íslenska stjórnardeildin, örk 7 í kassa 7
stundum er hún nú bara nokkuð skemmtileg, íslenska stjórnardeildin.
"Jón A. Hjaltalín skrifar um ritgjörð eftir A. de Naoilles greifafrú á Englandi sem heitir nokkur orð um hreinlæti og á að útbýta gefins meðal alþýðu á Íslandi. Hinn 18. september 1867. Með fylgir uppkast."
ætli gellan hafi skrifað ritgjörðina með íslendinga sérstaklega í huga? og hvar og hversvegna í óskupunum sá hún (eða fann lyktina af) íslending? það er nú ekki eins og iceland express hafi verið með vikulegar ferðir hér uppúr 1870.
en ég sé þetta alfeg fyrir mér, greifafrúin situr við lítið borð í sólstofunni og er að drekka te úr rosalega þunnum postulíns bolla, með uppsett hár og svona gleraugu á langri stöng. í burberry drakt, ekki spurning.
"oh dear me, those terribly smelly and dirty icelanders... wonder if they ever saw a soap?"
fær sér svo sopa með vísifingurinn upp í loftið,
"I think i shall make them a book about how to clean themself. what a splendid jolly good idea! James! get me a paper and a pen."
ætli alþýðan hafi orðið hreinlátari eftir að hafa lesið bókina?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli