sunnudagur, apríl 11, 2004

hristur, ekki hrærður
við jón huggulegi erum í Bond, James Bond maraþoni. eða svona langhlaupi með hléum... erum búin að horfa á fyrstu 3 myndir á síðustu 2 vikum. pjúra snild. sean connery er svo mikið beib að maður skilur það gjörsamlega af hverju gellurnar falla niður í kringum hann eins og flugur sem lenda í skordýraeitursúða. eitt hefur þó komið okkur "skemmtilega" á óvart, en það er að fjöldi kvenmanna sem bondarinn flekar hefur í þessum 3 myndum verið sá sami. er þetta pæling, eða bara tilviljun? hver er tilgangur þrítölunnar í kvennamálum james bond?
je.
þar sem ég hef ekkert að gera ákvað ég að smella niður smá summary....

Dr. No
Bond: sean connery
vondi kall: dr. no og Spektra
handbendli vonda kallsins: jarðfræðingurinn prof. Dent
gellur: 3
lokaatriði: bond og gellan í árabát í togi aftan í strandgæslunni. bond sker á línuna. (töffari)

From Russia with love
Bond: sean connery
vondi kall: spektra
handbendli vonda kallsins: ógeðslega leiðinleg gribba sem hét Rosa Klebb og ljóshærður þjóðverji.
lokaatriði: turtildúfurnar eru á gondóla í feneyjum og meðan þau eru að kela hendir bond filmubút út í vatnið sem vondi kallinn hafði tekið af þeim.

Goldfinger
Bond: sean connery
vondi kall: goldfinger
handbendlið: oddjob, kóreukall sem gat brutt golfkúlu með lúkunum einum saman og hent hattinum sínum í fólk svo það dó
gellur: 3, var reyndar komin með þá 4ðu í sigtið en hún var drepin
lokaatriði: bond og gellan stökkva úr flugvél í fallhlíf fara að kela þegar þau eru lent og bond bannar henni að veifa til þyrlunnar sem er að leita að þeim.

já maður! svo er bara að koma sér vel fyrir og horfa á næstu... jah... næstu 18 myndir :)

Engin ummæli: