föstudagur, apríl 16, 2004

prentarinn er með ælupest
eg hef komist að mjög merkilegri niðurstöðu, en hún er sú að þetta sem nú er skrifað birtist í raunveruleikanum hér á blogginu mínu. talvan mín hér á skjaló vill aftur á móti bara helst ekki sýna mér mína eigin síðu!
það er eitthvað undarlegt að gerast hér með tölvukerfið... áðan ætlaði ég t.d. að prenta út eina uppskrift (af bökuðum bönunum í karmellusósu.... mmmmmm) en í staðinn tók blessaður prentarinn, án efa í samvinnu við tölvuna, og prentaði út ALLAR uppskriftir á Nóatúnsvefnum. þ.e. áðuren að ég náði að stoppa hann. mjög smart. ég þurfti að hundskast upp og ná í annan pakka af prentpappír. ussu sussu suss.
ég spyr mig sjálfa "HVAR er tölvunarfræðingurinn?"
svo verð ég nottla að svara mér sjálfri, því ég veit að hann er í skólanum... svona er nú það krakkar mínir.

Engin ummæli: