mánudagur, mars 15, 2004


morgunfýla tótunnar
frá því ég man eftir mér (sem er nú reyndar ekki nema nokkrir mánuðir aftur í tímann, hitt eru allt sögur sem fólk segir mér) hef ég verið morgunfúl. mjööög morgunfúl. það er nú oftast út af mjög skiljanlegum hlutum. einhver segir "góðan daginn" mjög glaðlega og kannski brosir (hrollur) eða þá að vekjaraklukkan hringir svo leiðinlegum tóni, ég heyri lag í útvarpinu á leiðinni í vinnuna sem mér líkar ekki, eða bílstjórinn keyrir á einhvern hátt óásættanlega. tala nú ekki um ef að það er kalt úti, þá verð ég mjög fúl. og ef það er vond lykt af fólkinu í strætó, sem er nú yfirleitt. oft er ég morgunfúl langt fram undir hádegi og stundum stend ég sjálfa mig að því að Reyna til hins ýtrasta að viðhalda fýlunni eins lengi og ég get. þetta er mjög ósanngjarnt og yfirleitt fæ ég samviskubit svona um 3 leytið. einstaka sinnum tekst mér þó að updeita fýluna það vel í hádeginu (fólk heldur áfram að segja við mig góðan daginn og vera glaðlynt og skemmtilegt) að ég er fúl allan daginn. einstakt athæfi, jáhá.
núna er nokkuð að bræða af mér, en það er líka búið að gera nokkrar árangurslausar tilraunir til að kæta mig, ég fékk mér kaffi og sódavatn og stal banana. einn ónefndur söng meira að segja fyrir mig baðvísuna úr dýrunum í hálsaskógi ("að baða lítinn bangsmann, er lítið verk sem mamma kann"). þannig að það er aldrei að vita... það kannski rætist úr þessu eftir allt saman.

Engin ummæli: