þriðjudagur, apríl 13, 2004

svöng, syfjuð, sól, sund og nýr linkur
éger mjög svöng, samt soldið svona óglatt líka. ég ætla sko bara að borða skyr út alla þessa viku, sama hvað hver segir! ef ég ætla ekki að enda með því að girða undirhökuna ofan í buxnastrenginn og rasskinnunum oní sokkana þá þýðir ekkert annað en að borða bara skyr. og ekkert helvítis kjaftæði um að maður verði að fá næringu og blablaBLA! sýnist ykkur ég vera að deyja úr vannæringu?!
eníveis.
so er komin sól sem ýtir undir það að mig langar ALLS ekkert til að halda áfram að slá inn andskotans stjórnardeildina, fer nú samt að vera búin með helvítið. sólin gerir það líka að verkum að mig langar hrottalega mikið í sund og fá freknur (og/eða sortuæxli) á nefið. elskujónminn ætlaði með mér í sund í hádeginu, en hann er svo ofsalega upptekinn í skólanum sínum að hann er ekki enn komin.
umingjans litla skinnið mitt. reyndar hringdi ég í hann áðan og mér heyrðist einhver segja á bak við hann "nei með barbíkjúsósu!" sem þýðir annaðhvort það að fólkið sem er með honum í lokaverkefninu er endanlega búið að snappa á því, eðahann fór og fékk sér Subbu-mat. :@ sá verður tekinn í karphúsið!
talandi um að taka í karphús, þá var ég að skella inn nýjum link yfir á miss Helgu Þóru fiðlusnilling. hún er djöfulli nett, ég verð nú bara að segja það... reyndar langar mig að segja ýmislegt fleira, og jafnvel bera saman sval-leika Helgu og ýmsra annara stúlkna á hennar reki, en það er víst ekki heillavænlegt.
fjúttí fjú.
pixies rúúúúúúúla. vill einhver bjóða mér á tónleikana?

Engin ummæli: