Alien Scum
ég er orðin húkkt (asnalega íslenskað útlenskt orð sem þýðir "að verða háður") á tölvuleik í símanum mínum sem heitir Alien Scum. hversu mikið nörd getur maður verið? um helgina stóð ég mig meira að segja að því að koma heim til mín þegar ég vissi að enginn var heima, hita mér gott kaffi, setjast niður í sófann með toblerón úr fríhöfninni og símann minn og vera í fokkin Alien Scum í næstum því klukkutíma.
maður á ekki að segja frá svona...
dóh!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli