stundum langar mig til að flytja inn á afa gamla, hætta ruglinu, fara í íslensku í háskólanum og gerast heimavinnandi húsmóðir eftir að hafa gotið nokkrum börnum. stundum langar mig hins vegar til að kaupa mér nýjan fallraven bakpoka, 20 pör af nærbuxum og sauma 4 tæ-buxur, selja allt sem ég á og ferðast. ekki taka með mér síma og bara skrifa bréf til útvaldra einstaklinga heima á skerinu.
stundum langar mig þetta bæði í einu.
stundum langar mig hvorugt.
ég held það geri mig þunglynda að sofa til tvö og ég ætla að hætta því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli