föstudagur, nóvember 28, 2003

éger að hlusta á King Singers diskinn "madrigal history tour" sem er bara algjör snilld, tala nú ekki um fallegu myndina sem er framan á gripnum (tekin 1984), skyldi vera hægt að fá svona peysur einhversstaðar?
en eitt af fallegustu lögunum á disknum er eftir englendinginn Thomas Timkins og heitir Too much
I once lamented. þeas, lagið heitir það. Thomas heitir nottla bara Thomas. jájá.
en þessi undurfagri madrígali er alfeg úber-húber sorglegur. Í BYRJUN! svo kemur bara einhver Falla la kafli í miðjunni í dúr og ég veit ekki hvað og hvað. vantar bara snittur og kampavín.
en allavega.
hér er svo textinn fyrir áhugasama. og fyrir þá ENNÞÁ áhugasamari fylgir með þýðing yfir á hollensku (ekki spurja).
enjoy!

Thomas Tomkins - Too much I once lamented






Too much I once lamented,
While love my heart tormented,
Fa la la ...
Alas and Ay me sat I wringing;
Now chanting go, and singing.
Fa la la ...
[Anon.]

Teveel beklaagde ik eens de liefde
omdat deze mijn hart toen griefde.
Fa la la ...
Helaas en Wee mij klonk mijn klagen
Nu zing ik en verheug mij alle dagen.
Fa la la ...

á þessari síðu hér, http://www.mauritia.de getur maður keypt sér föt í öllum stílbrögðum. mæli sérstaklega með renisans tímabilinu. ferlega huggulegt...

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

í gær fór ég í Badminton með elsku besta Arnari mínum sem er svo heppinn að vera Akkúrat allt það sem mig vantar til að vera heilsteypt manneskja í fullkomnu jafnvægi og var það mjög gaman. í badmintoninu þeas. svo vorum við búin að slá þessari fjarðurkúlu (sem er bæ ðe vei allt of lítil) fram og til baka yfir hálf-hallærislegt svart net þannig að fjaðrirnar úr henni lágu útum allt eins og hráviði og arnar segir: "hey, ég ætla sko að teyja vel á núna, ég fékk svo miklar harðsperrur síðast!"
"ég ætla bara að teyja í sturtunni.... NOT!" segi ég og skunda undir bununa, flissandi og ferlega góð með mig.
ég sé MJÖG mikið eftir þessari ákvörðum í dag.
fátnýtur fróðleikur #1
Orlando Di Lasso var rænt þrisvar sinnum þegar hann var lítill kórdrengur og látinn syngja fyrir aðalsfólk vegna þess að hann var með svo fallega rödd.



eins og sjá má hafa ungir sem aldnir gaman af tónlist Orlando (ekki Blúm).
ó hvað hún Guðný Birna á eftir að vera glöð bráðum....
ég er ferlega þreytt og ákvað þessvegna að skrópa í 2 undirleikstíma og fara bara í vinnuna. mér finnst þetta mjög sniðugt hjá mér í ljósi þess að maður þarf að vera Vakandi og með Einbeitingu í undirleikstímum, en jah....

miðvikudagur, nóvember 26, 2003


http://www.mypetskeleton.com

þetta er nett kúl síða. soldið skerí líka. hoho!
Tinna mín elskuleg bað mig allranáðsamlegast um að redda blogginu hennar af því að það væri ekkvað í hakki. ég bara ok, ekkert mál. fór og lagaði það sem óvart hafði misfarist hjá elskunni... tókst svo með ótrúlegri hæfni að eyða út öllum neðri hluta Templatsins, rétt eins og gerðist hjá mér hérna í gær þegar ég fór í mega fýluna.
er þetta kannski ekkvað vandamál hjá tölvunni minni?
það skyldi þó ekki vera!
en af því að ég er snillingur tókst mér að laga herlegheitin.
drottinn minn hvað ég var samt stressuð á tímabili yfir að hafa skemmilagt allt bloggið hennar.
já það tekur svo sannarlega á að vera Blogg-hjúkka!
svo er bara að reyna að koma blogginu mínu í samt form. *andvarp* það sem á mig er lagt!

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

hrumpf!
hvað er að þessu FOKKIN bloggi!?!?!?!?!
þetta er í annað skipti í dag sem allt hverfur!
ggrrrrrrrrr!
ef eg væri ekki þessi þolinmóða manneskja sem ég er væri ég orðin brjáluð!
hvar er húfan mín?
ég er komin í aðeins betra skap núna, enda búin að troða oní mig næstum heilum kexpakka af hólmblest uppá kaffistofu. mér finnst hólmblest hinsvegar ekkert sérlega gott, svo kannski að fýlan rifji sig upp áður en langt um líður.
en það sem er aðallega að angra mig núna, er það að ég er (að öllum líkindum) búin að týna húfunni minni. og nú er ég ekki að vitna í frægan glæpamannaslagara, heldur er hér helber sannleikur á ferð. húfan er grá og blá og var eitt sinni í eigu minnar elskulegrar systur, hún er líka með gráum lafandi eyrum og fléttuðum snúrum hangandi neðan úr þeim. húfan þeas, ekki systir mín (hoho). þetta er einkar kvimleitt núna þegar ég þarf að fara út í mikið frost og sé einnig fram á að þurfa að labba þónokkurn spöl, æj mig auma. stundum vildi maður bara óska þess að geta tekið undirhökuna sína og troðið henni uppí eyrun á sér....
*andvarp*
þökk sé blogger þá er ég búin að ákveða að vera í fýlu það sem eftir lifir þessa dags.
eða svona allvega í svolitla stund í viðbót :( grrr!
heimska ljóta feita blogg!
af hverju dettur stundum allt út?!
grrrrrrrr D:


ég er svona rétt á mörkum þess að vera í fýlu eða þá bara í melló-velló skapi.
hvað er nú eiginlega það?
hrumpf!
gott hjá mér að geta ekki einu sinni ákveðið í hvernig Skapi ég er í!
svo langar mig allt í einu svakalega mikið í lap-top tölvu. hefur aldrei langað í svoleiðis fyrr en núna bara allt í einu þegar ég var í strætó og langaði rosalega mikið til að semja smásögu um snjóinn og ljótu húsin sem ég var að keyra framhjá. ekki það að ég skrifi smásögur um veðurafbrigði að staðaldri...
en þetta var nú fljótt að líða hjá, sem betur fer. púha.
setti líka inn link með megabeibunum í King Singers. einn af þeim er ferlega sambrýndur, og einn er dvergur. svo er einn með ferlega asnaleg eyru og einn er örugglega rugufö!!
:)
mikið er ég fegin að klassískir tónlistarmenn eru Eðlilegir útlits, ekki með vanskapaðan maga þannig að naflinn er á vitlausum stað eins og á ofur-stynjendunni Britney Spears.

hoho!
snorri vinur minn er hér með kosinn (einróma) líffræðingur dagsins. sjá póstinn hans hér. og ég sem var um daginn að kvarta yfir því að vera bara í einhverju butt-boring víólunámi... jahér! :D:D
mig langar til útlanda.
ooooofsalega mikið. en mig langar líka í pizzubát á Hlölla með gulum baunum (gulu baunirnar eru Mjög mikilvægar, fékk svo sannarlega að sannreyna það á sunnudaginn) og kók, og á ekki einu sinni fyrir því svo kannski er það til of mikils mæls að vilja fara erlendis...
svei mér þá.
en ég er nú að fara á S.Á. æfingu í kvöld, það ætti nú að seðja sárasta hungrið og mestu löngunina í útlandareisur.
not.

laugardagur, nóvember 22, 2003

hóhóhó

erum hér hress og kát (sum kátari en aðrir út af skemmtilegu blogg þjónustu blogspot.com) að sötra það sem sumir kalla bjór, en við kjósum að kalla "dýrð" á þessari stundu, heima hjá Vigni sem á bróður sem er nýorðinn 17 ára. jeee.
við bjuggum til skemmtilega (og fyndna) frasa sem eiga vel við...

1) betra er einn bjór í maga en margir út í haga
2) betra er einn kaldur í hendi, en tveir volgir í lófa
3) hristum skanka og drekkum bjór úr tanka

stimmari daudns..



föstudagur, nóvember 21, 2003

þetta hérna hér er það fyndnasta sem ég hef séð og heyrt í laaaaaangan tíma. guð hvað mig hlakkar til að fá Burger King á ísland, afgreiðslustrákarnir þar eru greinilega alltaf hressir og kátir :)
oj
mér finnst þetta Ógeðslegt. ef það væri svona jólaskraut í hafnarfirði myndi ég fara að gráta.
ég fór í sund áðan eins og ég geri nú venjulega á daginn af því að ég er svo ótrúlega mikill heilsubolti. eða þannig sko. og ég er svo máttlaus og úrvinda að ég næ varla andanum og get eiginlega ekki hugsað að neinu viti. sem er nú reyndar soldið kúl.
jeeeeeess...
en það sem ég ætlaði að segja var að ég er alfeg óskaplega svöng, en veit bara ekkert hvað ég á að fá mér. langar soldið til að detta í það og fá mér feita sammloku hér á snælandi við hliðina, en svo tími ég því samt eiginelga ekki.
úff hvað er erfitt að lifa

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

ég bætti við link á blogg hjá konu sem ég veit ekkert hver er eða hvaðan. bara soldið fyndið blogg.
svona er ég snarklikkuð í hausnum.
algjör wakkó
sækópatt
kúkú kisulóra
brjáluð

jeeeeesss

http://www.liscious.net/piehole

setti líka link á orkester norden og eddu miðlun.


Sibelius rokkar
hann sibbi okkar er svo spikfeitur rokkari að ég næ varla andanum. er að hlusta á disk sem ég keypti á útsölumarkaðinum hræðilega í perlunni hér um árið. eiginlega það eina skemmtilega sem ég hef keypt í þeim viðbjóð... en allavega, þá er þetta kúl diskur með nokkrum sinfónískum verkum og ég er gjörsamlega með eitt hér á heilanum. kannski ekkert mjög viturlegt þar sem það er um mjög ógiftusamlegt skíðaspor.
það eru nottla bara snillingar sem semja sinfónísk verk um Skíðaspor. sérstaklega þegar ljóðið sjálft er ekki sungið eða neitt svoleiðis. kominn tími til að gefa þessum söngvara-gerpum smá frí og láta atvinnumennina um þetta (he he).
en ljóðið er eftir gaur sem heitir Bertel Gripenberg og er án efa mjög frægur og skemmtilegur, og á þessari útgáfu sem ég er með er það töffarinn Lassi Pöysti sem les ljóðið yfir hljómsveitinni. eða hann hefur kannski staðið fyrir framan, gæti verið. og það sem er mest kúl í heimi, er að hann les þetta á Finna-Sænsku, sem er flottasta tungumála-afbrigði í heimi. uppáhalds setningin mín er

"vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,"


en ljóðið er nottla megaþunglynt og ógeðslegt og fjallar um skíðaspor (far eftir skíðamann eða ekkvað þaðanaf verra) sem fer inní skó og hverfur svo. hmoah ho ho ho!
krípí sjitt. þeir kunna þetta finnarnir...


Ett ensamt skidspår som söker
sig bort i skogarnas djup,
ett ensamt skidspår som kröker
sig fram över åsar och stup,
över myrar där yrsnön flyger
och martall står gles och kort -
det är min tanke som smyger
allt längre och längre bort.

Ett fruset skidspår som svinner
i skogarnas ensamhet,
ett människoliv som förrinner
på vägar som ingen vet -
i fjärran som hjärtat bar -
ett slingrande spår på skaren
min irrande vandring var.

Ett ensamt skidspår som slutar
vid plötsligt svikande brant
där vindsliten fura lutar
sig över klippans kant -
vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,
hur lätta flingorna falla
på översnöade spår!

Bertel Gripenberg
flateyjargáta öll
ég kláraði gæðabókina "Flateyjargáta" fyrir nokkrum dögum, átti bara eftir að segja ekkvað misjafnt um hana hérna... en ég bara verð að segja að blessuð bókin er ágæt. byrjar illa, en er svo sniðug fyrir rest. fullt af skemmtilegum karakterum og svona. kannski ekkert bók sem maður lætur jarða með sér á brjóstinu, en ágæt. gef henni 3 drullubollur af 5.



Flateyjargáta

Viktor Arnar Ingólfsson



er svo byrjuð á næstu, tsjekki át
manntalið...
... er alltaf jafn skemmtilegt. eiginlega það drullu áhugavert að ég bara verð að líta undan á hálftíma fresti svona til að ekki kafna úr hlátri. reyndar kom nú soldið fyndið áðan, en það er nú kannski ekkert endilega fyndið fyrir alla. en mér fannst þetta allavega sniðugt... en það er bærinn Titlíngur í Berunessókn. og þar er einmitt húsbóndi að nafni Snjólfur. gleymum svo ekki niðursetninginum Antoníusi Antoníussyni.
sccccccchhhhhtiiiiiimmung!!
mikið verður annars gaman hjá mér eftir Tuttugu daga :) ví ví ví!
uppskriftir
konum finnst gaman að elda. allavega sumum konum. allavega finnst sumum konum svo gaman að elda að þær tala stanslaust um uppskriftir. en eins og flestir ættu að vita er matur oft gerður eftir uppskriftum. en ég var einu sinni að vinna á kvennavinnustað (blessuð sé minning þess hræðilega tíma og guði sé lofgjörð og þökk fyri að hafa bjargað mér þaðan) og var varla búin að vinna nema í nokkra daga þegar ég var komin með ljósritaðar uppskriftir í allar töskur, vasa, hólf og þetta var liggjandi á velflestum frístandandi borðum heima hjá mér eins og hráviði.
hvað er þetta með konur og uppskriftir?
af hverju tala karlar aldrei um uppskriftir? þeir elda nú alfeg velflestir og hafa gaman af, en aldrei sér maður kall með fullan bíl af uppskriftum.
er þetta kannski ekkvað flókið félagslegt form kvenkyns tilfinningavera sem brýst út á þann skrítna máta að láta kunningjakonur sínar fá pappírs snepla?
eða kannski móðureðlið ógurlega, að í stað þess að gefa kunningjakonum sínum mat að borða, þá eru þeim látnar í te aðferðir til að búa til mat?
eða er þetta kannski einhverskonar sýni- og montþörf... þannig að kunningjakonurnar finna til smæðar sinnar yfir að hafa ekki prófað viðkomandi uppskrift?
eða kannski bara pjúra góðmennska og gott innræti að vilja deila vellíðan þeirri að borða góðan mat með því að útbýta uppskriftum?
jah nú er mér spurn.
en þetta var nú bara svona pæling, aðallega af því að ég er svo óskaplega svöng. vona að Jón eigi einhvern mat uppí ísskáp sem ég get stolið. HOHOHOHOHOHO!
svo verð ég nú bara að skella hérna uppáhalds uppskriftinni minni, því "after all" þá er ég nú kona. allavega síðast þegar ég gáði. svo eru jólin líka alfeg að fara að koma... :)
enjoy!


Einfalt finnskt jólaglögg
1 líter finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

nammi nammi gott fyrir strákana mína ;)




einn extra dökkan fyrir mig takk.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Kammersveit dau....
nýkomin af hljómsveitaræfingu með eðalbandinu "kammersveit tónlistarskóla hafnarfjarðar". þvílík grúbba, segi ekki meir. við erum s.s. með tónleika einhverntíman eftir áramót, áttu samt að vera 5. des, en gæðin eru þvílík að við þurfum auka mánuð til að trappa okkur niður á almennings-level. stemmari. ég er reyndar orðin það góð með mig að ég er farin að lesa bók á æfingum (ekkvað sem blásarar kannast vel við, en strengjaleikarar ekki), sem er hreinn unaður, svo ekki sé meira sagt. algjör draumur.
jammí jamm jamm
annars er það nú prógrammið sjálft sem er svo sannarlega draumur, ekkert nema mozart kallinn út í gegn. óliver yfirstumpur (eins og hann SJÁLFUR kýs að kalla sig) lagði til að nefna tónleikana "meiri mozart". ég held það væri meira við hæfi að kalla þá "íguðannabænum EKKI meiri mozart!!!" en það fannst engum það fyndið nema mér.
oh well....

föstudagur, nóvember 14, 2003

svo er það bara Todmobil í kvöld!
yeah baby yeah!!!
Ruby Thuesday fær 2 kokteilsósur
þar sem allir eru að spurja mig endalaust, þá bara verð ég að taka fram að ég fór á Ruby Thuesday í hádeginu og fékk mér safaríkan hamborgara. ég reyndar fíla ekki svona hamborgara.... finnst alfeg hræðilegt þegar maður finnur ekki bragð af neinu nema grilluðu kjötflykki, en sér samt að það er bæði grænmeti, brauð og sósa í matnum. soldið skerí. jón var hins vegar algjörlega "un-shy" og fékk sér einn tvöfaldan. úff. en franskarnar voru mjög góðar, þó að appelsínið' hafi verið bragðlaust. þannig að ég neyðist til að gefa Ruby Thuesday aðeins 2 kokteilsósur af 5.
ég er að fara að fá mér ekkvað Óhugnanlega fitandi í hádegismat :) svona er ég góð í að tala SUMA til.
hohoho :D


amma mega-Hers
annáll...
...síðustu daga. enda veitir ekki af, gjörsamlega allt að gerast hérna í beinni útsendingu.
ég er s.s. búin að vera að kenna uppí tónó fyrir hana Kötu Árnadóttur á fiðlu. ferlegt stuð, þó ég segi sjálf frá og hafði ekki grun um það í byrjun. krakkarnir eru bara sætir og góðir og gera allt sem maður segir. eða allavega reyna það. góð tilbreyting við SUMA sem gera EKKERT sem ég segi þeim að gera. svo er nottla stemmari dauðans á kaffistofunni, og ég kenndi líka einni vinkonu ása bróður. fattaði það nú ekki fyrr en eftir á. soldið sló mó.
en ekki eru farir mínar sléttar enn, á miðvikudagskvöldið fór ég í bíó með herra leiklistarnema, aka fæðingablettanebbaling, aka barabilun á scary movie 3. það var algjör snilld. myndin er svo léleg, þunn og illa leikin að það er Unun á að horfa. svo eru hryllingsmyndir svo gjörsamlega teknar í R****gatið að maður getur ekki annað en hlegið úr sér lifur og brisi.
jammdíjammó já
gleymum heldur ekki Badmintonferðinni yndislegu með sáluhelmingnum mínum honum Arnari. úff hvað var orðið aaaaallt of langt síðan ég sá hann síðast. en þessi samverustund minnir óspart á sig og er ég ennþá með harðsperrur alfeg frá hægri rasskinn og uppí háls. smart. við kíktum á Hressingarskálann eftir herlegheitin og ég fékk mér kaffi og sódavatn. fínn staður en herra algjörlega óþolandi að afgreiða. af hverju labba sumir karlmenn með hökuna hálfan metra á undan hinum hlutunum í líkamanum? ég spyr, en fá eru svörin.
svo teiknaði ég og skrifaði mjög flotta auglýsingu fyrir hana Guðný Birnu Ármannsdóttur og vinkonu hennar Dóru Hlín Gísladóttur, en þær hafa hvorugar gert sér það ómak að kíkja í heimsókn og Ná í hana.
en það er nú kannski af því að ég hef ekkert verið heima síðan í sumar... traaaaaaa lala! :)
bloggið orðið ágætt á ný :)
jæja, allt orðið eins og það var áður en óskupin dundu yfir.
dundu?
æj vottever... en hvað er annars málið? gréta var að senda mér emil um að þetta hefði gerst hjá henni líka.
er blogger ekkert að standa sig?
hvað kom fyrir?
er jósefína og tvíburarnir ennþá í alaska?
hvar er gerfirjóminn?
mikið er ég svöng?
ég hvet allavega alla í að seifa templatin sín svona til vonar og vara.
vonar og varar?

hvað kom fyrir málstöðvarnar í mér í nótt?
er að reyna að koma blogginu mínu í gamla formið.... hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir?
allt í einu var bara eiginlega allt í template horfið! guði sé lof fyrir að ég gerði bakkupp hér um árið.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

jeminn einasti!!!
haldiði ekki bara að bloggið mitt hafi verið þvílíkt bilað og eftir heimildum í fokkin 3 daga! þa ðer ekkert verið að láta mann vita! meira fólkið sem þið eruð!! :@
tóta kennarakunta
mætt á netið, má það nottla ekki... eða svona þannig. finnst allavega eins og allir séu að gefa mér illt auga af því að ég er í tölvunni inná bókasafninu í tónó, sem er strangt til tekið forboðin staður. en ég er búin að vera að kenna í forföllum fyrir Kötu megabeib frá því hálf þrjú í dag, svo mér finnst ég alfeg hafa rétt á að hanga á netinu að loknum ströngum og löngum vinnudegi. er að fara á FERSKA kvartettæfingu kl. 8 og nenni ekki að fara heima í millitíðinni. svo veitir mér nú ekki af smá stund aflögu til að æfa mig og það er söngkennari að tala við sjálfan sig hér inn á bókasafni!
þvílík unun.
en sveimér þá ef að krakkadruslurnar voru ekki bara ágætir. allt stelpur nottla... voða sætar :)

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

svo verð ég bara að skella hér frasa sem mætti vel sóma sér hvar sem er...

ég stenst allt nema freistingar.





hún Laufey Björt Jónsdóttir er þriggja ára í dag. knúsí knúsí og til hamingju með daginn elsku sæta Laufey!

pabbi hress
sem endranær.
var að senda mér þetta hér: www.trojangames.co.uk. segi ekki meir.
en ómæ hvað sumi fólki getur dottið í hug...


> Íslensk hjón röltu inn á á málverkasýningu í Nútímalistasafninu í
> Glasgow. Þau staðnæmdust við eitt málverkanna sem þau botnuðu ekkert í.
> Verkið sýndi 3 kolsvarta og kviknakta karlmenn sitjandi á bekk í
> almenningsgarði. Það sem vakti mesta undrun þeirra var að svarti
> maðurinn í miðið var með skærbleikt tippi en hin tvö voru svört.
>
> Safnvörður veitti hjónunum athygli og gerði sér grein fyrir því að þau
> voru að velta fyrir sér merkingu verksins. Hann hélt nærri
> korters-fyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu á hinn
> kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í hvítu
> samfélagi. Og bætti því við að ,,sá bleiki" væri jafnframt vísbending um
> sérstöðu hommans á meðal karlmanna.
>
> Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og snúið sér að öðum
> sýningargestum gaf sig skoskur maður á tal við hjónin og spurði hvort
> þau vildu vita hvað þetta verk táknaði? Þau spurðu hvers vegna hann ætti
> að geta skýrt það betur en safnvörðurinn?
>
> Vegna þess að ég er höfundur verksins", sagði hann. Í raun og veru Eru
> þetta ekki svertingjar ? þetta eru einfaldlega 3 skoskir kolanámumenn.
> Eini munurinn á þeim er sá að þessi í miðjunni skrapp heim í
> matartímanum!
vó hvað þetta kom á óvart....


Are You Naughty or Nice?

5 ástæður ofvirkni
ég er ofvirk akkúrat núna, langar helst til að hoppa upp á kaffistofu og gera skandal, eða þá hlaupa hringinn í kringum húsið eða þá fá mér ofsalega mikið nammi en maður er vandur að virðingu sinni svo ég held í mér. en þetta athyglisverða aktífitet í mér þessa stundina þýðir annað hvort þrennt eða fernt....

1) rúsínubollan sem ég keypti mér í bakaríinu F i r ð i hafnarfirði kl. 12:40 er að kikka inn. rúsínurnar þar eru nottla geggjaðar.
2) það var svo gaman í víólutíma að heilanum í mér finnst ennþá gaman þó að ég sé löngu farin út.
3) hormónar.
4) ég er spennt fyrir tónleikana í kvöld
5) ég á eftir að verða mjög þreytt eftir smá stund.

þetta voru nú reyndar fimm atriði, en þar sem það fimmta er asnalegt og eiginlega afleiðing frekar en orsök tel ég hana ekki með. jamenn ineste

mánudagur, nóvember 10, 2003

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember
klukkan 20.00 í Kristskirkju, Landakoti
Aðgangseyrir er 1500 kr en 500
fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Á efnisskrá eru verk eftir Óliver Kentish. Óliver var staðartónskáld í
Skálholti síðastliðið sumar og Hljómeyki flutti þá þessi sömu verk.
Tónleikarnir fengu afskaplega góða dóma, til dæmis segir Jónas Sen í DV:

(um Beatus Vir)..."Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var
söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að
Bernharður hefur gefið sér góðan tíma til að móta túlkunina

(um Veni Sancto Spiritus) ... Það var svo magnað að maður gjörsamlega
gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði
tónleikanna...

Rúsínan í pylsuendanum var Jubilate Deo ... en þar er mikið klukknaspil auk
glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá."

Ríkharður Örn Pálsson segir m.a. í Morgunblaðinu:

"Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) "Veni sancte spiritus"
undir yfirbragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari
í sjöskiptri takttegund með innskotsítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og
A-köflum í rondói. Hér fór líklega sterkasta tónverk safnsins og víða
innblásið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á "O lux beatissima", og
skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður
upplifun manns í hæðir.

Var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn
Bernharðs Wilkinson."

éger að fara í Ikea! :) veiveivei! ætla ða kaupa mér hillu, hillu og svo hillur til að setja í hillur.
"hollywood's cheesiest moments"

7. "The Postman" a blind woman worshiping Kevin Costner's messiah-like mail carrier in "The Postman": "You're a Godsend, a savior," to which he earnestly replies, "No, I'm just the postman"

vignir er með top 10 listann á síðunni sinni. jeminn einasti. og ég er að kalla Guðný Birnu væmna! :D
ég held ég hafi aldrei á ævi minni séð jafn mikið kex uppá kaffistofu eins og núna áðan.
hver á eiginlega að borða þetta allt saman?
hann Vikingur píanópervert var að benda mér á þessa líka sniðugu síðu

http://totaviola.BLOGPOT.com


ég var ekkert smá uppmeð mér og montin að vita af því að herra Aaron sjálfur, í eigin persónu, finnist bloggið mitt svo skemmtilegt og mikið heimsótt að hann lætur útbúa heila auglýsingu bara fyrir þá sem gera stafsetningavillu í léninu. (þurrka tár af kinn með afar dramatískri hreyfingu) sniff sniff
óliver kentish kominn í plast

og ég er komin í vinnuna, galvösk (HVAÐ er málið með það orð? tek það í sundur seinna...) en er svo að segja meðvitundarlaus af þreytu.
ef einhverjum dettur í hug á næstunni að skreppa í skálholt og taka upp jah..... svona eins og "nokkur" kórverk, endilega ekki taka mig með. eða jújú, þetta var bara gaman, en ómægod hvað maður verður óhugnanlega þreyttur, pirraður og "vonerabúl" seint á sunnudagskvöldum eftir svona langa helgi. tók mig til og grenjaði oní koddann minn allar þær 30 sekúntur sem tók mig að sofna. mjög hressandi, svo ekki sé meira sagt. það skrýtna er samt að núna rúmum 8 tímum síðar, man ég hreinlega ekki hvað það var sem grætti mig svona hryllilega.
smart.
reyndar fór ég nú á matrix -revelutions eða hvað það nú heitir með eiginmönnunum mínum Hirti og Vigni. ótrúleg skemmtun, svo ekki sé meira sagt. sum atriðin kannski soldið mikið, fólk að horfast í augu og segja einhverja voðalega alvarlega hluti (ég ætlaði að koma með dæmi, en man ekkert), nokkrir drepast og sumir fá tár í augun af gleði. þetta er allt saman ágætt, jájájá. ég er reyndar ekki aaaaaaaalfeg með á nótunum hvernig þetta virkar alt saman, matrix og "the one" og véfréttin og hvað þetta nú allt saman heitir. svo fer það líka soldið í taugarnar á mér ennþá aðalgellan trinití þurfi alltaf að vera í löðrandi blautu leðurdressi. geta þau ekki verið í venjulegum fötum, svona þó þau "viti sannleikann". enívei. keanu sýnir ótrúlega leikhæfileika og hreinlega sleppir því algjörlega að þykjast reyna að brosa, eins gott. svo kemur til sögunnar einn nýr karakter sem er geðveikt lessuleg og ekkert smá nett gella, er svo að segja næstum því alfeg búin að bjarga alheiminum (þær kunna þetta lessurnar) en þá er hún drepin. ömurlegt.
ég var búin að sjá fyrir mér ljósbláa auka matrix mynd , þar sem neo og trinití kynna sér undraveröld þriggja manna kynlífs...
hmmm... ég ætti kannski að fara að fá mér kaffi. þetta er orðin algjör steypa :p

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

ef þetta er ekki frétt dagsins þá veit ég ekki hvað.
AF HVERJU var þetta ekki á forsíðunni?
jah nú er mér spurn! svona rosalegar fréttir mega bara ekki fara fram hjá fólki! er mogginn alfeg að missa það?
hey kíkið á hvað Þetta er orðið flott hjá mér.
oh ég er svo klááááár....
Bára Klára?
nú veit ég að allavega TVEIR sem að staðaldri lesa bloggið mitt, hafa sungið lagið "Ad Beatam Virginem" eftir hana Báru okkar Grímsdóttur. ég er nefnilega að hlusta á það og mér finnst bara alfeg ENDILEGA að fyrsta stefið "virgo diva, casta nympha" eigi að vera "hrafninn flýgur um aftaninn". svo koma fullt af fimmundar söngs stefjum og ég veit ekki hvað og hvað. gæti verið að þetta lag sé í raun og veru þjóðlagaskotið en í svona líka hrottalega vel gerðum dulbúning?
nei ég segi nú bara svona.... hausinn á mér er hérna ekkvað að flippa. hefur kannski ekkvað með það gera hvað ég er vöknuð og farin að gera hluti fyrir hádegi. tralla la.
en hér er Hrafninn flýgur ljóðið fyrir ljóðelska.
ljóðelska?
oh dear....

Hrafninn flýgur
Hrafninn flýgur um aftaninn
á daginn ekki má,
harður er rauna hagurinn,
hvíldir kann ei að fá.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

hæ hæ
þegar ég mæti fólki segi ég oftast "hæ". ég held að það fari alfeg Ó G U R L E G A í taugarnar á sumu fólki hér uppá skjaló.
þannig að ég er jafnvel að spá í að breyta því í "hæ-hæ" við tækifæri.
Hmoooooaaah!
kraftaverk
gott ef ekki að þið, kæru lesendur, eruð orðin vitni að Kraftaverki hér í beinni útsendingu. ég er vöknuð!
já, ég segi það satt. miss tótfríður harðdal er hvorki meira né minna en VÖKNUÐ og klukkan rétt svo 8:20. ég er líka komin útúr húsi og mætt í vinnuna. ég er nú reyndar svo að segja meðvitundarlaus af þreytu, en samt... ég er vöknuð. nú er bara að sjá hvernig úthaldið er að gera sig, hvort ég nái að vaka það langt fram eftir degi að ég nái að gera alla þá hluti sem ég var búin að skrifa niður í svörtu bókina mína. fjúttí fjú.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

vei vei vei!
allt að gerast, sendi inn umsókn í Guildhall í gær. reyndar í gegnum umboðsmann minn, sem hefur aðsetur sitt í London. maður er svo pró. en það sem er "skemmtilegast" við þá sögu er að ég fór í passamyndatöku. vei. þannig að ég fer og tek af mér passamynd. Vissi svossem alfeg af þessari bólu sem ég var með á kinninni. vissi hinsvegar ekki að við myndatökur verða svona bólur hundraðsinnum rauðari, stærri og bólgnari en bólur "in real life". svo að á annars mjög fallegri umsókn um skólavist er einnig sú mest HUGE bóla sem sögur fara af. sé þetta alfeg fyrir mér....

"dear me, that was a terrific audition! but now the next one... we have this violaplayer from iceland."
"here´s her application"
"GOD LORD! look at that B Ó L A!!!"
"heavens forbit! tell her to go someplace else! this is not something we agree within our splendid school!"

en allavega...
svo talaði ég meira að segja við Gumma um herlegheitin og finnst eins og mjömjömjö-mjöööög þungu fargi sé af mér létt. búin að vera á leiðinni að þessu í allan vetur. hann var bara kátur, sem mig og grunaði, sagði mér að skrifa bara niður ALLA þá skóla sem ég hugsanlega gæti kannski mögulega fundið og tala við allt fólk í heiminum sem ég þekki og komast að því hvort einhver þekkir einhvern sem er hjá góðum víólukennara. "vera með allar klær úti" svo maður kvóti nú í snillinginn. það er víst galdurinn... þekkja fólk og troða sér inn í gegnum klíku. þannig að nú skellir tóta sér í sleikja-rass gallann og jah.... sleikir rassa. kannski maður skokki útí búð og fá sér nokkur box af fresh-and-free.
hvað svo sem það er nú.
ef þetta er ekki mest kúlaðasta net próf í heimi, þá veit ég ekki hvað. og sveimér þá ef það er ekki sumt af þessu satt....

HASH(0x85107b8)
G# minor - You are not totally happy, and you know
it. At least you are trying to do something
about it. You like to think and create to try
and sort out your problems. Keep going the way
you are, and you will soon be on speaking terms
with your demons.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla