miðvikudagur, apríl 07, 2004

Líflæknirinn allur


ég var að klára Líflækninn eftir hinn huggulega Per Olov Enquist nú á dögunum. ansi skemmtileg bókin sú, mæli eindregið með henni, sérstaklega ef fólk hefur áhuga á konungsfjölskyldum á 18. öld. soldið fyndið að lesa þessa bók um hvernig danska hirðin var að drukkna úr vellystingum og spillingu, á meðan éger að slá inn íslensku stjórnardeildina frá sama tíma. íslendingar eru að biðja um einkennisbúning á lögregluMANNINN í reykjavík og fleira í þeim dúr, læknisáhöld á vestfirði og svona. skemmtó...
en bókin góða fjallar um lækninn Struensee sem var líflæknir hins H-geðveika danakonungs Kristjáns sjöunda. struensee var líka upplýsingarmaður og vildi gera góða hluti, en var svo á endingu drepinn fyrir landráð. ég er ekki að gefa upp endann, þetta stendur á kiljunni. en allavega... 3 kórónur af 5.

svo byrjaði ég strax í kjölfarið á nýrri bók af EKKI verri endanum. "da vinci lykillinn" eftir hann þarna gaur.
úff maður! þvílík spenna! las meira en 30 kafla, bara í gær! OG váhá, hvað það á eftir að gera bíómynd eftir þessari bók, maður sér gjörsamlega atriðin fyrir sér, ljóslifandi.
eða svo gott sem.

Engin ummæli: