jahérna hér!
ég geri mér grein fyrir að ég er tiltölulega aftarlega á merinni (það er svo skelfileg lykt þar, að maður getur ekki annað) en núna rétt í þessu var ég að hlusta í fyrsta skipti á Eurovisjón lag íslands. gott ef að ég horfði ekki bara á myndbandið líka. jónsi kallinn...
djöfulsins krapp! afhverju sendum við bara ekki upptrektan geltandi hund sem getur hoppað knollhnís aftur á bak? ég myndi kjósa það.
myndbandið var samt engu að síður stórkostlegt, það er alltaf aðdáunarvert þegar hægt er að auglýsa fleiri en fimmhundruð hluti á aðeins þremur mínútum.
fyrir þá áhugasömu, þá er hægt að sjá og heyra djonní bój júróvisjón myndbandið hérna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli