Bond, elsku Bond
jújú, mikið rétt, hinir hressu "bond-fever" sjúklingar íslands (var að frétta af tvei-mur hrottalega sýktum einstaklingum í Danmörkunni) létu sitt ekki eftir liggja, heldur horfðu með mikilli aðdáun á næstu 2 Bond myndir í röðinni. erum við farin að ókyrrast allverulega, því nú tekur að síga í seinni hluta herra connery.
Thunderball
Bond: sean connery
vondikall: spectra, með herra Largo, eða No. 2 fremstan í fararbroddi (hann er með lepp)
handbendli vonda kalls: fyrst í stað er hún kærasta Largos, en jah.... Bond er nú ekki lengi að "tala" hana til.
kellingar: 3
popp-pása: 20 mínútna bardaga atriði milli kafara í rauðu (bond og co.) og kafara í svörtu (spectra).
lokaatriði: sérlega flott lokaatriði þar sem Bond og hin stinna stúlka eru í gúmmíbát útá rúmsjó, bond blæs upp risastóra helíumblöðru sem er í laginu eins og risastór rauð píla. hann festir blöðruna vel í beltið sitt, grípur um gelluna og í sama mund flýgur flutningavél hennar hátignar framhjá með risastóran griparm framhjá. hún flýgur undir rauðu píluna og kippir parinu upp í loft. svo smellir Bond nottla einum blautum á kvensuna þegar þau eru á fleygiferð um háloftin.
kíkið á auglýsingu fyrir myndina sem var gefinn út 1965! snild snild SNILD!
you only live twice
bond: s.c.
vondikall: spectra, No. 1 sýnir meira aðsegja á sér fésið!
handbendli: Mr. Osato og ritarinn hans Helga Brandt
kellingar: 3
lokaatriði: bond og gellan eru úti á sjó í gúmmíbát.
alsherjarBondsíða
Engin ummæli:
Skrifa ummæli