ég er í bleikum bol í dag. ég hefði átt að vera í honum í gær samt, það var víst einhversskonar kvennadagur. svona er maður eftir á.
ég var að tala við hann Chaim vin minn sem býr í Hollandi og hann er gjörsamlega að fara yfir um, vegna þess að kærastan hans (sem býr í ungverjalandi) er að fara að koma í heimsókn.
ég er eiginlega hálf afbrygðissöm, mig langar að eiga kærasta í útlöndum sem kemur að heimsækja mig... þótt ég sé í bleikum bol.
allavega var chaim voðalega kátur, ég ætti kannski bara hætta þessu væli og samgleðjast manninum.
njaaaa.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli