þetta hérna er án efa ljótasta heimasíða sem ég hef farið inná á æfi minni. myndi gefa henni sjens ef vefsíðuhönnuðurinn væri lítið barn, eða máski óharðnaður unglingur með bólur, nemandi við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut.... en þessi síða er bara óafsakanleg framkoma af hálfu fullorðinni manneskju.
afsakið.
þessi dagur er að verða svona Bögg-dagur, geri ekki annað en að tala illa um fólk og fyrnindi. ussu sussu!
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, apríl 30, 2004
Herra Diskó?
í vinnunni síðust daga hef ég verið sett í það brjálæðislega skemmtielga verkefni að finna netföng hjá öllum stofnunum, heilsugæslum eða heimilum í heilbrigðisgeiranum. auk þess að finna út hver sé forstöðumaður á hvaða staða. símafælnin mín hefur án efa batnað til muna, þar sem éger búin að hringja linnulaust í fólk útum kvippinn og kvappinn, svei mér þá ef að sumir hafi bara ekki verið almennilegir og á öllumstöðum hef ég fengið afdráttarlaus og skýr svör. svona næstum alls staðar allavega. en svo kom að því að finna forstöðumann tóbaksvarnarráðs og netfang hans. eftir að hafa skoðaða mjög reyklausar og skemmtilega subbulegar síður komst ég að því að kallinn sjálfur, herra Þorgrímur Þráinsson væri maðurinn sem mig vantaði. en hvergi var gefið upp netfang eða neitt sem ég hefði getað nýtt mér svo ég settist þolinmóð fyrir framan Google.com. og komst að ýmsu um Þorgrím eftir að hafa lesið hrottalegt viðtal við hann á Gras.is (sem gæti verið vefur bústjórnendaskólans, en er það ekki)
*Áttu gælunafn? Þoggi, Toggi, Pombi, Sveitó, Diskó, Stro, Dreinsson, Brainsson, Frímann flugkappi o.fl.
(hvað er málið með "Pompi" og jah.... "Brainsson"?)
*Þú vaknar um miðja nótt og það er að kvikna í húsinu þínu. Hvaða eina hlut tekurðu með þér út? Þegar fjölskyldan væri ,,seif” myndi ég grípa tölvuna því þar eru allar þær brilljand hugmyndir sem eiga eftir að blómstra á hvítu tjaldi, leiksviði, pappír og víða á næstu 15 árum.
(Brilljant? var mig að dreyma ógleðstilfinninguna sem fylgdi því að lesa "bak við bláu augun" "tár bros og takkaskól" og hvað þær nú hétu? drottinn minn)
*Eru feitar konur kynæsandi? Veltur á augnaráðinu, klæðaburði, hreyfingum, framkomu, karisma, fingrafimi og hvort þær kunna köngulóarbragðið!
(karisma?)
og svo komu leiðinlegar fótboltaspurningar (sjá hér)sem ég skildi ekki. hverjum er svossem heldur ekki sama um hverjir verða íslandsmeistarar í fokking FÓTBOLTA!? en allaveganna. svo fann ég emailið hans loksins inn á einhverjum rithöfundavef og jah.... Ó MÆ FOKKING GOD, jah sumir eru alla vega ekki í sjálfsálitskreppu. sjáið hvort þið finnið það....
í vinnunni síðust daga hef ég verið sett í það brjálæðislega skemmtielga verkefni að finna netföng hjá öllum stofnunum, heilsugæslum eða heimilum í heilbrigðisgeiranum. auk þess að finna út hver sé forstöðumaður á hvaða staða. símafælnin mín hefur án efa batnað til muna, þar sem éger búin að hringja linnulaust í fólk útum kvippinn og kvappinn, svei mér þá ef að sumir hafi bara ekki verið almennilegir og á öllumstöðum hef ég fengið afdráttarlaus og skýr svör. svona næstum alls staðar allavega. en svo kom að því að finna forstöðumann tóbaksvarnarráðs og netfang hans. eftir að hafa skoðaða mjög reyklausar og skemmtilega subbulegar síður komst ég að því að kallinn sjálfur, herra Þorgrímur Þráinsson væri maðurinn sem mig vantaði. en hvergi var gefið upp netfang eða neitt sem ég hefði getað nýtt mér svo ég settist þolinmóð fyrir framan Google.com. og komst að ýmsu um Þorgrím eftir að hafa lesið hrottalegt viðtal við hann á Gras.is (sem gæti verið vefur bústjórnendaskólans, en er það ekki)
*Áttu gælunafn? Þoggi, Toggi, Pombi, Sveitó, Diskó, Stro, Dreinsson, Brainsson, Frímann flugkappi o.fl.
(hvað er málið með "Pompi" og jah.... "Brainsson"?)
*Þú vaknar um miðja nótt og það er að kvikna í húsinu þínu. Hvaða eina hlut tekurðu með þér út? Þegar fjölskyldan væri ,,seif” myndi ég grípa tölvuna því þar eru allar þær brilljand hugmyndir sem eiga eftir að blómstra á hvítu tjaldi, leiksviði, pappír og víða á næstu 15 árum.
(Brilljant? var mig að dreyma ógleðstilfinninguna sem fylgdi því að lesa "bak við bláu augun" "tár bros og takkaskól" og hvað þær nú hétu? drottinn minn)
*Eru feitar konur kynæsandi? Veltur á augnaráðinu, klæðaburði, hreyfingum, framkomu, karisma, fingrafimi og hvort þær kunna köngulóarbragðið!
(karisma?)
og svo komu leiðinlegar fótboltaspurningar (sjá hér)sem ég skildi ekki. hverjum er svossem heldur ekki sama um hverjir verða íslandsmeistarar í fokking FÓTBOLTA!? en allaveganna. svo fann ég emailið hans loksins inn á einhverjum rithöfundavef og jah.... Ó MÆ FOKKING GOD, jah sumir eru alla vega ekki í sjálfsálitskreppu. sjáið hvort þið finnið það....
ég, ungfrú beilari á Dartingtonpunkturkomm er farin í hádegismat. ég ætla að fara í nóatún og kaupa mér eitthvað AFAR kaloríusnautt svo ég geti étið og drukkið óhollustu í allt kvöld með mínum ástkæra litla sæta besta bróður Ásbirni.
kær kveðja, tóta pössunarpía?
kær kveðja, tóta pössunarpía?
>>Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. "Ég skil
>>ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
>>ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í
>>innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum
>>upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og
>>leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki
>>að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir
>>hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá
>>stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í
>>bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann,
>>hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?"
>>"Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."
>>ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
>>ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í
>>innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum
>>upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og
>>leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki
>>að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir
>>hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá
>>stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í
>>bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann,
>>hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?"
>>"Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."
égverð nú bara að segja ykkur frá því hvað nýjasta skoðunarkönnunun í Fimmunni er hrottalega sniðug. ef þetta er ekki spurning sem vert er að spyrja þjóðina að, þá veit ég ekki hvað!
Hversu oft ferð þú á náðhúsið á degi hverjum?
og
ert þú einn þeirra sem tekur með þér lesefni á náðhúsið?
já maður þarf allaveganna ekki að Ljúga í þessari könnun um hvort maður hafi séð eða lesið einhverjar rosalegar
Hversu oft ferð þú á náðhúsið á degi hverjum?
og
ert þú einn þeirra sem tekur með þér lesefni á náðhúsið?
já maður þarf allaveganna ekki að Ljúga í þessari könnun um hvort maður hafi séð eða lesið einhverjar rosalegar
mánudagur, apríl 26, 2004
er uppi að passa símann. úff. er svooooooooo léleg í því, lýg bara að fólki og veit ekkert hvað ég á að gera. stemming samt. fékk mér kringlu með rjómahvítlauksosti í hádegismat og ANGA af hvítlauk. nammi namm :)
sunnudagur, apríl 25, 2004
stundum langar mig til að flytja inn á afa gamla, hætta ruglinu, fara í íslensku í háskólanum og gerast heimavinnandi húsmóðir eftir að hafa gotið nokkrum börnum. stundum langar mig hins vegar til að kaupa mér nýjan fallraven bakpoka, 20 pör af nærbuxum og sauma 4 tæ-buxur, selja allt sem ég á og ferðast. ekki taka með mér síma og bara skrifa bréf til útvaldra einstaklinga heima á skerinu.
stundum langar mig þetta bæði í einu.
stundum langar mig hvorugt.
ég held það geri mig þunglynda að sofa til tvö og ég ætla að hætta því.
stundum langar mig þetta bæði í einu.
stundum langar mig hvorugt.
ég held það geri mig þunglynda að sofa til tvö og ég ætla að hætta því.
ef þið hafði einhverntíman efast um það hver sé latasta manneskja í heimi, þá getið þið tekið efann ykkar og hent honum út í rusl með ónýta kaffikorknum eftir morgunkaffið. ef þið drekkið kaffi þeas. vegna þess að ÉG er latasta manneskja í heimi og ef þið gætuð séð mig núna myndi ásjóna mín ýta undir þessa vitneskju. var nefnilega að vakna. og klukkan er ða verða TVÖ!
segi nú ekki að ég hafi ekki rumskað, svona klukkan 10, 11, 12 og um eitt leytið, en ég fór sko ekki á fætur. glætan! lá bara og ákvað að sofa.
þannig að ég fór ekki í sund. ég æfði mig ekki á víóluna. ég æfði ekki fjögurhundruð ný lög sem ég fékk í síðasta söngtíma. ég skrifaði ekki email til vina minna í útlöndum, hvað þá sendibréf. ég fór ekki í göngutúr og ég dreif mig ekki í að skrifa betlunarbréf til Dartington fólksins.
held reyndar ég sé að koxa á því dæmi.
en núna er ég með svo mikið samviskubit að mér er næstum því óglatt. svo er ég mjög mjög svöng.
það besta er samt að ég get ekki kent neinum um! ég fór ekki seint að sofa, ég gerði ekki mjög mikið um helgina og ég var eiginlega ekki þreytt svona þegar klukkan var 10, 11, 12 og að verða eitt. bara NENNTI ekki á fætur.
im a jerk
segi nú ekki að ég hafi ekki rumskað, svona klukkan 10, 11, 12 og um eitt leytið, en ég fór sko ekki á fætur. glætan! lá bara og ákvað að sofa.
þannig að ég fór ekki í sund. ég æfði mig ekki á víóluna. ég æfði ekki fjögurhundruð ný lög sem ég fékk í síðasta söngtíma. ég skrifaði ekki email til vina minna í útlöndum, hvað þá sendibréf. ég fór ekki í göngutúr og ég dreif mig ekki í að skrifa betlunarbréf til Dartington fólksins.
held reyndar ég sé að koxa á því dæmi.
en núna er ég með svo mikið samviskubit að mér er næstum því óglatt. svo er ég mjög mjög svöng.
það besta er samt að ég get ekki kent neinum um! ég fór ekki seint að sofa, ég gerði ekki mjög mikið um helgina og ég var eiginlega ekki þreytt svona þegar klukkan var 10, 11, 12 og að verða eitt. bara NENNTI ekki á fætur.
im a jerk
föstudagur, apríl 23, 2004
var að skella upp nýjum dálki á linkana mína sem heitir "já takk" og þar mun ég setja linka yfir á hluti og dót sem mig langar í. svona "já takk listi", mjög hentugt þegar þið fáið hjá ykkur óseðjandi löngun til að gefa mér eitthvað fallegt. :) allt gert fyrir ykkur, dúllurnar mínar, smúss smússí
If your friends need help, they come to you. You
may feel a bit lost yourself at times but as
soon as there is someone in need you are there
to guide them through the trouble.
What useful object do you resemble?
brought to you by Quizilla
SígaunaBarónnin
ekki veit ég hvað herra Strauss (ekki þessi kúlaði sem heitir Richard, heldur hinn) var að spá þegar hann skellti saman í óperuna Sígaunabaróninn. því ef það eru einhverjar tvær gerðir að tónlist sem EKKI eiga neitt sameiginlegt, þá er það sígaunatónlist og vínarvalsar.
en samt virðist þetta virka. ótrúlegt.
éger s.s. að spila í óperunni Sígaunabaróninum, sem Listaháskóli Íslands er að setja upp. plögg hérna neðar. Gunnsteinn þaðeroflítiðskinnutanumhausinnámér Ólafsson þykist veifa priki þar fyrir framan hljómsveit sem samanstendur af strengjakvartett og kontrabassa, flautu, óbói, 2 klarínettum og 2 hornum. svo maður gleymi nú ekki SNILLINGNUM á slagverkinu. það sem mér finnst mjöööööög merkilegt við þessi ósköp er það, að í fyrrnefndri hljómsveit eru aðeins TVEIR nemendur úr Listaháskólanum. hinir eru allir úr tónó rkv, nema auminginn ég úr hafnarfirði og svo hann Víðir megakrútt úr kópavogi. hvað er málið með það? eru tónlistarnemendur lhí of Góðir eða hafa of Mikið að Gera til að geta tekið þátt í uppfærslum í eigin skóla? höfum við þá eitthvað minna gera? tek sem dæmi að hún Svafa mín var í stigsprófi í dag, frumsýningardag og Berglind flautusnillingur er að halda tónleika næsta þriðjudag. eða er það kannski ekki alfeg nógu töff fyrir einleikarasnillinga framtíðarinnar að spila í svona nemendasýningu?
nú er ég ekki að segja neitt ljótt, bara velta þessu fyrir mér án þess að nefna nöfn eða gefa neitt til kynna, enda veit ég ekki nema EINA hlið á þessu máli og það er mín hlið. og við vitum nú öll hvernig mínar hliðar eru. úff.
en allavega, plögg plögg!
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð 23., 24. og 25. apríl í Íslensku óperunni (beint á móti NæstaBar, við hliðina á Sólón. svo að blauta fólkið mitt rati nú hehe ;)
Sýningarnar hefjast kl. 20.00.
Aðgangur ókeypis
ó k e y p i s ! !
ekki veit ég hvað herra Strauss (ekki þessi kúlaði sem heitir Richard, heldur hinn) var að spá þegar hann skellti saman í óperuna Sígaunabaróninn. því ef það eru einhverjar tvær gerðir að tónlist sem EKKI eiga neitt sameiginlegt, þá er það sígaunatónlist og vínarvalsar.
en samt virðist þetta virka. ótrúlegt.
éger s.s. að spila í óperunni Sígaunabaróninum, sem Listaháskóli Íslands er að setja upp. plögg hérna neðar. Gunnsteinn þaðeroflítiðskinnutanumhausinnámér Ólafsson þykist veifa priki þar fyrir framan hljómsveit sem samanstendur af strengjakvartett og kontrabassa, flautu, óbói, 2 klarínettum og 2 hornum. svo maður gleymi nú ekki SNILLINGNUM á slagverkinu. það sem mér finnst mjöööööög merkilegt við þessi ósköp er það, að í fyrrnefndri hljómsveit eru aðeins TVEIR nemendur úr Listaháskólanum. hinir eru allir úr tónó rkv, nema auminginn ég úr hafnarfirði og svo hann Víðir megakrútt úr kópavogi. hvað er málið með það? eru tónlistarnemendur lhí of Góðir eða hafa of Mikið að Gera til að geta tekið þátt í uppfærslum í eigin skóla? höfum við þá eitthvað minna gera? tek sem dæmi að hún Svafa mín var í stigsprófi í dag, frumsýningardag og Berglind flautusnillingur er að halda tónleika næsta þriðjudag. eða er það kannski ekki alfeg nógu töff fyrir einleikarasnillinga framtíðarinnar að spila í svona nemendasýningu?
nú er ég ekki að segja neitt ljótt, bara velta þessu fyrir mér án þess að nefna nöfn eða gefa neitt til kynna, enda veit ég ekki nema EINA hlið á þessu máli og það er mín hlið. og við vitum nú öll hvernig mínar hliðar eru. úff.
en allavega, plögg plögg!
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð 23., 24. og 25. apríl í Íslensku óperunni (beint á móti NæstaBar, við hliðina á Sólón. svo að blauta fólkið mitt rati nú hehe ;)
Sýningarnar hefjast kl. 20.00.
Aðgangur ókeypis
ó k e y p i s ! !
ég er svo heiladauð mér dettur eiginlega ekkert í hug að segja nema það að ég er staðráðin í því að fá mér eitthvað viðbjóðslega óhollt og ógeðslegt í hádegismat. kók og súkkulaði. hamborgara og franskar.
nammi.
pulsu með öllu nema remúlaði og bananastangir.
nammi.
pulsu með öllu nema remúlaði og bananastangir.
mánudagur, apríl 19, 2004
hey, nú eru liðnir rúmir FIMM tímar síðan ég benti lesendum þessa bloggs á skó sem mig langar afar mikið í. og þeir eru ekki enn komnir í hús! hvað á þetta að þýða? hvurs lags eiginlega heimsendingar þjónusta er þetta?
ussu sussu!
ussu sussu!
það er komið hádegi og strangt til tekið ætti eg að vera uppi í kaffistofu að borða hádegismat.
hmmm.
spurning um að drífa sig?
hmmm.
spurning um að drífa sig?
vinkona mín fór til útlanda í janúar. ég las þetta á netinu hennar áðan
"Samt er nú planað að fara í hike um helgina og kannski campa þar eina nótt, annars verðum við bara með svona spontant ákveðna helgi. "
getur einhver giskað á hvaða land krúttið fór til? :) :)
"Samt er nú planað að fara í hike um helgina og kannski campa þar eina nótt, annars verðum við bara með svona spontant ákveðna helgi. "
getur einhver giskað á hvaða land krúttið fór til? :) :)
mig langar ÓGEÐSLEGA MIKIÐ í þessa skó!!! gaaaaaaaarg!
maaaaatuuuurrr....
ég át svo mikið um helgina að éger með brjálaðan móral, held jafnvel ég endurtaki Skyr-Vikuna sem átti að gera svo góða hluti síðustu viku. uh... eða ekki. held einmitt að þar hafi kúin fengið hnífinn í bakið. ef maður er of mikið að passa sig að éta ekki neitt nema hollustu springur maður bara á limminu og dettur svo feitt í það næst þegar maður kaupir nammi að það er ekki lagi líkt. nema þá helst sælgætissöngnum.
já maður.
en áfram heldur Bond áhorfunin, og nú er maður kominn inná mr. Roger Moore. ekki svo slæmur sá.
on her majesty´s secret service
bond: George Lazenby (nákvæmlega! hver í andskotanum er það?!)
vondikall: spectra og vinur okkar Ernst Stavro Blofeld
handbendlið: man ekki
kellingar: 3, og ekki æla.... hann GIFTIST einni þeirra! garg! en hún er sem betur fer drepin í honnímúnferðinni
popp-pása: svona korteri eftir að myndin byrjar áttar maður sig á því að hún er Ömurleg og allan tímann eftir það er maður að reyna að finna sér eitthvað að gera til að sofna ekki
lokaatriði: bond giftir sig og vondur kall drepur konuna hans og bond er grenjandi að segja einhverri löggu að þetta verði allt í læ, hún sé bara að hvíla sig og BLAH BLAH BLAH (maður ælir)
diamonds are forever
Bond: sean connery (guði sé lof!)
vondikall: Ernst beibí Blofeld og núna búið að gera lýta-aðgerðir á einhverjum milljóner svo það eru eiginlega TVEIR nr.1! mjög smart
handbendli vonda mannsins: Dr. Metz, leysigeisla sérfræðingu, svo eru líka mjög skrýtnir tveir gaurar sem heita Mr. Kidd og Mr. Wint. láta næstum því eins og þeir séu þroskaheftir, en þaðer nú bara stemmari. svo leiðast þeir í einu atriðinu.... á víst að vera einhver gay undirtónn
kellingar: 3 (nema hvað)
lokaatriði: Bond og gellan eru á skemmtiferðarskipi og drepa Mr. Kidd og Mr. Wint.
ég át svo mikið um helgina að éger með brjálaðan móral, held jafnvel ég endurtaki Skyr-Vikuna sem átti að gera svo góða hluti síðustu viku. uh... eða ekki. held einmitt að þar hafi kúin fengið hnífinn í bakið. ef maður er of mikið að passa sig að éta ekki neitt nema hollustu springur maður bara á limminu og dettur svo feitt í það næst þegar maður kaupir nammi að það er ekki lagi líkt. nema þá helst sælgætissöngnum.
já maður.
en áfram heldur Bond áhorfunin, og nú er maður kominn inná mr. Roger Moore. ekki svo slæmur sá.
on her majesty´s secret service
bond: George Lazenby (nákvæmlega! hver í andskotanum er það?!)
vondikall: spectra og vinur okkar Ernst Stavro Blofeld
handbendlið: man ekki
kellingar: 3, og ekki æla.... hann GIFTIST einni þeirra! garg! en hún er sem betur fer drepin í honnímúnferðinni
popp-pása: svona korteri eftir að myndin byrjar áttar maður sig á því að hún er Ömurleg og allan tímann eftir það er maður að reyna að finna sér eitthvað að gera til að sofna ekki
lokaatriði: bond giftir sig og vondur kall drepur konuna hans og bond er grenjandi að segja einhverri löggu að þetta verði allt í læ, hún sé bara að hvíla sig og BLAH BLAH BLAH (maður ælir)
diamonds are forever
Bond: sean connery (guði sé lof!)
vondikall: Ernst beibí Blofeld og núna búið að gera lýta-aðgerðir á einhverjum milljóner svo það eru eiginlega TVEIR nr.1! mjög smart
handbendli vonda mannsins: Dr. Metz, leysigeisla sérfræðingu, svo eru líka mjög skrýtnir tveir gaurar sem heita Mr. Kidd og Mr. Wint. láta næstum því eins og þeir séu þroskaheftir, en þaðer nú bara stemmari. svo leiðast þeir í einu atriðinu.... á víst að vera einhver gay undirtónn
kellingar: 3 (nema hvað)
lokaatriði: Bond og gellan eru á skemmtiferðarskipi og drepa Mr. Kidd og Mr. Wint.
sunnudagur, apríl 18, 2004
hafiði pælt í hvað "Enter sandman" með metallicu hefur týnt/misst/mistúlkað merkinguna sína eftir að michael jackson keypti sér Never-land og fór að misnota börn þar?
kokka-tóta?
já ég er hér með "offissjallí" orðin gömul ráðsett kona. var rétt í þessu að henda fólki út sem ég bauð í mat. og vitiði barasta hvað! ég eldaði! við erum að tala um ungfrú ristaðbrauð með osti og kakó, sem aldrei hefur eldað neitt á ævinni, bjó til kjúklingabringur, sósu og kartöflur. og desert dauðans. er eiginlega of södd til að geta bloggað, svo er darlingjohn frammi að vaska upp. en honum er nær að eiga ekki eldhús með tvemur vöskum, þá hefði ég nú hjálpað til. hehe :) en krúttin sem komu til okkar skatnahjúnna voru þau Dagbjört, Eyjólfur og Páll. eðal bloggarar, allir saman. svei mér þá :) en jæja.... best að leggjast niður og reyna að melta eitthvað af þessu....
já ég er hér með "offissjallí" orðin gömul ráðsett kona. var rétt í þessu að henda fólki út sem ég bauð í mat. og vitiði barasta hvað! ég eldaði! við erum að tala um ungfrú ristaðbrauð með osti og kakó, sem aldrei hefur eldað neitt á ævinni, bjó til kjúklingabringur, sósu og kartöflur. og desert dauðans. er eiginlega of södd til að geta bloggað, svo er darlingjohn frammi að vaska upp. en honum er nær að eiga ekki eldhús með tvemur vöskum, þá hefði ég nú hjálpað til. hehe :) en krúttin sem komu til okkar skatnahjúnna voru þau Dagbjört, Eyjólfur og Páll. eðal bloggarar, allir saman. svei mér þá :) en jæja.... best að leggjast niður og reyna að melta eitthvað af þessu....
föstudagur, apríl 16, 2004
prentarinn er með ælupest
eg hef komist að mjög merkilegri niðurstöðu, en hún er sú að þetta sem nú er skrifað birtist í raunveruleikanum hér á blogginu mínu. talvan mín hér á skjaló vill aftur á móti bara helst ekki sýna mér mína eigin síðu!
það er eitthvað undarlegt að gerast hér með tölvukerfið... áðan ætlaði ég t.d. að prenta út eina uppskrift (af bökuðum bönunum í karmellusósu.... mmmmmm) en í staðinn tók blessaður prentarinn, án efa í samvinnu við tölvuna, og prentaði út ALLAR uppskriftir á Nóatúnsvefnum. þ.e. áðuren að ég náði að stoppa hann. mjög smart. ég þurfti að hundskast upp og ná í annan pakka af prentpappír. ussu sussu suss.
ég spyr mig sjálfa "HVAR er tölvunarfræðingurinn?"
svo verð ég nottla að svara mér sjálfri, því ég veit að hann er í skólanum... svona er nú það krakkar mínir.
eg hef komist að mjög merkilegri niðurstöðu, en hún er sú að þetta sem nú er skrifað birtist í raunveruleikanum hér á blogginu mínu. talvan mín hér á skjaló vill aftur á móti bara helst ekki sýna mér mína eigin síðu!
það er eitthvað undarlegt að gerast hér með tölvukerfið... áðan ætlaði ég t.d. að prenta út eina uppskrift (af bökuðum bönunum í karmellusósu.... mmmmmm) en í staðinn tók blessaður prentarinn, án efa í samvinnu við tölvuna, og prentaði út ALLAR uppskriftir á Nóatúnsvefnum. þ.e. áðuren að ég náði að stoppa hann. mjög smart. ég þurfti að hundskast upp og ná í annan pakka af prentpappír. ussu sussu suss.
ég spyr mig sjálfa "HVAR er tölvunarfræðingurinn?"
svo verð ég nottla að svara mér sjálfri, því ég veit að hann er í skólanum... svona er nú það krakkar mínir.
afhverju kemur ekkert? ég skil þetta bara alls alls ekki! grrrrr!!
hvðaer málið?
postarnir mínir sjást ekki á blogginu mínu! ég er mjög miður mín út af þessu og nú ætla ég úti nóatún og kaupa mér kex.
postarnir mínir sjást ekki á blogginu mínu! ég er mjög miður mín út af þessu og nú ætla ég úti nóatún og kaupa mér kex.
OH ég er svo GÁÁÁÁÁÁÁÁÁFUÐ!!!
sem mælist nú aðallega í því að skuli í alvörunni taka gáfnapróf á netinu, hehe :)
Congratulations, tóta!
Your IQ score is 127
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.
sem mælist nú aðallega í því að skuli í alvörunni taka gáfnapróf á netinu, hehe :)
Congratulations, tóta!
Your IQ score is 127
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.
dem!
ég ætlaði að fara á sinfó tónleikana sem voru í GÆR! djöfull er maður heimskulegur stundum :( svo ég minnist nú ekki á það hvað ég er svöng! ussu sussu! "BARA skyr" dæetinn var glataður, virkaði eiginlega ekki nema fyrstu 4 tímana á hverjum degi. og þar sem ég ef yfirleitt ekki komin til meðvitundar fyrr en svona 2 tímum eftir að ég vakna, þá var þetta ekki nema tveggja tíma þrautaganga... en reyndar náði ég nú að halda mér í "hollu og góðu" deildinni, borðaði bara banana og jógúrt og hrökkbrauð og svona viðbjóð. þangað til í gær að ég fékk mér túnfisksamloku og svo bakaði mamma SÚKKULAÐIKÖKU! argh! og ekki nóg með að kakan væri hrottalega góð, heldur var kremið sjálft að himnum ofan komið. og það var svo þunnt að mamma greyið neyddist til að hafa skál á borðinu með afganginum af því. æj æj! en leiðó, þá lenti maður í þeirri hræðilega leiðinlegu aðstöðu ða geta hreinlega Mokað kremi ofan á sneiðina sína ef hún yrði eitthvað fátækleg.
ussu sussu.
en við mægður vorum (nema hvað) að fagna því að truntan hún Mary var rekin úr Batchelor, eins gott, djöfull var hún leiðinleg. ég var að fatta að ég þoli ekki Dramatískar konur. gott hjá mér þá að vera að horfa á Batchelor. eníveis, þá fór ég inná www.abc.com og ætlaði að finna mynd af honum Bob darling, en rakst þá bara í staðinn á hver var næsta batchelorette og hvern hún valdi (ljótur). en það var nú bara gellan hún Meredith og þess vegna er mynd af henni hérna. djöfull er hún falleg! úff. Bob bjáni. :)
ég ætlaði að fara á sinfó tónleikana sem voru í GÆR! djöfull er maður heimskulegur stundum :( svo ég minnist nú ekki á það hvað ég er svöng! ussu sussu! "BARA skyr" dæetinn var glataður, virkaði eiginlega ekki nema fyrstu 4 tímana á hverjum degi. og þar sem ég ef yfirleitt ekki komin til meðvitundar fyrr en svona 2 tímum eftir að ég vakna, þá var þetta ekki nema tveggja tíma þrautaganga... en reyndar náði ég nú að halda mér í "hollu og góðu" deildinni, borðaði bara banana og jógúrt og hrökkbrauð og svona viðbjóð. þangað til í gær að ég fékk mér túnfisksamloku og svo bakaði mamma SÚKKULAÐIKÖKU! argh! og ekki nóg með að kakan væri hrottalega góð, heldur var kremið sjálft að himnum ofan komið. og það var svo þunnt að mamma greyið neyddist til að hafa skál á borðinu með afganginum af því. æj æj! en leiðó, þá lenti maður í þeirri hræðilega leiðinlegu aðstöðu ða geta hreinlega Mokað kremi ofan á sneiðina sína ef hún yrði eitthvað fátækleg.
ussu sussu.
en við mægður vorum (nema hvað) að fagna því að truntan hún Mary var rekin úr Batchelor, eins gott, djöfull var hún leiðinleg. ég var að fatta að ég þoli ekki Dramatískar konur. gott hjá mér þá að vera að horfa á Batchelor. eníveis, þá fór ég inná www.abc.com og ætlaði að finna mynd af honum Bob darling, en rakst þá bara í staðinn á hver var næsta batchelorette og hvern hún valdi (ljótur). en það var nú bara gellan hún Meredith og þess vegna er mynd af henni hérna. djöfull er hún falleg! úff. Bob bjáni. :)
þriðjudagur, apríl 13, 2004
svöng, syfjuð, sól, sund og nýr linkur
éger mjög svöng, samt soldið svona óglatt líka. ég ætla sko bara að borða skyr út alla þessa viku, sama hvað hver segir! ef ég ætla ekki að enda með því að girða undirhökuna ofan í buxnastrenginn og rasskinnunum oní sokkana þá þýðir ekkert annað en að borða bara skyr. og ekkert helvítis kjaftæði um að maður verði að fá næringu og blablaBLA! sýnist ykkur ég vera að deyja úr vannæringu?!
eníveis.
so er komin sól sem ýtir undir það að mig langar ALLS ekkert til að halda áfram að slá inn andskotans stjórnardeildina, fer nú samt að vera búin með helvítið. sólin gerir það líka að verkum að mig langar hrottalega mikið í sund og fá freknur (og/eða sortuæxli) á nefið. elskujónminn ætlaði með mér í sund í hádeginu, en hann er svo ofsalega upptekinn í skólanum sínum að hann er ekki enn komin.
umingjans litla skinnið mitt. reyndar hringdi ég í hann áðan og mér heyrðist einhver segja á bak við hann "nei með barbíkjúsósu!" sem þýðir annaðhvort það að fólkið sem er með honum í lokaverkefninu er endanlega búið að snappa á því, eðahann fór og fékk sér Subbu-mat. :@ sá verður tekinn í karphúsið!
talandi um að taka í karphús, þá var ég að skella inn nýjum link yfir á miss Helgu Þóru fiðlusnilling. hún er djöfulli nett, ég verð nú bara að segja það... reyndar langar mig að segja ýmislegt fleira, og jafnvel bera saman sval-leika Helgu og ýmsra annara stúlkna á hennar reki, en það er víst ekki heillavænlegt.
fjúttí fjú.
pixies rúúúúúúúla. vill einhver bjóða mér á tónleikana?
éger mjög svöng, samt soldið svona óglatt líka. ég ætla sko bara að borða skyr út alla þessa viku, sama hvað hver segir! ef ég ætla ekki að enda með því að girða undirhökuna ofan í buxnastrenginn og rasskinnunum oní sokkana þá þýðir ekkert annað en að borða bara skyr. og ekkert helvítis kjaftæði um að maður verði að fá næringu og blablaBLA! sýnist ykkur ég vera að deyja úr vannæringu?!
eníveis.
so er komin sól sem ýtir undir það að mig langar ALLS ekkert til að halda áfram að slá inn andskotans stjórnardeildina, fer nú samt að vera búin með helvítið. sólin gerir það líka að verkum að mig langar hrottalega mikið í sund og fá freknur (og/eða sortuæxli) á nefið. elskujónminn ætlaði með mér í sund í hádeginu, en hann er svo ofsalega upptekinn í skólanum sínum að hann er ekki enn komin.
umingjans litla skinnið mitt. reyndar hringdi ég í hann áðan og mér heyrðist einhver segja á bak við hann "nei með barbíkjúsósu!" sem þýðir annaðhvort það að fólkið sem er með honum í lokaverkefninu er endanlega búið að snappa á því, eðahann fór og fékk sér Subbu-mat. :@ sá verður tekinn í karphúsið!
talandi um að taka í karphús, þá var ég að skella inn nýjum link yfir á miss Helgu Þóru fiðlusnilling. hún er djöfulli nett, ég verð nú bara að segja það... reyndar langar mig að segja ýmislegt fleira, og jafnvel bera saman sval-leika Helgu og ýmsra annara stúlkna á hennar reki, en það er víst ekki heillavænlegt.
fjúttí fjú.
pixies rúúúúúúúla. vill einhver bjóða mér á tónleikana?
Bond, elsku Bond
jújú, mikið rétt, hinir hressu "bond-fever" sjúklingar íslands (var að frétta af tvei-mur hrottalega sýktum einstaklingum í Danmörkunni) létu sitt ekki eftir liggja, heldur horfðu með mikilli aðdáun á næstu 2 Bond myndir í röðinni. erum við farin að ókyrrast allverulega, því nú tekur að síga í seinni hluta herra connery.
Thunderball
Bond: sean connery
vondikall: spectra, með herra Largo, eða No. 2 fremstan í fararbroddi (hann er með lepp)
handbendli vonda kalls: fyrst í stað er hún kærasta Largos, en jah.... Bond er nú ekki lengi að "tala" hana til.
kellingar: 3
popp-pása: 20 mínútna bardaga atriði milli kafara í rauðu (bond og co.) og kafara í svörtu (spectra).
lokaatriði: sérlega flott lokaatriði þar sem Bond og hin stinna stúlka eru í gúmmíbát útá rúmsjó, bond blæs upp risastóra helíumblöðru sem er í laginu eins og risastór rauð píla. hann festir blöðruna vel í beltið sitt, grípur um gelluna og í sama mund flýgur flutningavél hennar hátignar framhjá með risastóran griparm framhjá. hún flýgur undir rauðu píluna og kippir parinu upp í loft. svo smellir Bond nottla einum blautum á kvensuna þegar þau eru á fleygiferð um háloftin.
kíkið á auglýsingu fyrir myndina sem var gefinn út 1965! snild snild SNILD!
you only live twice
bond: s.c.
vondikall: spectra, No. 1 sýnir meira aðsegja á sér fésið!
handbendli: Mr. Osato og ritarinn hans Helga Brandt
kellingar: 3
lokaatriði: bond og gellan eru úti á sjó í gúmmíbát.
alsherjarBondsíða
jújú, mikið rétt, hinir hressu "bond-fever" sjúklingar íslands (var að frétta af tvei-mur hrottalega sýktum einstaklingum í Danmörkunni) létu sitt ekki eftir liggja, heldur horfðu með mikilli aðdáun á næstu 2 Bond myndir í röðinni. erum við farin að ókyrrast allverulega, því nú tekur að síga í seinni hluta herra connery.
Thunderball
Bond: sean connery
vondikall: spectra, með herra Largo, eða No. 2 fremstan í fararbroddi (hann er með lepp)
handbendli vonda kalls: fyrst í stað er hún kærasta Largos, en jah.... Bond er nú ekki lengi að "tala" hana til.
kellingar: 3
popp-pása: 20 mínútna bardaga atriði milli kafara í rauðu (bond og co.) og kafara í svörtu (spectra).
lokaatriði: sérlega flott lokaatriði þar sem Bond og hin stinna stúlka eru í gúmmíbát útá rúmsjó, bond blæs upp risastóra helíumblöðru sem er í laginu eins og risastór rauð píla. hann festir blöðruna vel í beltið sitt, grípur um gelluna og í sama mund flýgur flutningavél hennar hátignar framhjá með risastóran griparm framhjá. hún flýgur undir rauðu píluna og kippir parinu upp í loft. svo smellir Bond nottla einum blautum á kvensuna þegar þau eru á fleygiferð um háloftin.
kíkið á auglýsingu fyrir myndina sem var gefinn út 1965! snild snild SNILD!
you only live twice
bond: s.c.
vondikall: spectra, No. 1 sýnir meira aðsegja á sér fésið!
handbendli: Mr. Osato og ritarinn hans Helga Brandt
kellingar: 3
lokaatriði: bond og gellan eru úti á sjó í gúmmíbát.
alsherjarBondsíða
Friða hin fríða er alltaf að senda mér svo skemmtilega brandara...
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas. Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo
"Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?"
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel af diskinum og sagði svo "Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!"
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. "Blandað grænmeti!" sagði Jónas. Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo
"Er Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?"
sunnudagur, apríl 11, 2004
hristur, ekki hrærður
við jón huggulegi erum í Bond, James Bond maraþoni. eða svona langhlaupi með hléum... erum búin að horfa á fyrstu 3 myndir á síðustu 2 vikum. pjúra snild. sean connery er svo mikið beib að maður skilur það gjörsamlega af hverju gellurnar falla niður í kringum hann eins og flugur sem lenda í skordýraeitursúða. eitt hefur þó komið okkur "skemmtilega" á óvart, en það er að fjöldi kvenmanna sem bondarinn flekar hefur í þessum 3 myndum verið sá sami. er þetta pæling, eða bara tilviljun? hver er tilgangur þrítölunnar í kvennamálum james bond?
je.
þar sem ég hef ekkert að gera ákvað ég að smella niður smá summary....
Dr. No
Bond: sean connery
vondi kall: dr. no og Spektra
handbendli vonda kallsins: jarðfræðingurinn prof. Dent
gellur: 3
lokaatriði: bond og gellan í árabát í togi aftan í strandgæslunni. bond sker á línuna. (töffari)
From Russia with love
Bond: sean connery
vondi kall: spektra
handbendli vonda kallsins: ógeðslega leiðinleg gribba sem hét Rosa Klebb og ljóshærður þjóðverji.
lokaatriði: turtildúfurnar eru á gondóla í feneyjum og meðan þau eru að kela hendir bond filmubút út í vatnið sem vondi kallinn hafði tekið af þeim.
Goldfinger
Bond: sean connery
vondi kall: goldfinger
handbendlið: oddjob, kóreukall sem gat brutt golfkúlu með lúkunum einum saman og hent hattinum sínum í fólk svo það dó
gellur: 3, var reyndar komin með þá 4ðu í sigtið en hún var drepin
lokaatriði: bond og gellan stökkva úr flugvél í fallhlíf fara að kela þegar þau eru lent og bond bannar henni að veifa til þyrlunnar sem er að leita að þeim.
já maður! svo er bara að koma sér vel fyrir og horfa á næstu... jah... næstu 18 myndir :)
við jón huggulegi erum í Bond, James Bond maraþoni. eða svona langhlaupi með hléum... erum búin að horfa á fyrstu 3 myndir á síðustu 2 vikum. pjúra snild. sean connery er svo mikið beib að maður skilur það gjörsamlega af hverju gellurnar falla niður í kringum hann eins og flugur sem lenda í skordýraeitursúða. eitt hefur þó komið okkur "skemmtilega" á óvart, en það er að fjöldi kvenmanna sem bondarinn flekar hefur í þessum 3 myndum verið sá sami. er þetta pæling, eða bara tilviljun? hver er tilgangur þrítölunnar í kvennamálum james bond?
je.
þar sem ég hef ekkert að gera ákvað ég að smella niður smá summary....
Dr. No
Bond: sean connery
vondi kall: dr. no og Spektra
handbendli vonda kallsins: jarðfræðingurinn prof. Dent
gellur: 3
lokaatriði: bond og gellan í árabát í togi aftan í strandgæslunni. bond sker á línuna. (töffari)
From Russia with love
Bond: sean connery
vondi kall: spektra
handbendli vonda kallsins: ógeðslega leiðinleg gribba sem hét Rosa Klebb og ljóshærður þjóðverji.
lokaatriði: turtildúfurnar eru á gondóla í feneyjum og meðan þau eru að kela hendir bond filmubút út í vatnið sem vondi kallinn hafði tekið af þeim.
Goldfinger
Bond: sean connery
vondi kall: goldfinger
handbendlið: oddjob, kóreukall sem gat brutt golfkúlu með lúkunum einum saman og hent hattinum sínum í fólk svo það dó
gellur: 3, var reyndar komin með þá 4ðu í sigtið en hún var drepin
lokaatriði: bond og gellan stökkva úr flugvél í fallhlíf fara að kela þegar þau eru lent og bond bannar henni að veifa til þyrlunnar sem er að leita að þeim.
já maður! svo er bara að koma sér vel fyrir og horfa á næstu... jah... næstu 18 myndir :)
miðvikudagur, apríl 07, 2004
ef einhver er ekki búinn að heyra 2. kaflann í strengjakvartett nr. 4 op. 130 eftir Beethoven, þá tel ég það samfélagslegu skylda mín að benda fólki á að hlusta á þann heilagleika sem ALLRA ALLRA FYRST. þvílík snild. og Finnbogi, í kafla númer 3 kemur Adele Ide (eða hvað hún hét nú þessi þýska drusla) stefið svo fyrir að það er eiginlega orðið vandræðalegt :)
Líflæknirinn allur
ég var að klára Líflækninn eftir hinn huggulega Per Olov Enquist nú á dögunum. ansi skemmtileg bókin sú, mæli eindregið með henni, sérstaklega ef fólk hefur áhuga á konungsfjölskyldum á 18. öld. soldið fyndið að lesa þessa bók um hvernig danska hirðin var að drukkna úr vellystingum og spillingu, á meðan éger að slá inn íslensku stjórnardeildina frá sama tíma. íslendingar eru að biðja um einkennisbúning á lögregluMANNINN í reykjavík og fleira í þeim dúr, læknisáhöld á vestfirði og svona. skemmtó...
en bókin góða fjallar um lækninn Struensee sem var líflæknir hins H-geðveika danakonungs Kristjáns sjöunda. struensee var líka upplýsingarmaður og vildi gera góða hluti, en var svo á endingu drepinn fyrir landráð. ég er ekki að gefa upp endann, þetta stendur á kiljunni. en allavega... 3 kórónur af 5.
svo byrjaði ég strax í kjölfarið á nýrri bók af EKKI verri endanum. "da vinci lykillinn" eftir hann þarna gaur.
úff maður! þvílík spenna! las meira en 30 kafla, bara í gær! OG váhá, hvað það á eftir að gera bíómynd eftir þessari bók, maður sér gjörsamlega atriðin fyrir sér, ljóslifandi.
eða svo gott sem.
ég var að klára Líflækninn eftir hinn huggulega Per Olov Enquist nú á dögunum. ansi skemmtileg bókin sú, mæli eindregið með henni, sérstaklega ef fólk hefur áhuga á konungsfjölskyldum á 18. öld. soldið fyndið að lesa þessa bók um hvernig danska hirðin var að drukkna úr vellystingum og spillingu, á meðan éger að slá inn íslensku stjórnardeildina frá sama tíma. íslendingar eru að biðja um einkennisbúning á lögregluMANNINN í reykjavík og fleira í þeim dúr, læknisáhöld á vestfirði og svona. skemmtó...
en bókin góða fjallar um lækninn Struensee sem var líflæknir hins H-geðveika danakonungs Kristjáns sjöunda. struensee var líka upplýsingarmaður og vildi gera góða hluti, en var svo á endingu drepinn fyrir landráð. ég er ekki að gefa upp endann, þetta stendur á kiljunni. en allavega... 3 kórónur af 5.
svo byrjaði ég strax í kjölfarið á nýrri bók af EKKI verri endanum. "da vinci lykillinn" eftir hann þarna gaur.
úff maður! þvílík spenna! las meira en 30 kafla, bara í gær! OG váhá, hvað það á eftir að gera bíómynd eftir þessari bók, maður sér gjörsamlega atriðin fyrir sér, ljóslifandi.
eða svo gott sem.
mánudagur, apríl 05, 2004
Mad World (Gary Jules)
All around me are familiar faces
Worn out places
Worn out faces
Bright and early for the daily races
Going no where
Going no where
Their tears are filling up their glasses
No expression
No expression
Hide my head I wanna drown my sorrow
No tomorrow
No tomorrow
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world
Children waiting for the day they feel good
Happy birthday
Happy birthday
And I feel the way that every child should
Sit and listen
Sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me
No one new me
Hello teacher tell me what’s my lesson
Look right through me
Look right through me
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world
Enlarging your world
Mad world
þetta er svo flott lag! gargh! afhverju nær alltaf það ofureinfalda svona hrottalega beint inní hjartað á mér?
All around me are familiar faces
Worn out places
Worn out faces
Bright and early for the daily races
Going no where
Going no where
Their tears are filling up their glasses
No expression
No expression
Hide my head I wanna drown my sorrow
No tomorrow
No tomorrow
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world
Children waiting for the day they feel good
Happy birthday
Happy birthday
And I feel the way that every child should
Sit and listen
Sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me
No one new me
Hello teacher tell me what’s my lesson
Look right through me
Look right through me
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world
Enlarging your world
Mad world
þetta er svo flott lag! gargh! afhverju nær alltaf það ofureinfalda svona hrottalega beint inní hjartað á mér?
í gær fékk ég mér svona lítið Rolo egg útí í 10-11.
það var ógeðslega gott, mæli með því að ALLIR fari út í búð núna og kaupi sér Rolo Egg. mér/mig/ég langar einmitt óhugnanlega mikið í svoleiðis núna...
það var ógeðslega gott, mæli með því að ALLIR fari út í búð núna og kaupi sér Rolo Egg. mér/mig/ég langar einmitt óhugnanlega mikið í svoleiðis núna...
jæja.... þeir voru ekki lengi að laga þetta blessaðir blogger mennirnir.
úff.
en smá prufa...
ég heiti tóta
úff.
en smá prufa...
ég heiti tóta
Error
We apologize for the inconvenience, but we are unable to process your request at this time. Our engineers have been notified of this problem and will work to resolve it.
snilld.
We apologize for the inconvenience, but we are unable to process your request at this time. Our engineers have been notified of this problem and will work to resolve it.
snilld.
nýr linkur og sólskin
bætti inn á linkana herr Kristján Orra bassaleikara. hneysa að hann skuli ekki hafa verið löngu komin inn. maðurinn er nottululega snillingur. svo kallar hann mig "dauða". svona fólk á alltaf hrós skilið.
ég fór í göngutúr með jóni mínum í hádeginu og það var hvorki logn né hlýtt, samt var sól! ótrúlegt hvað maður verður alltaf hissa þegar maður áttar sig á því að sól erekkiþaðsamaog hiti...
bætti inn á linkana herr Kristján Orra bassaleikara. hneysa að hann skuli ekki hafa verið löngu komin inn. maðurinn er nottululega snillingur. svo kallar hann mig "dauða". svona fólk á alltaf hrós skilið.
ég fór í göngutúr með jóni mínum í hádeginu og það var hvorki logn né hlýtt, samt var sól! ótrúlegt hvað maður verður alltaf hissa þegar maður áttar sig á því að sól erekkiþaðsamaog hiti...
ég á aldrei eftir að verða eins og fólk vill að ég sé.
er það slæmt?
er það slæmt?
ég man ekki hver var að segja mér frá þessari auglýsingu, en hér er hún og hún er algjör snilli! ef þið geyspið EKKI eftir að hafa horft á þetta, þá eruð þið þvílíkir harðhausar....
skelfing er að sjá þig, tóta mín!
núna á ég að vera að slá inn íslensku stjórnardeildina, en ég kláraði þá 3 kassa sem ég var með og þar sem hin ógurlega rammgerða skjalageymsla í kjallaranum sem geymir hin 700 eintökin af títtnefndu safni, var læst áðan, kemst ég ekki að ná í fleiri kassa. ég er nú aldeilis yfir mig miður mín yfir því. eða svona þannig. ætlaði reyndar að hanga bara í rólegheitunum á kaffistofunni, en þegar 3 manneskjur voru búnar að minnast á það hvað ég liti illa út, ákvað ég að fara aftur niður. svo var einn samstarfsmaður minn að ferma dóttur sína í gær svo það er allt morandi í mæjónesi á kaffistofunni.
ég var nærri búin að æla. hafiði pælt í því hvað er Vond lykt af mæjónesi?
pælið í því.
núna á ég að vera að slá inn íslensku stjórnardeildina, en ég kláraði þá 3 kassa sem ég var með og þar sem hin ógurlega rammgerða skjalageymsla í kjallaranum sem geymir hin 700 eintökin af títtnefndu safni, var læst áðan, kemst ég ekki að ná í fleiri kassa. ég er nú aldeilis yfir mig miður mín yfir því. eða svona þannig. ætlaði reyndar að hanga bara í rólegheitunum á kaffistofunni, en þegar 3 manneskjur voru búnar að minnast á það hvað ég liti illa út, ákvað ég að fara aftur niður. svo var einn samstarfsmaður minn að ferma dóttur sína í gær svo það er allt morandi í mæjónesi á kaffistofunni.
ég var nærri búin að æla. hafiði pælt í því hvað er Vond lykt af mæjónesi?
pælið í því.
föstudagur, apríl 02, 2004
jæja jæja!
góða helgi gullin mín!
mín verður það :D:D:D
góða helgi gullin mín!
mín verður það :D:D:D
tóta að týna tölunum...
ég er að "rippa" alla Beethoven strengjakvartettana mína inná tölvuna, mér og þeim sem kunna að spila tónlist í gegnum tölvurnar sínar hér á skjaló (ekki margir), til góðs og ákvað að raða þeim í röð, svona af því að ég er nú svo skipulögð. byrjaði nottla á því að setja allan kvartett No. 1 í eina möppu. svo gerði ég það sama við kvartett no. 2 o. s. frv. þið fattið þetta.
en svo allt í einu fattaði ég að það voru komnir tveir sem voru nr. 1, 2 og 3, en bara einn af 4, 5 og 6.
aftur á móti voru til þó nokkrir sem voru bara alls ekki númer neitt, heldur höfðu svokölluð ópusnúmer. sem er svona tímaröðun tónskálda á verkum sínum fyrir þá sem ekki tóku tónlistarsöguáfanga eitt til sex hjá monsjör Tóta í hafnarfirði og vita þar af leiðandi minna en við sem tókum þá.
en eftir að hafa borðað súkkulaði (næring heilans), ljósritað auglýsingu fyrir Strengjakvartettinn Tuma og slegið inn heilan helling af íslensku stjórnardeildinni, uppgvötaði ég að maður á bara alls ekki að raða strengjakvartettum eftir númerum, heldur ópusnúmerunum geðþekku. með þetta að leiðarljósi bjó ég til möppu sem heitir Op. 18 og í henni eru kvartettar no.1, no.2, no.3, no.4, no. 5 og no. 6. í möppu op. 131 er hins vega Bara kvartett op. 131. án númers.
jáhá.
þetta finnst ábyggilega fáum áhugaverður póstur. en það er nú bara svona með lífið. það er ekkert rosalega gott í að velja fyrir mann fyrirfram sem manni finnst skemmtilegt að lesa. jáhá. en núna geta allir starfsmenn þjóðskjalasafns íslands hlustað á strengjakvartetta beethovens án mikilla málalenginga.
smeeeaaaldsenfeld
ég er að "rippa" alla Beethoven strengjakvartettana mína inná tölvuna, mér og þeim sem kunna að spila tónlist í gegnum tölvurnar sínar hér á skjaló (ekki margir), til góðs og ákvað að raða þeim í röð, svona af því að ég er nú svo skipulögð. byrjaði nottla á því að setja allan kvartett No. 1 í eina möppu. svo gerði ég það sama við kvartett no. 2 o. s. frv. þið fattið þetta.
en svo allt í einu fattaði ég að það voru komnir tveir sem voru nr. 1, 2 og 3, en bara einn af 4, 5 og 6.
aftur á móti voru til þó nokkrir sem voru bara alls ekki númer neitt, heldur höfðu svokölluð ópusnúmer. sem er svona tímaröðun tónskálda á verkum sínum fyrir þá sem ekki tóku tónlistarsöguáfanga eitt til sex hjá monsjör Tóta í hafnarfirði og vita þar af leiðandi minna en við sem tókum þá.
en eftir að hafa borðað súkkulaði (næring heilans), ljósritað auglýsingu fyrir Strengjakvartettinn Tuma og slegið inn heilan helling af íslensku stjórnardeildinni, uppgvötaði ég að maður á bara alls ekki að raða strengjakvartettum eftir númerum, heldur ópusnúmerunum geðþekku. með þetta að leiðarljósi bjó ég til möppu sem heitir Op. 18 og í henni eru kvartettar no.1, no.2, no.3, no.4, no. 5 og no. 6. í möppu op. 131 er hins vega Bara kvartett op. 131. án númers.
jáhá.
þetta finnst ábyggilega fáum áhugaverður póstur. en það er nú bara svona með lífið. það er ekkert rosalega gott í að velja fyrir mann fyrirfram sem manni finnst skemmtilegt að lesa. jáhá. en núna geta allir starfsmenn þjóðskjalasafns íslands hlustað á strengjakvartetta beethovens án mikilla málalenginga.
smeeeaaaldsenfeld
aaaaaaaargggghh!
afhverju virkar prentarinn ekki?!
djöfull HATA ég tölvur!!!
ggrrrrrrrrr :@
afhverju virkar prentarinn ekki?!
djöfull HATA ég tölvur!!!
ggrrrrrrrrr :@
Strengjakvartettinn Tumi
ég gerði ekkert aprílgabb, enda mjög hugprúð og almennileg að öllu jöfnu. fyrir utan það að ég er venjulega það gjörsamlega út á þekju að ég veit sjaldnast hvaða dagur er, hvað þá hver dagsetningin er. en aftur á móti fór ég á kaffihús með vinkonum mínum kl. 9 um morguninn, sem er að vissu leyti hálfgert djók. tala nú ekki um þar sem við eyddum nærri því öllum miðvikudeginum saman. en þetta var þarfur fundur, því vinkonurnar voru hvorki meira né minna en 75 % kvartettsins ógurlega sem fann grúfið sitt. við ákváðum í mikilli sameiningu (á meðan Halldóra fór á klóstið -hehe) að endurskíra þennan fjagra-mæðra og sextán strengja hóp, og var nafnið TUMI fyrir valinu. útskýringar yfir nafngiftinni eru þónokkrar og sýnist sitt hverjum.
en ég auglýsi hér með að Strengjakvartettinn Tumi spilar fyrir fólk og fyrnindi við hverskonar tækifæri og viðhafnir, gegn vægu gjaldi. djöst kol mæ næm end æll bí ðer. eða svo gott sem.
ég gerði ekkert aprílgabb, enda mjög hugprúð og almennileg að öllu jöfnu. fyrir utan það að ég er venjulega það gjörsamlega út á þekju að ég veit sjaldnast hvaða dagur er, hvað þá hver dagsetningin er. en aftur á móti fór ég á kaffihús með vinkonum mínum kl. 9 um morguninn, sem er að vissu leyti hálfgert djók. tala nú ekki um þar sem við eyddum nærri því öllum miðvikudeginum saman. en þetta var þarfur fundur, því vinkonurnar voru hvorki meira né minna en 75 % kvartettsins ógurlega sem fann grúfið sitt. við ákváðum í mikilli sameiningu (á meðan Halldóra fór á klóstið -hehe) að endurskíra þennan fjagra-mæðra og sextán strengja hóp, og var nafnið TUMI fyrir valinu. útskýringar yfir nafngiftinni eru þónokkrar og sýnist sitt hverjum.
en ég auglýsi hér með að Strengjakvartettinn Tumi spilar fyrir fólk og fyrnindi við hverskonar tækifæri og viðhafnir, gegn vægu gjaldi. djöst kol mæ næm end æll bí ðer. eða svo gott sem.
ég var að skipta um mynd á desktoppinu mínu. áður fyrr var þar sérlega sæt og hugguleg mynd af mér þegar ég var 4ja ára, standandi við stól heima hjá ömmu binnu með bros á vör. til seinni tíma hefur mér fundist þetta svolítið sjálfhverft, svo ég skellti inn mynd af fagurgrænni pöddu sem einhver kom með uppá Náttúrufræðistofnun síðasta sumar. fyrir þá sem eru illa upplýstir er rétt að geta þess að móðir mín elskuleg vinnur þar. ég er ekki vildarvinur stofnunarinnar sem fæ sendar nýjustu myndatökurnar af öllum pöddum sem inn koma. ;)
fimmtudagur, apríl 01, 2004
oh éger svo mikið intellektúal!!
skrifaði svona líka gagngeran og góðan ritdóm um Paradísareplin, og herlegheitin voru bara birt! jeminn eini.
sjá hér
skrifaði svona líka gagngeran og góðan ritdóm um Paradísareplin, og herlegheitin voru bara birt! jeminn eini.
sjá hér
í morgun áttaði ég mig á því hversu mikilvægt það sé að taka með sér linsubox hvert sem maður fer.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)