkona mín á fremsta bekk var yfir sig hrifin og eftir leikritið hörmulega, sem fjallaði (nema hvað) um hvernig og hvar fólk ætti að byggja húsin sín, heimtaði hún "Rebbalagið". lélega brúðuleikkonan varð vandræðaleg og asnaleg, en organistinn algjörlega ófeiminn, stóp upp, greip gítarinn af herra Vör og skutlaði "rebbalaginu" úr dýrunum í Hálsaskógi í gegn. kunni öll erindin og krakkarnir voru himinlifandi, tala nú ekki um vinkonu mína á fremsta bekk sem söng fullum hálsi. bankadragtin varð hins vegar asnalegri og asnalegri í framan eftir því sem á leið lagið og tók svo tappan úr asnaleg-í-framan flöskunni þegar krakkarnir sungu fullum hálsi síðasta erindið sem er "datt hann niður og dó".
stórkostleg skemmtun.
á leiðinni heim fór ég hinsvegar að hugsa um tilgang þessarar messu, það var engin predikun (þökk sé sollu og rebbanum), víxl lesturinn var með væmnu ljótu gítar undirspili og söngurinn soldið skátalegur, það var engin postulleg blessun og eignlega það eina sem Einar prestur gerði var að skvetta vatni á ómálga drengstaula og syngja jesú bróðir besti. en þetta var nú barnaguðþjónusta, svo ég ætla ekki ða kvarta. og innviði þessarar stundar í kirkjunni var í rauninni að maður þarf að byggja á sterkum og góðum grunni vilji maður að "húsið" standi sem lengst og verði sem best. sem er í rauninni það sem ég þurfti að heyra.
hann kann sitt fag, blessaður gamli kallinn :):)