mánudagur, júní 30, 2003

ég hélt að ég væri orðin desperat að komast á deit (eða bara uppí rúm hjá einhverjum) og er búin að vera hálf miður mín útaf því í all-langan tíma.
EN VÓ!
það er ekkert meðað við hann Jón Viðar. hann talar hér linnulaust um kellingar, er endalaust að spyrja um hvernig maður á að komast uppá þær og ég veit ekki hvað og hvað. núna í dag er hann búinn að vera heillengi að velta fyrir sér hvernig á að Daðra. og viti menn. eftir nokkrar mínútur fann hann þetta hér. segiði svo að netið sé gagnlaust! ég veit ekki betur en að það sé stórkostleg uppspretta fróðleiks og reynslu. við fundum líka þessa sögu hér, og ætlum strax í hádeginu á morgun að skella okkur í Nóatún og redda málunum....

Mamma mín á afmæli í dag!!!
Til hamingju með afmælið Eeeeeelsku mamma mín :D


je hvað er fyndið að blogga fullur, tala nú ekki um þegar það birtist svo ekki einu sinni.
kannski eins gott maður.... stöffið sem ég var að skrifa. kúl.
eða þannig.
fór í morgun og náði í ELSKULEGU döggu systir mína og restina af familíunni á leifsstöð, mjög hressandi. ég var nottla mætt rúmlega hálftíma of snemma eins og venjulega, ég verð að fara að venja mig af þessari stundvísi, hún er gjörsamlega ekki í stíl við þjóðerni mitt. en allavega. þau keyptu handa mér Dumle karmellur og ilmvatn. ekkvað Naomi Campell gutlerí, held bara svei mér þá að eg fíli það í botn. á reyndar eftir að prófa það...
en mikið er gott að fá þau heim, þó ég verði nú að viðurkenna að það verður erfitt að venja sig af bílnum. úff hvað er þægilegt að vera á góðum bíl.... oh men

föstudagur, júní 27, 2003

það var kaka í kaffinu hér á skjaló vegna þess að Adda er að hætta. hún var geggjuð! kakan þeas, ekki Adda. adda er nú reyndar soldið geggjuð líka.... við gáfum henni pennasett frá parker með nafninu hennar á. ég vildi að ég ætti pennasett. af hverju er enginn búinn að gefa mér pennasett? ég er alltaf að skrifa ekkvað...
hrumpf.
en ég er eiginlega að fá soldið í magann núna.... jeminn einasti, og ég sem er að fara á djammið í kvöld (í-ha!). best að fara að drífa sig heim bara og hlamma sér á dolluna.
klukkan er nú samt bara hálf, tek nokkra alcemy leiki í millitíðinni. hoho ho-ho!

fimmtudagur, júní 26, 2003

þetta:

Mechura
Horn Quartet in E-flat for French Horns, Mvmts. 1 and 4
Czech Philharmonic Horn Section

er mjög mjög fallegt.
aldrei heyrt um þennan gaur samt.... Mechura? google, google, segðu mér....
ég var að heyra að Stefanía sé að koma til íslands :) svo er sigga sæta löööööngu komin heim, flýtir sér bara alltaf út á land í hvert skipti sem ég reyni að gera tilraun til að hitta hana (djóka í þér Sigga).
en þetta kallar náttúrulega á party sem allra fyrsta, helst í gær!

ég er gjörsamlega að hugsa um að halda víóluparty bráðum. dusta rykið af grillinu og kannski útbúa safaríka bollu, Víólu Mafíunni til heiðurs. hún á það Svoooo mikið skilið. hmmm....

ég
sigga
stefanía
þórunn vala
korka

þetta eru allavega þeir sem myndu pttþétt mæta og ekki vera með neina lummulega stæla... en það eru nottla fleiri í félaginu...


SANGRIA

1 orange, thinly sliced
1 lemon, thinly sliced
1/4 cup superfine sugar
1/2 gallon red Burgundy
1/2 cup orange-flavored liqueur
2 bay leaves
1/2 cup brandy
1 quart club soda

Combine and marinate overnight the orange, lemon, sugar, red wine, liqueur and bay leaves. Add the brandy. Just before serving, add club soda and some ice.
(bara smá tillaga) =)

þetta er búið að vera lengsti dagurinn minn hérna á skjaló síðan ég man ekki hvenær. jú ég ljósritaði eina skattaskýrslu og vaskaði upp inní eldhúsi, tók til á ljósritunarborðinu og talaði svo lengi við konurnar á símanum að þær eru ábiggilega komnar með ógeð af mér.
muhu!
svo er adda búin að vera í tölvunni minni í allan dag, svo ég hef ekki einu sinni getað bloggað í friði og ró, hvað þá farið í heimskulega tölvuleiki eða spjallað við fólk á msn!
argh!
þvílíkt líf!!!
svo er sigló æfing á eftir... drottinn minn hvað er lagt mikið á sumt fólk, held svei mér þá að ég hafi unnið mér inn kaldan bjór á hansen fyrir þetta þrekvirki...

miðvikudagur, júní 25, 2003



jæja, nú er að koma sumar. þá fara helvítis fuglarnir að koma.
oj.
ég þoli ekki fugla
já það er rétt.
ég er snillingur og ég get gert við allt.
ALLT!
allavega fattaði ég hvað það var með bloggið mitt sem var bilað og fékk ENGA hjálp. hafiði það!
hah!!!!






Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


oj. Latter sökkar. ég vildi vera expressó >:(
OH hvað ég hlakka til þegar þessi vika er búin og ég get farið að fara heim um leið og klukkan er fimm. þetta er fáránlegt. svo líður mér soldið eins og Árna Johnsen, þar sem ég sit hér á launum og geri ekki rassgat. svona er að vera á milli verkefna. BOring...
svo er helv. fíblið á www.beethoven.com að tala um hvað það er gott veður í connecticut, U.S.A... bleh! go and die!
en allavega. mér er nær...
svo er ég alvarlega að spá í að dissa allt og alla (sérstakalega þá sem eru alltaf að segja mér að ég sé feit og geti aldrei náð mér í almennilegan mann svona útlítandi, bankann og euro frænda), fara á eftir og kaupa mér safaríkan subway og ískalda kók.
mér finnst ég eiga það skilið...
Jimi Hendrix, rock guitarist, started his musical career at an early age on the viola according to leaflet in "Jimi Hendrix: The Ultimate Collection."


það bara hlaut að vera! you go girl, YOU GO!!
ég veit nú ekki mikið um golf, þó það sé hálf skammarlegt af mér að segja frá því, þar sem pabbi minn er framkvæmdastjóri golfsambands íslands og allt... en svona er það nú bara. en þó ég sé hálfgerður brokkálí-stöngull þá veit ég samt að Tiger Woods er mjög góður golfari. svo á hann líka Butt-mikið af peningum.
þannig að hann fór í smá veðmál við nokkra bandaríkjamenn....
click here, folks!
gat svossem verið! finnland spinnland.
ég hef nú reyndar aldrei komið þangað... en eini finninn sem ég þekki er.... jah.... (ekki skemmtileg)

Finnish
FINNISH kutt bii en ekksellentt veei of torkkink
for juu.


What language are you supposed to speak?
brought to you by Quizilla
æfingin í gær var næstum því jafn slæm og í gær, þ.e.a.s. við vorum ekki eins lengi í nútíma ruslinu. skrítið... það er nú ekki eins og Jórunn Viðar sé einhver oldie. við erum að fara að flytja "Sláttu" eftir hana. geggjað maður.
töff verk. soldið bíómyndalegt.
það er komið hádegi og ég ætti nú eiginlega að drulla mér í mat... ég bara nenni því ekki, svo er ég líka eiginlega nýkomin. OG ég á bara eina skyrdollu til að borða, en mig langar í ekkvað miklu meira.
úff púff, hvað er erfitt að vera ég.
eða eins og krúsílíusinn minn hún Svafa sagði á Eiðum
"hey, það er bara full-time job að vera manneskja!"
hey muniði eftir Tomma og Jenna í gamla daga þegar Tommi var alltaf að búa til svona brautir?
einhver kúla datt on í rör, ýtti svo á takkann á straujárni sem brann sig í gegnum borð, datt á stökkbretti og þá flaug einhver hlutur og blebleble...
well, hérna hefur einhver mjög þolinmóður bílaframleiðandi gert svona braut :) ég held nú samt að sumt af þessu sé kannski soldið mikið feik. og þó...
argh!
ég svaf yfir mig!
allt í einu var klukkan 10:32 í staðinn fyrir 7:45. garg.

þriðjudagur, júní 24, 2003


taldandi um að vera í miklu flippi, Prokovieff samdi "óperu" sem heitir "ástir þriggja appelsína". djöfl er hann geggjaður maður :)
svo er ég núna að hlusta á konsert fyrir túbu og bassa eftir SNILLINGINN R. Vaugh Williams. vá, hvað túbur eru æðislegar! garg. -->ég er ekki að reyna við þig Finnbogi! það er meira að segja kadensa og ég veit ekki hvað og hvað. geggjaður konsert. ég bara verð að eignast þetta. williams er líka flottur. algjör töffari.
www.beethoven.com er snilldarstöð, þrátt fyrir að vera Ú-HÚ-BE-HER amrískir dauðans. :)
gat verið!

tulll
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.


hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla
þetta er nú meiri vinnustaðurinn sem ég vinn á. í kaffinu kom Hrafn með norskt klámblað frá 1970 og las upp fyrir gesti og gangandi, talaði svo linnulaust um hvað blaðið væri ógeðslegt og mikið subburit. áttaði sig svo seinna að hann var allur útataður í prentsvertu, svo það lá í augum uppi að hann var greinilega búin að lesa það spjaldana á milli.
eiríkur kom með köku og Jón torfason hljóp út þegar jón viðar byrjaði að tala um einu konuna sem hafði elt hann á röndum.
þegar hann var að vinna á elliheimili í gautaborg, en gellan var vistmaður og elliær.
mér var hrósað fyrir að vera fjölhæf (slæ inn, geri fanta auglýsingar, starfræki stefnumótaþjónustu og sé til þess að kaffið klárist) og Adda viðurkenndi að hún var hætt að eltast við karlmenn.
ekki furða að nýju starfsmennirnir eru mættir eldsnemma á morgnana til að geta hætt snemma....
bíllinn hans jesú :)

Björk og Bjarni komin yfir á aumingjalistann. þeim var nær.
svo henti ég fallegu java-klukkunni út. hún hægði á síðunni. mjög mikið.

ég gerði eitt magnað í morgun... ég svaf VILJANDI yfir mig. ég þarf hvort sem er að vera í vinnunni þangað til að dj* helv* Siglufjarðar viðbj* æfingin byrjar kl. 1900, svo ég gat alfeg leyft mér að mæta seint. HAH!
eins og sést þá var æfingin í gær leiðinleg, MJÖG leiðinleg. allt í einu kemur í ljós að þessar "þjóðlagaútsetningar" eru eftir nemendur í TÓNSKÁLDADEILD! þannig að ég er að endur upplifa ógeðslegu vikuna sem ég átti hér um páskana, mér til mikils hryllings. hefði ég vitað þetta, hefði ég ekki tekið þátt. ALS EKKI. ég þoli ekki nútíma tónlist, sem gengur út á það að vera öðruvísi en öll önnur tónlist, BARA vegna þess að hún er öðruvísi. það er eins og fólki finnist ekki gaman að gera fallega tónlist lengur, sé bara endalaust að hugsa um hvernig það getur notað venjulega klassísk hljóðfæri til að búa til ný hljóð.
HEELLLLOOOO PEOPLE!!!
það er árið 2003! það eru ekki TIL nein ný hljóð!
urg, hvað ég varð úrill í gær. svo er meðal aldurinn í hljómsveitinni svona í kringum 12 árin, ennþá yngri en á eiðum (ekkvað sem ég taldi ótrúlegt) og ég skal éta hattinn minn ef einhver af þessum ólánsömu börnum hefur spilað nútímatónlist áður.
það skal tekið fram að gæðablóðið hún Alex er algjörlega undanskilin þessum fullyrðingum...
svo er kallinn ekkvað að æsa sig og heimta að maður æfi þetta heima!
hvað heldur hann eiginlega að hann sé með? einhverja professjónal hljómsveit sem sérhæfir sig í nútíma-ógeðs-tónlist?
nó sör, hér eru börn.
hvar eru barnalögin?


reyndar er þetta ekki alslæmt, víóludeildin er BRILLJANT og sellóin frábær (ég, þórunn vala, korka, tobba, tóri og júlía). svo hljóta nú blásararnir að vera örlítið eldri.... ég geri mér jafnvel vonir um að eistun séu gengin niður í karlkyninu.

mánudagur, júní 23, 2003

argh!
jónína kona húsvarðarins hér á skjaló er bryjuð að ELDA!! á að ganga af mér dauðri?
allt herbergið angar af steiktum lauk....
jesús minn góður. ég held ég meiki þetta ekki lengur
ég er orðin ansi svöng
og ekkert á að borða,
en fötin eru á mér þröng
því ég hef vetrarforða.

bít ég því á jaxlinn nú
hugsa um fagra drengi
erfið reynist þrautin sú
því ekki hef séð þá lengi...
nú er haloscan í einhverjum fíling. gaman að því. ég er búin að vera að hlusta á dönsku stöðina "Scum" í allan dag og er bara orðin ansi sleip í dönskunni -NOT! var einmitt að furða mig á því hvað ég skil ekki eitt einasta orð... mér sem fannst ég vera svo góð í dönsku hérna í den.
:(
svona fer fyrir manni, eitt og eitt dettur úr þar til ekkert situr eftir nema löngunin í pulsu með öllu nema remúlaði og kók í dós. og banana bita á eftir....
mikið ER ég svöng.
grrrrrr
oh.... þvílík snilld.


Which random phallic object are you?
Quiz by Andrea.

sko nú getur hann Vignir elskan hætt að kvarta!
inná www.pbase.com er hægt að fá sér svæði fyrir digital myndir og það kostar ekki kúk í priki!
ég fékk mér s.s. pláss fyrir myndir á netinu, án þess að eiga digital myndavél eða skanna.
reyndar hef ég ekki framkallað filmu í meira en ár.... enda hætt að taka myndir þangað til ég drullast til að gera það.
jessörí....

þótt ég sé tiltölulega ennþá soldið úrill (tala nú ekki um eftir að ég prentaði út Skagafjarðarsýslu -Aftur! ekkvað sem gerir hvern mann brjálaðan...) þá ætla ég nú aðeins að "kovera" föstudaginn, þar sem ég get skellt einni mynd með.... með góðfúslegu leyfi Iðunnar, sem hélt brjálaða partýið.
en byrjunin var á þá leið að mér tókst með miklum herkjum og útúrsnúningum að komast undan því að fara í djúpu laugina þar sem Mýa var spyrill á ÞRJÁ mjög svo ljóta unglings-stráklinga með Vigni, fríðu og eydísi. fór í staðinn niður í tónlistarskóla og rifjaði upp hvernig maður heldur á víólu. við hittumst svo á café aroma þar sem einhver trúbador var að raula í míkrófón með kassagítarinn sinn. það eina sem var leiðinlegt, en það var það leiðinlegt að við urðum frekar mikið soldið fúl, var að það var magnað upp með ÞVÍLÍKUM látum að við heyrðum ekkert í hvoru öðru meðan við sátum við borðið, fluttum okkur út eftir að hafa mjög skýrlega gefið í skyn að við heyrðum ekkert hvort í öðru (t.d. með því að tala MJÖG hátt og tala mjög hratt á milli laga, setja hendurnar upp að eyrunum, gretta okkkur þegar hann tók háu tónana og fleira í þeim dúr...). þá hringdi iðunn blessunin, eftir að Baldur hafði gert ítrekaðar tilraunir að ná í mig (það heyrðist ekkert út af látunum). okkur var boðið í party, við palli sérstaklega viðbragðsfljót að redda okkur áfengi og svo var brunað inn á Njálsgötu. sem ég hélt reyndar að væri í hlíðunum... förum ekki nánar út í það.
þar var ásamt þeim iðunni karate snillinn Ari, sem reyndist bara mjög skemmtilegur. við drukkum nottla helling, hlóum og svo var gítarinn tekinn upp og nokkur vel valin lög tekin. haldiði þá ekki bara að fólkið á neðri hæðinni hafi barið í loftið með kústi!
þvílíkur heiður!
þetta hef ég aldrei á ævinni lent í, og hef ég þó oft verið með mikil læti. váááááá... þetta setti gjörsamlega i-ið yfir hamingjuna og gleðina sem á eftir fylgdi því stuttu seinna, því eftir að hafa sturtað í sig heilan helling í viðbót og KELLINGARNAR sem ekki þola almennilegt djamm voru farnar heim til sín að lúlla fórum við iðunn og palli niðrí bæ.
sneld!
ég og palli dönsuðum eins og bavíanar á nellýs langt fram á nótt (ég sá meira að segja sætan strák sem var EKKI hommi!) en kíktum svo einn hring á Spotlight. ég settist á borð hjá einhvejrum voðalegum bissness manni og talaði við hann um einhverjar íbúðir í margar mínútur (og drakk bjórinn hans í leiðinni). svo drulluðum við okkur bara heim í góðum fíling.
vá hvað var gaman.
úff!!!
:D
hvað er málið með að vera vakandi til FJÖGUR?! það er ekki eins og ég hafi ekki áður horft á loftið inní herberginu á mér. hrumpf!
þannig að ég er mest mygluð í heimi og f r e k a r grumpy.
en mikið var samt gaman á föstudaginn! :) Yeah baby, Yeah!!
skrifa um það aðeins seinna þegar ég er ekki svona viðbjóðslega illgjörn út í heiminn...

föstudagur, júní 20, 2003

oh við Jón erum búin að vera svo fyndin í dag í vinnunni. fyrst hlóum við að tanna-sögunum hans Björgvins og svo sendum við svona 20 mismunandi fanta auglýsingar á fólk sem við þekkjum og hlóum mann hæðst alltaf, svo prentuðum við út þvílíkt ljóta og ömurlega mynd af jóni og skrifuðum "starfsmaður mánaðarins". hengdum hana upp á kaffistofu og fengum Hrafn til að halda fyrirlestur um dýraklám og karma sutra.
hann er klikkaður.
en þetta er sem sagt búinn að vera mjöööög skemmtilegur föstudagur :) og nú fer ég heim til mín og reyni að finna ekkvað ætilegt í ísskápnum, þar sem ég er að farast úr hungri.
Góða Helgi!!

hefur ykkur einhverntíman langað til að eiga ljótustu heimasíðu netsins?
þá er lítið mál (og áhættulaust) að stimpla inn númer síðunnar ykkar á síðuna hér...
það gerist varla ljótara...
svona af því að ég er nú að halda upp á kvennadaginn (einum degi of seint) þá er þetta sniðugt

An English professor once wrote the following sentence on the blackboard and directed his students to punctuate it correctly : "Woman without her man is nothing"

The male students wrote: Woman, without her man, is nothing.

The female students wrote: Woman! Without her, man is nothing.
tileinkað krúttinu honum Hrabbó skan....
:)
skjölin
Þetta hérna er mjög-mjög-mjög-mjög-MJÖG skemmtilegt!
:D
maður fær ramma úr einhverri indverskri bíómynd og býr sjálfur til textann.
Hmoooooaaaah!!


Blindi maðurinn

Kalli bróðir

uppsögnin
talandi um Holland þá kom hún Lína sætabuska heim í gær í smá heimsókn og var mjög hugguleg og sæt. Guðný Birna fékk reyndar hjartaáfall og taugasjokk við að sjá hendurnar á gellunni, vegna þess að Lína er komin með langar neglur. :) mér fannst það nú bara fínt hjá henni.
Línu að vera með neglur, ekki GB að fá áfall.
sem minnir mig einmitt á naglaklippurnar sem ég keypti mér á Egilsstöðum, nánar tiltekið í kaupfélaginu. Þær henta bæði til naglaklippingar á höndum sem fótum, við alla almenna garðumhirðu og er góð vörn gegn vasaþjófum.
ég hvet alla sem hitta mig á næstu dögum til að fá að skoða þessar ótrúlega merkilegu naglaklippur, enda skil ég þær vart við mig, þó svo þær taki allverulega í. ég var meira segja að spá í að láta grafa nafnið mitt á þær.
og heimilsfangið.
og kennitöluna.
og símanúmerið mitt.
og kannski stutt æviágrip að ógleymdri lítilli mynd sem ég teiknaði.
(fyrir ofur-trega, þá er ég að reyna að koma því til skila hve stórar klippurnar eru....)
ég er í bleikum bol í dag. ég hefði átt að vera í honum í gær samt, það var víst einhversskonar kvennadagur. svona er maður eftir á.
ég var að tala við hann Chaim vin minn sem býr í Hollandi og hann er gjörsamlega að fara yfir um, vegna þess að kærastan hans (sem býr í ungverjalandi) er að fara að koma í heimsókn.
ég er eiginlega hálf afbrygðissöm, mig langar að eiga kærasta í útlöndum sem kemur að heimsækja mig... þótt ég sé í bleikum bol.
allavega var chaim voðalega kátur, ég ætti kannski bara hætta þessu væli og samgleðjast manninum.
njaaaa.....

fimmtudagur, júní 19, 2003

mér tókst með mikilum meðfæddum hæfileikum að rífa af mér andlitið með innréttingu í kaffinu áðan. þetta atvikaðist þannig að ég ætlaði að skutla mér (mjög fimlega, auðvitað) upp á eldhúsvaskaborðið til að geta teygt mig í gluggann og opnað hann.
skutla mér!
halló ungfrú tvöhundruð kíló!!
í brussuganginum skallaði ég einhverja hillu og er með skurð fyrir ofan hægra augað. ekki mjög djúpan sem betur fer ("tóta, áttu klórukisu?" spurði eitt fíblið) en ég held ég hafi skekkt gleraugun mín. það var svossem á það bætandi. hefði þetta nú verið á enninu.... eins og Harry Potter sko. þá væri þetta bara kúl, en neinei....
þetta kennir manni að vera ekkert að opna glugga að óþörfu, ef manni er heitt á maður bara að fara út eða fara úr. eða fara úr úti.
svo er blogger í klessu.
mikið er ég fegin að ég er að fara heim eftir korter....
oh great!
You are The Twins-
You are The Twins, from "The Matrix."
Bad, but with a sexy streak- surprisingly
refreshing. You know what you want, when you
want it.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
ég var að bæta honum Herði Mar inn á linkana mína. ekki það að við séum einhverjir vinir eða þannig, svona kannski meira upp á gamla tíma. hann er nettur. :)
oh hann jón er svo góður við mig!
hann var að gefa mér banana. nammi namm.
ég er nú samt að spá í að fara út í snæland í hádeginu og fá mér ekkvað fitugt. og kók með. kannski súkkulaði í eftirrétt ef ég er mjög vel upplögð.
þessi eiða-ferð fór alfeg með megrunina mína...
:(
í árangurslausri leit minni að fallegri klukku til að skella á bloggið mitt þá fann ég þessa hér.
þvílík snilld....

getiði bara hvað?
haldiði ekki að hún Eydís litlasystirhansguðna Ýr hafi ekki bara klippt tótu sína í gær!! :) oh, ég er svo fííín! þetta er mikill munur og miklu flottara, ég lít út fyrir að vera 5 árum eldri, 10 kílóum léttari og svei mér þá ef að ég sé ekki bara farin að nota númeri minna af skóm.
uh... reyndar ekki.
ég er reyndar ennþá að vega/meta það hvernig mér finnst hárið á mér og eydís var búin að lofa að fara ekki í fýlu ef að ég myndi kannski allt í einu ákveða að krúnuraka mig. láta drauminn rætast að lokum....

miðvikudagur, júní 18, 2003



pabbi og co. er að fara til ítalíu núna á eftir. það væri nú gaman að fara með, segi það ekki.... liggja í sólinni með volgt mjólkurglas og bíða eftir að vilborg fái frekjukast, hlustandi á tuðið í ömmu og afa 24/7, meðan stór, loðin og eitruð padda er að japla á öðrum kálfanum á mér. (ein voða öfundsjúk) en til að bæta upp geð mitt, þá hefur faðir minn boðist til að lána mér fjölskyldubílinn á meðan. JEY! (reyndar fékk þóra systir húsið... en ég meina hei...) en til að öðlast þessi ótrúlegu bílaréttindi verð ég að keyra hersinguna upp á leifsstöð um tvöleytið. vélin fer nú reyndar ekki fyrr en FIMM, en dagga systir vill alfeg endilega ekki missa einn einasta tíma ónotaðan til þess að kanna listisemdir flughafnarinnar út í hörgul. en kannski kaupir hún ekkvað handa mér :)
ég vaknaði í nótt klukkan hálf fimm og gat ekki sofnað aftur fyrr en rétt rúmlega sjö.
svo þegar ég loksins náði að sofna dreymdi mig hræðilega erótískan draum...
úff.

mánudagur, júní 16, 2003





jey jey jey!
ég er aftur komin með harry potter æði, er að lesa bók númer 2. þá á ég bara eftir að lesa númer 3 og 4, og þá er ég til í tuskið að lesa bók númer 5 sem er alfeg við það að koma út í Bretlandi.
sem minnir mig á hversu yndislegur hann er hann Eyjólfur vinur minn sem býr í London og fer bráðum að koma heim til mín. hann er sætur og skemmtilegur (mjööööög myndarlegur líka), duglegur, góður, vel gefinn, fyndinn, huggulegur, rómantískur, barngóður, hæfileikaríkur og smart í tauinu, vel til hafður, hugmyndaríkur, þolinmóður, umburðarlyndur, heilsuhraustur og aðdáunarverður.
góður vinur og félagi, dúlla, mússí-mússi og krúsílíus.
:)


hey, ég er ekkert búin að minnast á geggjaða partíið sem ég fór í á laugardaginn!
skammi-skammi!
eins og var nú GEÐVGT gaman!
úff, ekkert smá kærkomið party eftir Eiða-dramað og andsetnu börnin.
en ég mætti galvösk heim til hennar Fríðu megabeib (sem er reyndar beiler og þarf að hugsa sitt ráð rækilega!) ásamt þeim Thule-bræðrum og fékk fullt fagið af strengjaleikurum þegar ég mætti. yndislegt. oooh... þarna voru saman komin Baldur, Eydís, Elfa, Sif og Gunni, Eleonora nýklippta og áðurnefnd Fríða, svo fyndnu vinir hennar fríðu, sem eru allir ágætir nema fíblið hann Andri sem skuldar mér pening, hulda 69, Guðni og Steini trúnó. elsku besti sætasti viginir minn var þarna líka og tók milljón geggjaðar myndir og rakel fýlufés lét sjá sig, en fór snemma. og svo var þarna einhver voðalega leiðinleg kunta sem ég nenni ekki einu sinni að segja hvað heitir.
uss hvað hún var leiðinleg.
en við drukkum ótæpilega og ég borðaði eina og 3/4 pulsu, 1/4 hlutinn datt í grasið, thanks kids! það sem maður telur vera vini sína! láta mann hlægja svo að pulsurnar manns detta. anyways...
við drukkum ennþá meira til viðbótar, ég, Baldur og Elfa og fíblið fórum niðrí bæ og eftir því sem mér skildist á Eydísinni, gerðu þau sem eftir voru lítið annað en að æla eftir það. stemmari! :)
en bærinn var bara nettur, tala nú ekki um hinn ótrúlega góða hlölla sem við baldur tróðum oní okkur. namm.
sem minnir mig á papriku-osts-samlokurnar sem ég er um það bil að fara að borða. ekki alfeg hlölli... en...
:)
nú er blogger ekkvað að mis...
maður ætti kannski að taka Atla sér til fyrirmyndar og fá sér bara ekkvað annað forrit... samt ekki. kannski spurning um að fá sér auka skamt af þolinmæði.
það er soldið leiðinlegt að ég get ekki lagað þetta með að allir póstarnir mínir enda á t? í staðinn fyrir hið fagra nafn tóta. hvað er eiginlega málið með blogger? maður skreppur frá í smá stund og allt ætlar um koll að keyra, komið nýtt átlúkk og ég veit ekki hvað og hvað. það liggur við að ég þori ekki að fara til skálholts í byrjun júlí, hvað í óskupunum gæti eiginlega gerst?
oooh það er svo gott að vera komin heim og á skjaló. nammi namm, komin með ekta gott kaffi í bolla og farin að lesa yfir manntalið, jón er búinn að tuða um menningarsnobbið í landsmönnum og hversu mjög hann vildi óska að Íslenska Óperan væri lögð niður, svo að allt er loksins orðið eins og það á að sér að vera.
aaaaahhhh.
hey!!!
hvað er málið með íslensku stafina?!

aaaaaaarrrrrgggh!
ég er komin heim.
Egilstaðir spegilsstaðir, eiðar skeiðar.
þetta var bara helv. ferð, með svo miklu drama að það hálfa væri nóg. og ekki bara nóg, heldur FULL-mikið nóg. :) en samt stemming. herra jóhann (Don Giovanni) er bara fín ópera og mæli ég eindregið með henni, hún er bæði ofbeldisfull, sálræn og full af klámi, þannig að það vantar bara ekkert.
en úff hvað ég kynntist skemmtilegu fólki. jahérna. nefni fyst hana Svöfu sætu, mega horn leikara og skvísu, sem keypti sér skó og svo hana Alex sem er bloggari og mjög sniðug. sóley flauta hristi af sér rykið og svo kynntist ég líka henni Tobbu sellóstelpu að ógleymdri víólubeibinu henni Korku sem er að fara til sviss í sumar.
ooooohhhhh hvað mig langar til sviss!
en allavega. hérna á skjaló er allt í klessu, maður má greinilega ekki bregða sér frá í 2 vikur án þess að fólk gangi af göflunum, adda hérna komin með einhvern framkvæmda sjóð og ný stelpa farin að slá inn manntöl. jesús minn! en sem betur fer tók ég 2 samlokur með mér í nesti og þær eru báðar með paprikuosti.
yeah!

mánudagur, júní 02, 2003


jæja kæru börn og aðrir.
nú er ég, ungfrú tótfríður harðdal farin til Egilsstaða í góðan fíling með óperustúdíói austurlands og sé ekki fram á að geta stundað blogg næstu tvær vikurnar. þykir mér það afar leitt.
en endilega verið ófeimin við að gera allt það sem þið gerið venjulega, þó það sé leiðinlegt, og svo kem ég tvíöfluð til baka 14. júní.
kærar kveðjur
tóta
RÁÐHILDUR BÚIN AÐ EIGA!
eignaðist sætan og skemmtilegan lítinn strák. 15 merkur og 51 cm.
til hamingju hamingju hamingju Elsku elsku Rása, Jón og Laufey!

annar júní. til hamingju með afmælið í gær Ráðhildur og til hamingju með afmælið á morgun, amma. svona er fólk sniðugt að eiga afmæli í byrjun mánaðarins. jessör.
helgin var alfeg hreint ótrúlega sniðug, spilaði í giftingu og fór á rauðvíns-osta-klassísktónlist-snobb fyllerí með Baldri, Eydísi, Sif og Gunna. það var geggjað. tókum smá tónlist á þetta, ég kom með hindemith (hvað annað) baldur var með bruckner níundu og sif kom með shostakovitz sellókonsert. Gunni kom með Frekar mikið af óbó tónlist, m.a. verk eftir Britten sem ég bara verð að eignast. reyndar verð ég helst að eignast Britten complete safnið, það er allt eftir þennan gaur svo ótrúlega gott.
úff.
bara ef að allir hommar væru svona nytsamlegir (djók)
og eydísin litla kom með bambolei-ó, beint úr giftingunni. geggjað.
ég var reyndar í svaka stuði og manna minnst til í það að fara heim þegar klukkan var að verða 3. en Sif var orðin svo þreytt greyið litla, enda búin með hátt á TVÖ rauðvínsglös og Baldur orðinn skrítinn til augnanna. hneyksli. en það sem var setti rúsínuna yfir í miðjuna á hvítlauksbrauðinu með rækjusalatinu var þegar tóta (ásamt eydísi) skokkaði heim til sín og náði í dagbók eina mjög HESSA frá danmörkuferð ofangreinda (mínus gunnar) síðasta sumar. það var dátt hlegið og mikið gert grín að/af fólki. nefni dæmin "skinka og sif", "lesnar eru bjórfréttir frá bjórstofu íslands (endurtekið)" og gullþriggja kornið "er opið til lokunar" sem snillingurinn Anna Borg sendi frá sér í gúddí fíling.
það er gella sem veit hvað klukkan slær þegar hún er að verða korter í níu. klukkan, þ.e.a.s. ekki Anna.
fjör í firðinum :)