talandi um Holland þá kom hún Lína sætabuska heim í gær í smá heimsókn og var mjög hugguleg og sæt. Guðný Birna fékk reyndar hjartaáfall og taugasjokk við að sjá hendurnar á gellunni, vegna þess að Lína er komin með langar neglur. :) mér fannst það nú bara fínt hjá henni.
Línu að vera með neglur, ekki GB að fá áfall.
sem minnir mig einmitt á naglaklippurnar sem ég keypti mér á Egilsstöðum, nánar tiltekið í kaupfélaginu. Þær henta bæði til naglaklippingar á höndum sem fótum, við alla almenna garðumhirðu og er góð vörn gegn vasaþjófum.
ég hvet alla sem hitta mig á næstu dögum til að fá að skoða þessar ótrúlega merkilegu naglaklippur, enda skil ég þær vart við mig, þó svo þær taki allverulega í. ég var meira segja að spá í að láta grafa nafnið mitt á þær.
og heimilsfangið.
og kennitöluna.
og símanúmerið mitt.
og kannski stutt æviágrip að ógleymdri lítilli mynd sem ég teiknaði.
(fyrir ofur-trega, þá er ég að reyna að koma því til skila hve stórar klippurnar eru....)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli